Þetta var tilkynnt á miðlum Fram fyrr í dag en hann tekur við liðinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem söðlar um og tekur við Íslandsmeisturum Selfoss.
Basti þjálfaði einmitt lengi vel í akademíunni á Selfossi sem og meistaraflokk kvenna hjá félaginu áður en hann tók við Stjörnunni í Olís-deild kvenna þar sem hann hefur þjálfað síðustu tvö ár.
Stjarnan er nú í 3. sæti Olís-deildar kvenna en Fram er í 9. sæti Olís-deildar karla og er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Hlé hefur þó verið gert á mótinu næstu fjórar vikurnar vegna samkomubanns.