23 dagar í Rúmeníuleik: Ísland gæti endað í riðli með Englandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 10:00 Ísland mætti Englandi í fyrsta sinn í keppnisleik á EM í Frakklandi 2016. Getty/Marc Atkins Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir eru auðvitað með hugan við umspilið um laust sæti á EM og fram undan er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars næstkomandi sem við hjá Vísi erum að telja niður í. Íslensku strákarnir ná vonandi að tryggja sig inn á EM í sumar en í haust tekur síðan við Þjóðadeildin. Öll riðlakeppni Þjóðadeildarinnar 2020-21 fer fram frá september til nóvember 2020. Lokaúrslitin fara síðan fram í júní 2021. Þjóðunum í A-deildinni er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og fer eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil. Vísir mun fylgjast vel með drættinum í dag og sýna beint frá honum. Ríkharð Guðnason mun hita upp fyrir dráttinn á Stöð 2 Sport og Vísi og fara líka yfir niðurstöðurnar eftir hann þar sem hann mun kalla eftir viðbrögðum frá íslenskum landsliðsmanni. Ísland er í fjórða og síðasta styrkleikaflokknum með hinum þjóðunum sem áttu líka að falla áður en var fjölgað úr tólf liðum í sextán lið. Hinar þjóðirnar í fjórða styrkleikaflokki eru Þýskaland, Króatía og Pólland. Það er því öruggt að Ísland lendir ekki í riðli með þessum þremur þjóðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fer fram í dag. Klippa: Svona fer Þjóðadeildadrátturinn fram í dag Það er líka ljóst að riðill íslenska liðsins getur orðið mjög krefjandi. England og Ítalía eða Holland og Spánn. Liðin sem koma í íslenska riðilinn úr efstu tveimur styrkleikaflokknum geta bæði komið úr hópi bestu liða heims en við gætum líka lent í riðli með góðkunningjum okkar eins og Portúgal og Belgíu eða Sviss og Frakklandi. Hér fyrir neðan má sjá nokkra möguleika á draumariðli, martraðarriðli og mögulega léttasta riðlinum í boði.Draumariðill England Ítalía Danmörk ÍslandErfiðasti riðillinn Holland Frakkland Úkraína ÍslandLéttasti riðillinn Sviss Ítalía Bosnía ÍslandStyrkleikaflokkarnir í A-deild: Fyrsti: Portúgal, Holland, England, Sviss Annar: Belgía, Frakkland Spánn, Ítalía Þriðji: Bosnía, Úkraína Danmörk, Svíþjóð Fjórði: Króatía, Pólland, Þýskaland, Ísland- Efsta riðil í hverjum riðli kemst í úrslitin en neðsta liðið fellur í B-deild.Leikdagar í Þjóðadeildinni 2020-21: 1. umferð: 3.–5. september 2020 2. umferð: 6.–8. september 2020 3. umferð: 8.–10. október 2020 4. umferð: 11.–13. október 2020 5. umferð: 12.–14. nóvember 2020 6. umferð: 15.–17. nóvember 2020 Úrslitin: 2., 3. og 6. júní 2021 Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Sjá meira
Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir eru auðvitað með hugan við umspilið um laust sæti á EM og fram undan er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars næstkomandi sem við hjá Vísi erum að telja niður í. Íslensku strákarnir ná vonandi að tryggja sig inn á EM í sumar en í haust tekur síðan við Þjóðadeildin. Öll riðlakeppni Þjóðadeildarinnar 2020-21 fer fram frá september til nóvember 2020. Lokaúrslitin fara síðan fram í júní 2021. Þjóðunum í A-deildinni er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og fer eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil. Vísir mun fylgjast vel með drættinum í dag og sýna beint frá honum. Ríkharð Guðnason mun hita upp fyrir dráttinn á Stöð 2 Sport og Vísi og fara líka yfir niðurstöðurnar eftir hann þar sem hann mun kalla eftir viðbrögðum frá íslenskum landsliðsmanni. Ísland er í fjórða og síðasta styrkleikaflokknum með hinum þjóðunum sem áttu líka að falla áður en var fjölgað úr tólf liðum í sextán lið. Hinar þjóðirnar í fjórða styrkleikaflokki eru Þýskaland, Króatía og Pólland. Það er því öruggt að Ísland lendir ekki í riðli með þessum þremur þjóðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fer fram í dag. Klippa: Svona fer Þjóðadeildadrátturinn fram í dag Það er líka ljóst að riðill íslenska liðsins getur orðið mjög krefjandi. England og Ítalía eða Holland og Spánn. Liðin sem koma í íslenska riðilinn úr efstu tveimur styrkleikaflokknum geta bæði komið úr hópi bestu liða heims en við gætum líka lent í riðli með góðkunningjum okkar eins og Portúgal og Belgíu eða Sviss og Frakklandi. Hér fyrir neðan má sjá nokkra möguleika á draumariðli, martraðarriðli og mögulega léttasta riðlinum í boði.Draumariðill England Ítalía Danmörk ÍslandErfiðasti riðillinn Holland Frakkland Úkraína ÍslandLéttasti riðillinn Sviss Ítalía Bosnía ÍslandStyrkleikaflokkarnir í A-deild: Fyrsti: Portúgal, Holland, England, Sviss Annar: Belgía, Frakkland Spánn, Ítalía Þriðji: Bosnía, Úkraína Danmörk, Svíþjóð Fjórði: Króatía, Pólland, Þýskaland, Ísland- Efsta riðil í hverjum riðli kemst í úrslitin en neðsta liðið fellur í B-deild.Leikdagar í Þjóðadeildinni 2020-21: 1. umferð: 3.–5. september 2020 2. umferð: 6.–8. september 2020 3. umferð: 8.–10. október 2020 4. umferð: 11.–13. október 2020 5. umferð: 12.–14. nóvember 2020 6. umferð: 15.–17. nóvember 2020 Úrslitin: 2., 3. og 6. júní 2021 Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Sjá meira