Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir og unnusta hennar Mia Jalkerud eignuðust tvíbura 31. janúar.
Þá komu þau William og Olivia í heiminn eins og Guðbjörg greinir frá á Twitter.
Hún segir að William hafi fæðst 2297 grömm að þyngd og Olivia 2374 grömm. Guðbjörg hefur lengi vel leikið knattspyrnu sem atvinnumaður með Djurgården og er samherji hennar í liðinu Mia Jalkerud.
Guðbjörg birtir fallegar myndir af tvíburunum þar sem líklega eru um mánuður á milli mynda og greinilega braggast börnin vel.
The 31st of January my beautiful baby twins came into the world William was 2297gr. and Olivia was 2374gr. Now both are over 3 kg and growing bigger every day #twinspic.twitter.com/gRpICgUiCB
— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) March 3, 2020