Tugir fyrirtækja kynntu nýjar grænar lausnir Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2020 17:45 Birta Kristín Helgadóttir, verkefnisstjóri hjá Grænvangi. vísir/egill Tugir fyrirtækja buðu upp á grænar lausnir í loftlagsmálum á Loftslagsmóti Grænvangs í dag. Kynntar voru fjölbreyttar lausnir, til að mynda hvernig endurnýta má vegastikur sem falla til á þjóðvegum landsins. Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um framkvæmd loftlagsmótsins á Grand hóteli í dag fyrir Grænvang, samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins í loftslagsmálum. Það kemur á óvart hvað mörg fyrirtæki á íslandi virðast hafa lausnir til að bæta úr loftslagsmálunum. Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri hjá Grænvangi segir lausnir í boði fjölbreyttar, allt frá því að draga úr matarsóun og orkunotkun. Um þrjátíu fyrirtæki og stofnanir í leit að grænum lausnum skráðu sig til leiks og tæplega sjötíu einstaklingar og fyrirtæki sem buðu upp á lausnir. Þessir aðilar áttu með sér nokkur fimmtán mínútna stefnumót. Það er sem sagt þannig að öðrum megin er fólk að leita sér að lausnum og hinum megin er þá aðili sem hefur lausnina og kynnir hana fyrir viðkomandi. Oft eru jafn margir snertifletir og samstarfsfletir. Þannig að það eru lausnir beggja megin borðs líka,” segir Birta. Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu.vísir/egill Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu segir að þar hafi verið byggt upp fjórtán hundruð manna samfélag sem nýtir japanskar aðferðir sem félagið kenn til að breyta lífrænum úrgangi frá heimilum í áburð Félagið sé í viðræðum við sveitarfélög og fyrirtæki um samstarf en með þessari aðferð megi draga mikið úr mengun. „Þegar lífrænn úrgangur fer núna í urðun verður um það bil hvert kíló að 1,9 kílói af koltvísýringsígildum. Við erum vongóð um að við getum lækkað þessa tölu um áttatíu til níutíu prósent með þessari jarðgerðaraðferð. Næsti ávinningur eru að koma honum í nýtingu og jarðgræðslu og auka þannig getu vistkerfa til að binda meira kolefni,” segir Björk. Ástríður Birna Árnadóttir, arkítekt hjá Arkitýpa.vísir/egill Ástríður Birna Árnadóttir arkitekt hjá Arkitýpa hefur ásamt samstarfskonu sinni unnið að verkefni með Vegagerðinni. En á hverju ári fellur til töluvert magn af vegastikum sem Vegagerðin vildi gjarnan koma í græna endurnýtingu. „Okkar hugmynd er að gera yfirbyggð hjólaskýli þar sem við nýtum vegastikurnar sem hálfgerða skel, eða klæðningu,” segir Ástríður Birna. Með vaxandi hjólreiðum verði þörf á yfirbyggðum skýlum fyrir hjólin og því hafi þeim þótt tilvalið að leysa málið með hringrásar hagkerfishugsun í anda vistvænni samgöngumáta. Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tugir fyrirtækja buðu upp á grænar lausnir í loftlagsmálum á Loftslagsmóti Grænvangs í dag. Kynntar voru fjölbreyttar lausnir, til að mynda hvernig endurnýta má vegastikur sem falla til á þjóðvegum landsins. Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um framkvæmd loftlagsmótsins á Grand hóteli í dag fyrir Grænvang, samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins í loftslagsmálum. Það kemur á óvart hvað mörg fyrirtæki á íslandi virðast hafa lausnir til að bæta úr loftslagsmálunum. Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri hjá Grænvangi segir lausnir í boði fjölbreyttar, allt frá því að draga úr matarsóun og orkunotkun. Um þrjátíu fyrirtæki og stofnanir í leit að grænum lausnum skráðu sig til leiks og tæplega sjötíu einstaklingar og fyrirtæki sem buðu upp á lausnir. Þessir aðilar áttu með sér nokkur fimmtán mínútna stefnumót. Það er sem sagt þannig að öðrum megin er fólk að leita sér að lausnum og hinum megin er þá aðili sem hefur lausnina og kynnir hana fyrir viðkomandi. Oft eru jafn margir snertifletir og samstarfsfletir. Þannig að það eru lausnir beggja megin borðs líka,” segir Birta. Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu.vísir/egill Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu segir að þar hafi verið byggt upp fjórtán hundruð manna samfélag sem nýtir japanskar aðferðir sem félagið kenn til að breyta lífrænum úrgangi frá heimilum í áburð Félagið sé í viðræðum við sveitarfélög og fyrirtæki um samstarf en með þessari aðferð megi draga mikið úr mengun. „Þegar lífrænn úrgangur fer núna í urðun verður um það bil hvert kíló að 1,9 kílói af koltvísýringsígildum. Við erum vongóð um að við getum lækkað þessa tölu um áttatíu til níutíu prósent með þessari jarðgerðaraðferð. Næsti ávinningur eru að koma honum í nýtingu og jarðgræðslu og auka þannig getu vistkerfa til að binda meira kolefni,” segir Björk. Ástríður Birna Árnadóttir, arkítekt hjá Arkitýpa.vísir/egill Ástríður Birna Árnadóttir arkitekt hjá Arkitýpa hefur ásamt samstarfskonu sinni unnið að verkefni með Vegagerðinni. En á hverju ári fellur til töluvert magn af vegastikum sem Vegagerðin vildi gjarnan koma í græna endurnýtingu. „Okkar hugmynd er að gera yfirbyggð hjólaskýli þar sem við nýtum vegastikurnar sem hálfgerða skel, eða klæðningu,” segir Ástríður Birna. Með vaxandi hjólreiðum verði þörf á yfirbyggðum skýlum fyrir hjólin og því hafi þeim þótt tilvalið að leysa málið með hringrásar hagkerfishugsun í anda vistvænni samgöngumáta.
Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira