Engin ástæða til að örvænta en segir að Liverpool verði að vinna fyrir Atletico leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 11:00 Virgil van Dijk hefur séð andstæðinga Liverpool liðsins skora fimm mörk hjá sér á síðustu 180 mínútum eða mark á 36 mínútna fresti. Getty/Sebastian Frej Liverpool liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og liðið sem var ósigrandi í marga mánuði virðist vera í tómu tjóni á báðum helmingum vallarins. Pistlahöfundur breska ríkisútvarpsins segir að það sé doði yfir liðinu. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gærkvöldi eftir 2-0 tap á móti Chelsea á Stamford Bridge og hefur því tapað tveimur leikjum með markatölunni 0-5 samanlagt á aðeins nokkrum dögum. Liðið steinlá 3-0 á móti Watford í leiknum á undan. Liðið sem lék 44 deildarleiki í röð án þess að tapa og tapaði ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í meira en heilt ár hefur átt erfiða og ósannfarandi daga að undanförnu. Eftir vetrarfríið er ekki eins og um sama lið sé að ræða og fyrir fríið sem Jürgen Klopp var svo harður á að hans menn fengu. Phil McNulty skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið um ástandið hjá Liverpool liðinu eftir þrjú töp fjórum leikjum og aðeins eitt mark á síðustu 360 mínútum. Hann segir að auðvitað sé viðbrögðin við þessu slaka gengi sterkari vegna þess hversu vel hafi gengið hjá Liverpool fram að því. "Liverpool are currently looking lethargic." Why Liverpool need to smooth things out as soon as possible: https://t.co/5yYMzJo86Ipic.twitter.com/pCC7uMcS09— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2020 Það sem er mest sláandi og Phil McNulty skrifar líka um er að krafturinn og áræðnin sem Liverpool hefur fengið svo mikið hrós fyrri virðist ekki lengur vera til staðar hjá leikmönnum liðsins. Leikmennirnir virka daufir og kraftlitir inn á vellinum og þetta hefur ekki verið neinn þungarokksfótbolti í síðustu leikjum. Það mátti líka fljótt sjá mikinn pirring í leikmönnum liðsins sem hefur ekki verið til staðar þrátt fyrir mótlæti fyrr á leiktíðinni. Þá hélt Liverpool liðið alltaf áfram og hefur mörgum sinnum náð að tryggja sér sigurinn í lok leikja. Í síðustu leikjum hefur lítið verið að frétta af slíku eftir að liðið lenti undir í leikjunum. Bitlaus sóknarleikur og óöryggi í öllu uppspili liðsins. „Liverpool mun finna sigurtaktinn aftur og það eru miklar líkur á því að það gerist strax á móti Bournemouth á Anfield um helgina en það fór heldur ekki framhjá neinum að það var sárt fyrir Klopp og hans leikmenn að tapa í gær eins og mátti sjá á viðbrögðum þeirra,“ skrifaði Phil McNulty. They may be Premier League champions in waiting... But Liverpool are out of the #FACup. Full story https://t.co/0Z3QJYZO3A#bbcfacup#bbcfootball#CHELIV#CFC#LFCpic.twitter.com/t8xhX9MtkL— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2020 „Ef við þurfum próf fyrir karakter Liverpool liðsins þá mun það próf koma í seinni leiknum á móti harðgerðu liði Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Liverpool liðið hefur staðist nánast öll stóru prófin undanfarin tvö ár. Nú er það þessi leikur á móti þessu klóka liði Atletico og hinum bardagaglaða þjálfara þeirra Diego Simeone á Anfield 11. mars,“ skrifaði McNulty. „Liverpool liðið hefur verið ólíkt sjálfu sér síðustu vikur en Klopp hlýtur samt að vera bjartsýnn á að hans menn finni sjálfan sig aftur áður en Simeone kemur í bæinn,“ skrifaði McNulty „Liverpool er búið að vinna ensku úrvalsdeildina en Klopp og lærisveinar hans verða að laga vankanta síðustu vikna áður en Simeone og hans menn mæta á svæðið í leik sem verður sannkallað stríð á Anfield,“ skrifaði Phil McNulty en það smá lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Liverpool liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og liðið sem var ósigrandi í marga mánuði virðist vera í tómu tjóni á báðum helmingum vallarins. Pistlahöfundur breska ríkisútvarpsins segir að það sé doði yfir liðinu. