Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 08:00 Harry Maguire gæti misst fyrirliðabandið hjá Manchester United og sætið í enska landsliðinu. Getty/Alex Gottschalk Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. Ein af stóru spurningunum er hvort að Gareth Southgate ákveði að velja Harry Maguire í hópinn sinn eða ekki. Það er ekki spurning um hæfileika Harry Maguire enda einn allra besti miðvörður enska landsliðsins. Gareth Southgate faces a dilemma over whether to call up Harry Maguire for England's upcoming Nations League games. https://t.co/UmnvUiNg5v#bbcfootball pic.twitter.com/EYogjok8Ea— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2020 Vandamálið eru aftur á mót vandræði Harry Maguire í sumarfríinu í Grikklandi þar sem hann endaði á bak við lás og slá eftir handalögmál við gríska lögreglumenn. Gareth Southgate ætlar að velja sinn sterkasta hóp fyrir þennan langþráða landsleik enda hafa allir A-landsleikir sem áttu á vera á árinu 2020 fallið niður vegna kórónuveirufaraldursins. Englendingar ætluðu að spila tvo æfingalandsleiki í mars, tvo í byrjun júní og taka svo þátt í Evrópukeppninni en ekkert varð af þessum leikjum. Það er því langt síðan enska landsliðið kom síðast saman sem var fyrir leiki í nóvember 2019. There should be no rush to judgement but Maguire has put Ole Gunnar Solskjaer and Gareth Southgate in a difficult position https://t.co/CT7Ih4p7tJ— The Telegraph (@Telegraph) August 22, 2020 Heimildir Sky Sports eru að Gareth Southgate sé að fylgjast með gangi mála hjá Harry Maguire á eyjunni Mykonos í Grikklandi. Harry Maguire hefur lýst yfir sakleysi sínu en hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum löndum sínum eftir átök við lögregluna fyrir utan bar. Gareth Southgate hefur tekið hart á agamálum landsliðsmanna og henti Raheem Sterling meðal annars út úr landsliðinu eftir deilur við Joe Gomez. Það má líka búast við hálfgerðum fjölmiðlasirkus á Íslandi verði Harry Maguire með í hópnum enda hafa slúðurblöðin mikinn áhuga á vandræðum hans í Grikklandi. Enska landsliðið ætlar að vera lengur á Íslandi en í fyrstu var búist við og því enn meiri ástæða fyrir ensku blöðin að senda sitt fólk hingað til lands. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. Ein af stóru spurningunum er hvort að Gareth Southgate ákveði að velja Harry Maguire í hópinn sinn eða ekki. Það er ekki spurning um hæfileika Harry Maguire enda einn allra besti miðvörður enska landsliðsins. Gareth Southgate faces a dilemma over whether to call up Harry Maguire for England's upcoming Nations League games. https://t.co/UmnvUiNg5v#bbcfootball pic.twitter.com/EYogjok8Ea— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2020 Vandamálið eru aftur á mót vandræði Harry Maguire í sumarfríinu í Grikklandi þar sem hann endaði á bak við lás og slá eftir handalögmál við gríska lögreglumenn. Gareth Southgate ætlar að velja sinn sterkasta hóp fyrir þennan langþráða landsleik enda hafa allir A-landsleikir sem áttu á vera á árinu 2020 fallið niður vegna kórónuveirufaraldursins. Englendingar ætluðu að spila tvo æfingalandsleiki í mars, tvo í byrjun júní og taka svo þátt í Evrópukeppninni en ekkert varð af þessum leikjum. Það er því langt síðan enska landsliðið kom síðast saman sem var fyrir leiki í nóvember 2019. There should be no rush to judgement but Maguire has put Ole Gunnar Solskjaer and Gareth Southgate in a difficult position https://t.co/CT7Ih4p7tJ— The Telegraph (@Telegraph) August 22, 2020 Heimildir Sky Sports eru að Gareth Southgate sé að fylgjast með gangi mála hjá Harry Maguire á eyjunni Mykonos í Grikklandi. Harry Maguire hefur lýst yfir sakleysi sínu en hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum löndum sínum eftir átök við lögregluna fyrir utan bar. Gareth Southgate hefur tekið hart á agamálum landsliðsmanna og henti Raheem Sterling meðal annars út úr landsliðinu eftir deilur við Joe Gomez. Það má líka búast við hálfgerðum fjölmiðlasirkus á Íslandi verði Harry Maguire með í hópnum enda hafa slúðurblöðin mikinn áhuga á vandræðum hans í Grikklandi. Enska landsliðið ætlar að vera lengur á Íslandi en í fyrstu var búist við og því enn meiri ástæða fyrir ensku blöðin að senda sitt fólk hingað til lands.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira