Hetja Bæjara vinnur titil á níu leikja fresti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 11:30 Kingsley Coman fagnar sigurmarkinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. EPA-EFE/JOSE SENA GOULAO Kingsley Coman var hetjan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár en hann skoraði eina mark leiksins í gærkvöldi í 1-0 sigri Bayern München á Paris Saint Germain. Coman var einnig kosin maður leiksins. Það bjuggust kannski flestir við því að stórstjörnurnar Robert Lewandowski, Kylian Mbappe eða Neymar myndu gera út um leikinn en þess í stað var það 24 ára Frakki með afar merkilega ferilskrá. Kingsley Coman varð í gær sá næstyngsti, á eftir Lionel Messi, til að vera kosinn besti leikmaður úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Messi var einu ári yngri. At 24 years and 71 days old, Kingsley Coman is the second-youngest player to be named Man of the Match in a Champions League final since the year 2000.Only a 23-year-old Lionel Messi in 2011 can beat him. #UCLFinal pic.twitter.com/6SDxOLO5G8— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020 Það var líka kaldhæðni örlaganna að það skyldi vera maðurinn frá París sem kom í veg fyrir að París eignast Meistaradeildarmeistara í fyrsta sinn. Paris Saint Germain hefur aldrei unnið Meistaradeildina en Kingsley Coman fæddist í París 1996 og var í áratug hjá félaginu. „Þetta er stórkostleg tilfinning. Ég finn til mikillar gleði en ég er líka smá leiður fyrir hönd Parísar. Ég finn aðeins til með þeim þó að ég sé hundrað prósent Bayern maður,“ sagði Kingsley Coman eftir leikinn. Not bad for a 24-year-old! pic.twitter.com/m8UdWnD5Jk— FootballFunnys (@FootballFunnnys) August 24, 2020 Kingsley Coman var í unglingaliði PSG frá 2004 til 2013 og hélt með Paris Saint Germain þegar hann var strákur. „Kannski komst hann loksins út úr skugga þeirra Franck Ribery og Arjen Robben. Kingsley hefur ótrúlega hæfileika og sýndi í kvöld að hann getur líka skorað mörk,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Bayern, sem setti Kingsley Coman inn í liðið fyrir úrslitaleikinn. Kingsley Coman hefur þrátt fyrir ungan aldur átt ótrúlega sigursælan feril. Hann varð tvisvar franskur meistari sem kornungur leikmaður PSG, kom inn á sem varamaður í einum leik bæði 2012-13 og 2013-14 tímabilin. Coman hefur síðan getað kallað sig meistara síðan. Kingsley Coman has now won 20 major trophies, he's just turned 24 years old. He wins a trophy on average every 9 matches. pic.twitter.com/e3QAKcNJqp— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Kingsley Coman hefur verið landsmeistari á öllum sínum níu tímabilum í meistaraflokki. Hann fór frá París til Juventus þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og eini sinni bikarmeistari. Coman kom síðan til Bayern München árið 2015 en hann var fyrst lánaður í tvö tímabil. Hann hefur orðið þýskur meistari fimm ár í röð, unnið tvennuna þrisvar og nú þrennuna í fyrsta sinn. Kingsley Coman hefur nú þegar unnið tuttugu stóra titla á ferlinum og til þess á ferlinum hefur hann unnið titil á níu leikja fresti sem er ótrúleg tölfræði. 24-year-old Kingsley Coman has won three trophies in a single season for the second time in his career:2013-14: with PSG 2019-20: with BayernAll he does is win. pic.twitter.com/3dqFvshnzo— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Kingsley Coman var hetjan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár en hann skoraði eina mark leiksins í gærkvöldi í 1-0 sigri Bayern München á Paris Saint Germain. Coman var einnig kosin maður leiksins. Það bjuggust kannski flestir við því að stórstjörnurnar Robert Lewandowski, Kylian Mbappe eða Neymar myndu gera út um leikinn en þess í stað var það 24 ára Frakki með afar merkilega ferilskrá. Kingsley Coman varð í gær sá næstyngsti, á eftir Lionel Messi, til að vera kosinn besti leikmaður úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Messi var einu ári yngri. At 24 years and 71 days old, Kingsley Coman is the second-youngest player to be named Man of the Match in a Champions League final since the year 2000.Only a 23-year-old Lionel Messi in 2011 can beat him. #UCLFinal pic.twitter.com/6SDxOLO5G8— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020 Það var líka kaldhæðni örlaganna að það skyldi vera maðurinn frá París sem kom í veg fyrir að París eignast Meistaradeildarmeistara í fyrsta sinn. Paris Saint Germain hefur aldrei unnið Meistaradeildina en Kingsley Coman fæddist í París 1996 og var í áratug hjá félaginu. „Þetta er stórkostleg tilfinning. Ég finn til mikillar gleði en ég er líka smá leiður fyrir hönd Parísar. Ég finn aðeins til með þeim þó að ég sé hundrað prósent Bayern maður,“ sagði Kingsley Coman eftir leikinn. Not bad for a 24-year-old! pic.twitter.com/m8UdWnD5Jk— FootballFunnys (@FootballFunnnys) August 24, 2020 Kingsley Coman var í unglingaliði PSG frá 2004 til 2013 og hélt með Paris Saint Germain þegar hann var strákur. „Kannski komst hann loksins út úr skugga þeirra Franck Ribery og Arjen Robben. Kingsley hefur ótrúlega hæfileika og sýndi í kvöld að hann getur líka skorað mörk,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Bayern, sem setti Kingsley Coman inn í liðið fyrir úrslitaleikinn. Kingsley Coman hefur þrátt fyrir ungan aldur átt ótrúlega sigursælan feril. Hann varð tvisvar franskur meistari sem kornungur leikmaður PSG, kom inn á sem varamaður í einum leik bæði 2012-13 og 2013-14 tímabilin. Coman hefur síðan getað kallað sig meistara síðan. Kingsley Coman has now won 20 major trophies, he's just turned 24 years old. He wins a trophy on average every 9 matches. pic.twitter.com/e3QAKcNJqp— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Kingsley Coman hefur verið landsmeistari á öllum sínum níu tímabilum í meistaraflokki. Hann fór frá París til Juventus þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og eini sinni bikarmeistari. Coman kom síðan til Bayern München árið 2015 en hann var fyrst lánaður í tvö tímabil. Hann hefur orðið þýskur meistari fimm ár í röð, unnið tvennuna þrisvar og nú þrennuna í fyrsta sinn. Kingsley Coman hefur nú þegar unnið tuttugu stóra titla á ferlinum og til þess á ferlinum hefur hann unnið titil á níu leikja fresti sem er ótrúleg tölfræði. 24-year-old Kingsley Coman has won three trophies in a single season for the second time in his career:2013-14: with PSG 2019-20: with BayernAll he does is win. pic.twitter.com/3dqFvshnzo— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira