Fótbolti

Kolbeinn og Arnór spiluðu í sigrum sinna liða

Ísak Hallmundarson skrifar
Kolbeinn lagði upp mark í dag.
Kolbeinn lagði upp mark í dag. getty/Michael Campanella

Íslendingarnir Kolbeinn Sigþórsson og Arnór Ingvi Traustason voru í eldlínunni í Svíþjóð í dag.

Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður á 59. mínútu fyrir Malmö þegar liðið vann 2-1 sigur á Falkenbergs. Malmö jók forskot sitt á toppnum í sjö stig með sigrinum og er liðið nú með 38 stig eftir sautján leiki.

Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK sem vann Helsingborg 2-0 og lagði upp fyrsta mark AIK fyrir Sebastian Larsson á 19. mínútu. AIK bætti við öðru marki á 33. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð. Kolbeini var svo skipt af velli á 69. mínútu.

AIK er eftir sigurinn í 12. sæti með sautján stig en Helsingborg er í neðsta sætinu með þrettán stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×