Tesla var stofnað árið 2003 af Martin Eberhard og Marc Tarpenning í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Það tók fyrirtækið því 17 ár að ná milljón bíla markinu. Elon Musk gekk til liðs við fyrirtækið árið 2004.
Tesla hefur nýlega hafði afhendingar á fyrstu bílunum til Íslendinga og mikil spenna ríkir meðal margra sem bíða bílanna sinna. Formlegar sölutölur verða ekki gefnar upp samkvæmt þeim svörum sem blaðamaður fékk þegar hann fór þess á leit við Tesla. Þær verða gerðar aðgengilegar um næstu mánaðamót eins og venja er.
Congratulations Tesla team on making our 1,000,000th car!! pic.twitter.com/5M99a9LLQi
— Elon Musk (@elonmusk) March 10, 2020
Tesla vinnur nú að smíði annarrar kynslóðar af Roadster sportbílnum sem og Cybertruck jeppanum.
Á síðasta ári hófst bygging þriðju Gígaverskmiðju Tesla í Kína. Sú fjórða verður svo byggð rétt utan við Berlín í Þýskalandi. Það má því vænta þess að smíði næstu milljón bíla muni taka skemmri tíma en smíði fyrstu milljón bílanna.