Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 08:00 Harry Maguire gæti misst fyrirliðabandið hjá Manchester United og sætið í enska landsliðinu. Getty/Alex Gottschalk Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. Ein af stóru spurningunum er hvort að Gareth Southgate ákveði að velja Harry Maguire í hópinn sinn eða ekki. Það er ekki spurning um hæfileika Harry Maguire enda einn allra besti miðvörður enska landsliðsins. Gareth Southgate faces a dilemma over whether to call up Harry Maguire for England's upcoming Nations League games. https://t.co/UmnvUiNg5v#bbcfootball pic.twitter.com/EYogjok8Ea— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2020 Vandamálið eru aftur á mót vandræði Harry Maguire í sumarfríinu í Grikklandi þar sem hann endaði á bak við lás og slá eftir handalögmál við gríska lögreglumenn. Gareth Southgate ætlar að velja sinn sterkasta hóp fyrir þennan langþráða landsleik enda hafa allir A-landsleikir sem áttu á vera á árinu 2020 fallið niður vegna kórónuveirufaraldursins. Englendingar ætluðu að spila tvo æfingalandsleiki í mars, tvo í byrjun júní og taka svo þátt í Evrópukeppninni en ekkert varð af þessum leikjum. Það er því langt síðan enska landsliðið kom síðast saman sem var fyrir leiki í nóvember 2019. There should be no rush to judgement but Maguire has put Ole Gunnar Solskjaer and Gareth Southgate in a difficult position https://t.co/CT7Ih4p7tJ— The Telegraph (@Telegraph) August 22, 2020 Heimildir Sky Sports eru að Gareth Southgate sé að fylgjast með gangi mála hjá Harry Maguire á eyjunni Mykonos í Grikklandi. Harry Maguire hefur lýst yfir sakleysi sínu en hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum löndum sínum eftir átök við lögregluna fyrir utan bar. Gareth Southgate hefur tekið hart á agamálum landsliðsmanna og henti Raheem Sterling meðal annars út úr landsliðinu eftir deilur við Joe Gomez. Það má líka búast við hálfgerðum fjölmiðlasirkus á Íslandi verði Harry Maguire með í hópnum enda hafa slúðurblöðin mikinn áhuga á vandræðum hans í Grikklandi. Enska landsliðið ætlar að vera lengur á Íslandi en í fyrstu var búist við og því enn meiri ástæða fyrir ensku blöðin að senda sitt fólk hingað til lands. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. Ein af stóru spurningunum er hvort að Gareth Southgate ákveði að velja Harry Maguire í hópinn sinn eða ekki. Það er ekki spurning um hæfileika Harry Maguire enda einn allra besti miðvörður enska landsliðsins. Gareth Southgate faces a dilemma over whether to call up Harry Maguire for England's upcoming Nations League games. https://t.co/UmnvUiNg5v#bbcfootball pic.twitter.com/EYogjok8Ea— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2020 Vandamálið eru aftur á mót vandræði Harry Maguire í sumarfríinu í Grikklandi þar sem hann endaði á bak við lás og slá eftir handalögmál við gríska lögreglumenn. Gareth Southgate ætlar að velja sinn sterkasta hóp fyrir þennan langþráða landsleik enda hafa allir A-landsleikir sem áttu á vera á árinu 2020 fallið niður vegna kórónuveirufaraldursins. Englendingar ætluðu að spila tvo æfingalandsleiki í mars, tvo í byrjun júní og taka svo þátt í Evrópukeppninni en ekkert varð af þessum leikjum. Það er því langt síðan enska landsliðið kom síðast saman sem var fyrir leiki í nóvember 2019. There should be no rush to judgement but Maguire has put Ole Gunnar Solskjaer and Gareth Southgate in a difficult position https://t.co/CT7Ih4p7tJ— The Telegraph (@Telegraph) August 22, 2020 Heimildir Sky Sports eru að Gareth Southgate sé að fylgjast með gangi mála hjá Harry Maguire á eyjunni Mykonos í Grikklandi. Harry Maguire hefur lýst yfir sakleysi sínu en hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum löndum sínum eftir átök við lögregluna fyrir utan bar. Gareth Southgate hefur tekið hart á agamálum landsliðsmanna og henti Raheem Sterling meðal annars út úr landsliðinu eftir deilur við Joe Gomez. Það má líka búast við hálfgerðum fjölmiðlasirkus á Íslandi verði Harry Maguire með í hópnum enda hafa slúðurblöðin mikinn áhuga á vandræðum hans í Grikklandi. Enska landsliðið ætlar að vera lengur á Íslandi en í fyrstu var búist við og því enn meiri ástæða fyrir ensku blöðin að senda sitt fólk hingað til lands.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira