Loks tapaði Klopp tveggja leikja einvígi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2020 07:00 Klopp fór mikinn á hliðarlínunni í gær. Vísir/Getty Tap Liverpool gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í gær var fyrsta tap liðsins í tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni undir stjórn Þjóðverjans Jürgen Klopp. Eftir 1-0 sigur í venjulegum leiktíma fór leikurinn í framlengingu þar sem Atletico Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 1-0. Framlengingin var ein sú ótrúlegasta sem sést hefur en Liverpool skoraði strax í upphafi hennar áður en Atletico svaraði með þremur mörkum. Leiknum lauk því með 3-2 sigri þeirra spænsku sem unnu einvígið þar með 4-2 og ríkjandi Evrópumeistarar Liverpool þar með úr leik. Fram að leiknum í gærkvöldu hafði Liverpool því unnið öll 10 einvígi sín í Evrópukeppnum undir stjórn Klopp þar sem leiknir voru tveir leikir. Liðið hafði aðeins beðið ósigur í úrslitaleikjum, annars vegar gegn Sevilla í Evrópuddeildinni og Real Madrid í Meistaradeildinni.1 - This was the first time Liverpool have failed to progress from a two-legged tie in European competition (inc. qualifiers) under Jurgen Klopp, having previously been successful in each of the previous 10. Shocked. pic.twitter.com/XrvU3cQtm1 — OptaJoe (@OptaJoe) March 11, 2020 Frá því að Klopp tók við Liverpool hefur gengi félagsins í Evrópukeppnum verið lygilegt. Á hans fyrsta tímabili með liðið komst það í úrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa lagt Augsburg, Manchester United, Borussia Dortmund og Villareal á leið sinni í úrslitaleikinn. Þar tapaði liðið hins vegar 3-1 gegn Sevilla frá Spáni. Liverpool vann vissulega bara annan leikinn í hverju einvígi fyrir sig en það dugði til að fleyta þeim áfram í úrslit. Ári síðar, leiktíðina 2016/2017 var Liverpool ekki í Evrópukeppni en síðustu tvö ár hefur það komist alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Leiktíðina 2017/2018 vann enska liðið Porto, Manchester City og Roma á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Liverpool tapaði eftirminnilega 3-1 fyrir Real Madrid í leik sem kostaði Loris Karius stöðu sína sem aðalmarkvörður félagsins. Ári síðar komst Liverpool aftur í úrslit þar sem það mætti Tottenham Hotspur. Að þessu sinni bar liðið úr Bítlaborginni sigur úr býtum með öruggum 2-0 sigri í einkar óspennandi leik. Á leið sinni í úrslitaleikinn voru Bayern Munich, Porto og Barcelona lögð af velli. Leikurinn gegn Börsungum fer í sögubækurnar en eftir 3-0 tap á Nývangi þá unnu Liverpool ótrúlegan 4-0 sigur á heimavelli þökk sé sigurmarki Divock Origi á 79. mínútu eftir snögga hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. Liverpool kemst hins vegar ekki í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð eftir tapið í gær. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 23:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 23:46 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Tap Liverpool gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í gær var fyrsta tap liðsins í tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni undir stjórn Þjóðverjans Jürgen Klopp. Eftir 1-0 sigur í venjulegum leiktíma fór leikurinn í framlengingu þar sem Atletico Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 1-0. Framlengingin var ein sú ótrúlegasta sem sést hefur en Liverpool skoraði strax í upphafi hennar áður en Atletico svaraði með þremur mörkum. Leiknum lauk því með 3-2 sigri þeirra spænsku sem unnu einvígið þar með 4-2 og ríkjandi Evrópumeistarar Liverpool þar með úr leik. Fram að leiknum í gærkvöldu hafði Liverpool því unnið öll 10 einvígi sín í Evrópukeppnum undir stjórn Klopp þar sem leiknir voru tveir leikir. Liðið hafði aðeins beðið ósigur í úrslitaleikjum, annars vegar gegn Sevilla í Evrópuddeildinni og Real Madrid í Meistaradeildinni.1 - This was the first time Liverpool have failed to progress from a two-legged tie in European competition (inc. qualifiers) under Jurgen Klopp, having previously been successful in each of the previous 10. Shocked. pic.twitter.com/XrvU3cQtm1 — OptaJoe (@OptaJoe) March 11, 2020 Frá því að Klopp tók við Liverpool hefur gengi félagsins í Evrópukeppnum verið lygilegt. Á hans fyrsta tímabili með liðið komst það í úrslit Evrópudeildarinnar eftir að hafa lagt Augsburg, Manchester United, Borussia Dortmund og Villareal á leið sinni í úrslitaleikinn. Þar tapaði liðið hins vegar 3-1 gegn Sevilla frá Spáni. Liverpool vann vissulega bara annan leikinn í hverju einvígi fyrir sig en það dugði til að fleyta þeim áfram í úrslit. Ári síðar, leiktíðina 2016/2017 var Liverpool ekki í Evrópukeppni en síðustu tvö ár hefur það komist alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Leiktíðina 2017/2018 vann enska liðið Porto, Manchester City og Roma á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Liverpool tapaði eftirminnilega 3-1 fyrir Real Madrid í leik sem kostaði Loris Karius stöðu sína sem aðalmarkvörður félagsins. Ári síðar komst Liverpool aftur í úrslit þar sem það mætti Tottenham Hotspur. Að þessu sinni bar liðið úr Bítlaborginni sigur úr býtum með öruggum 2-0 sigri í einkar óspennandi leik. Á leið sinni í úrslitaleikinn voru Bayern Munich, Porto og Barcelona lögð af velli. Leikurinn gegn Börsungum fer í sögubækurnar en eftir 3-0 tap á Nývangi þá unnu Liverpool ótrúlegan 4-0 sigur á heimavelli þökk sé sigurmarki Divock Origi á 79. mínútu eftir snögga hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. Liverpool kemst hins vegar ekki í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð eftir tapið í gær.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 23:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 23:46 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 23:07
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 23:46