„Æðisleg tilfinning“ | Nýliðinn hélt hreinu en kveður á morgun Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2020 18:32 Byrjunarlið Íslands í fyrsta A-landsleik Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur í dag. twitter/@pinatararena „Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. Cecilía, sem er markvörður Fylkis, bætti met Þóru B. Helgadóttur með því að verða yngsti markvörður Íslands til að spila landsleik í fótbolta. Hún hélt markinu þar að auki hreinu í 1-0 sigri á Norður-Írlandi. „Ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifæri til að spila þennan leik og sýna hvað ég get. Ég reyndi að spila minn leik og held að það hafi gengið nokkuð vel. Halda markinu hreinu, 1-0 sigur... þetta er geggjað,“ sagði Cecilía létt í bragði þegar hún ræddi við Vísi. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu Cecilíu en sagði leik íslenska liðsins í heild hins vegar sennilega þann slakasta í sinni þjálfaratíð. Markvörðurinn ungi tók undir að frammistaðan hefði ekki verið góð hjá íslenska liðinu í dag: „Mér fannst leikurinn í heild ekkert mjög flottur. Við náðum ekki að halda boltanum vel og ég hef séð betri leiki hjá íslenska kvennalandsliðinu. Ekkert mjög góður fótboltaleikur en úrslitin voru okkur í hag og maður biður ekki um annað.“ Cecilía mun eins og fyrr segir ekki spila meira með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu, sem fram fer í Murcia-héraðinu á Spáni, en Ísland mætir Skotlandi á laugardag og Úkraínu næsta þriðjudag: „Við komum hingað 1. mars eftir langt ferðalag en svo er ég að fara á morgun til móts við U19-landsliðið á æfingamót. Ég óska þess vegna bara stelpunum alls hins besta hérna það sem eftir er af ferðinni. Það er gaman að hafa fengið fyrsta leikinn,“ sagði Cecilía sem fer þó ekki langt, því U19-landsliðið spilar á La Manga og ekki nema um hálftíma akstur á milli staða. U19-liðið mætir þar Sviss á morgun, Ítalíu á laugardag og Þýskalandi á mánudag. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00 Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36 Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30 Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09 Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
„Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. Cecilía, sem er markvörður Fylkis, bætti met Þóru B. Helgadóttur með því að verða yngsti markvörður Íslands til að spila landsleik í fótbolta. Hún hélt markinu þar að auki hreinu í 1-0 sigri á Norður-Írlandi. „Ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifæri til að spila þennan leik og sýna hvað ég get. Ég reyndi að spila minn leik og held að það hafi gengið nokkuð vel. Halda markinu hreinu, 1-0 sigur... þetta er geggjað,“ sagði Cecilía létt í bragði þegar hún ræddi við Vísi. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu Cecilíu en sagði leik íslenska liðsins í heild hins vegar sennilega þann slakasta í sinni þjálfaratíð. Markvörðurinn ungi tók undir að frammistaðan hefði ekki verið góð hjá íslenska liðinu í dag: „Mér fannst leikurinn í heild ekkert mjög flottur. Við náðum ekki að halda boltanum vel og ég hef séð betri leiki hjá íslenska kvennalandsliðinu. Ekkert mjög góður fótboltaleikur en úrslitin voru okkur í hag og maður biður ekki um annað.“ Cecilía mun eins og fyrr segir ekki spila meira með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu, sem fram fer í Murcia-héraðinu á Spáni, en Ísland mætir Skotlandi á laugardag og Úkraínu næsta þriðjudag: „Við komum hingað 1. mars eftir langt ferðalag en svo er ég að fara á morgun til móts við U19-landsliðið á æfingamót. Ég óska þess vegna bara stelpunum alls hins besta hérna það sem eftir er af ferðinni. Það er gaman að hafa fengið fyrsta leikinn,“ sagði Cecilía sem fer þó ekki langt, því U19-landsliðið spilar á La Manga og ekki nema um hálftíma akstur á milli staða. U19-liðið mætir þar Sviss á morgun, Ítalíu á laugardag og Þýskalandi á mánudag.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00 Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36 Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30 Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09 Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00
Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36
Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30
Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09