Alls voru 1165 fólks- og sendibílar nýskráðir í liðnum marsmánuði. Það er rúmum 5,3% minna en í sama mánuði í fyrra. Samtals hafa verið nýskráðir 2784 fólks- og sendibílar frá áramótum og til loka mars. Það er samdráttur um 327 bíla eða 10,2%.

Sé litið til meginmarkaðanna þriggja, það er einstaklingsmarkaðar, fyrirtækjamarkaðar og bílaleigumarkaðar, hefur hlutdeild einstaklinga í nýskráningum fólks- og sendibíla vaxið um 23,9% það sem af er árinu. Alls hafa einstaklingar keypt 1.524 nýja fólks- og sendibíla á árinu samanborið við 1.230 á sama tímabili 2019. Fyrirtæki landsins hafa keypt 659 nýja fólks-og sendibíla á árinu. Bílaleigurnar hafa sem áður segir nýskráð 601 fólks- og sendibíl á árinu.
Mikið af nýskráðum Tesla bifreiðum kann að skýra ágæta skráningu í mars þrátt fyrir samkomubann sem ríkti megnið af mánuðinum og harðnandi efnahagsástand sem hefur fylgt COVID-19.