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gærkvöldi eftir 2-0 tap á móti Chelsea á Stamford Bridge og hefur því tapað tveimur leikjum með markatölunni 0-5 samanlagt á aðeins nokkrum dögum. Liðið steinlá 3-0 á móti Watford í leiknum á undan. Liðið sem lék 44 deildarleiki í röð án þess að tapa og tapaði ekki leik í ensku úrvalsdeildinni í meira en heilt ár hefur átt erfiða og ósannfarandi daga að undanförnu. Eftir vetrarfríið er ekki eins og um sama lið sé að ræða og fyrir fríið sem Jürgen Klopp var svo harður á að hans menn fengu. Phil McNulty skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið um ástandið hjá Liverpool liðinu eftir þrjú töp fjórum leikjum og aðeins eitt mark á síðustu 360 mínútum. Hann segir að auðvitað sé viðbrögðin við þessu slaka gengi sterkari vegna þess hversu vel hafi gengið hjá Liverpool fram að því. "Liverpool are currently looking lethargic." Why Liverpool need to smooth things out as soon as possible: https://t.co/5yYMzJo86Ipic.twitter.com/pCC7uMcS09— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2020 Það sem er mest sláandi og Phil McNulty skrifar líka um er að krafturinn og áræðnin sem Liverpool hefur fengið svo mikið hrós fyrri virðist ekki lengur vera til staðar hjá leikmönnum liðsins. Leikmennirnir virka daufir og kraftlitir inn á vellinum og þetta hefur ekki verið neinn þungarokksfótbolti í síðustu leikjum. Það mátti líka fljótt sjá mikinn pirring í leikmönnum liðsins sem hefur ekki verið til staðar þrátt fyrir mótlæti fyrr á leiktíðinni. Þá hélt Liverpool liðið alltaf áfram og hefur mörgum sinnum náð að tryggja sér sigurinn í lok leikja. Í síðustu leikjum hefur lítið verið að frétta af slíku eftir að liðið lenti undir í leikjunum. Bitlaus sóknarleikur og óöryggi í öllu uppspili liðsins. „Liverpool mun finna sigurtaktinn aftur og það eru miklar líkur á því að það gerist strax á móti Bournemouth á Anfield um helgina en það fór heldur ekki framhjá neinum að það var sárt fyrir Klopp og hans leikmenn að tapa í gær eins og mátti sjá á viðbrögðum þeirra,“ skrifaði Phil McNulty. They may be Premier League champions in waiting... But Liverpool are out of the #FACup. Full story https://t.co/0Z3QJYZO3A#bbcfacup#bbcfootball#CHELIV#CFC#LFCpic.twitter.com/t8xhX9MtkL— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2020 „Ef við þurfum próf fyrir karakter Liverpool liðsins þá mun það próf koma í seinni leiknum á móti harðgerðu liði Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Liverpool liðið hefur staðist nánast öll stóru prófin undanfarin tvö ár. Nú er það þessi leikur á móti þessu klóka liði Atletico og hinum bardagaglaða þjálfara þeirra Diego Simeone á Anfield 11. mars,“ skrifaði McNulty. „Liverpool liðið hefur verið ólíkt sjálfu sér síðustu vikur en Klopp hlýtur samt að vera bjartsýnn á að hans menn finni sjálfan sig aftur áður en Simeone kemur í bæinn,“ skrifaði McNulty „Liverpool er búið að vinna ensku úrvalsdeildina en Klopp og lærisveinar hans verða að laga vankanta síðustu vikna áður en Simeone og hans menn mæta á svæðið í leik sem verður sannkallað stríð á Anfield,“ skrifaði Phil McNulty en það smá lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira