Veiðilíf Flugubúllunar komið út Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2020 11:00 Veiðilíf Flugubúllunar er komið út Mynd: Flugubúllan Flugubúllan sem er ein nýjasta verslunin í flóru veiðibúða var að gefa út bækling þar sem vörur þeirra eru kynntar í bland við skemmtilegar veiðigreinar. Veiðilíf 2020 kom út 1. apríl síðastliðinn, en Veiðilíf 2020 er vöru- og upplýsingabæklingur Flugubúllunnar fyrir árið 2020 og hafa starfsmenn Flugubúllunnar verið sveittir við senda viðskiptavinum eintök um land allt. Það er langur vetur að baki og án efa margir farnir að setja sig í gírinn að hefja skemmtilegt veiðitímabil. Það hefur verið kalt veður í kortunum í upphafi þessa tímabils, en ört víkur kaldur veturinn og við tekur fallegt sumar eins og þau gerast best á Íslandi. Efnisinnihald og umgjörð Veiðilífs er einstaklega vandað, en þar er að finna upplýsingar um flestar vörur sem verða í boði hjá Flugubúllunni árið 2020. En einnig eru þarna ýmsar smágreinar s.s. veiði í Alaska, veiði í Mexíkó, Árni Kristinn segir frá hvernig hann nælir í stóru urriðana á Þingvöllum, og fleira. Öll hönnun og umbrot þessa vandaða bæklings er í höndum starfsmanna Flugubúllunnar sjálfra og eru notaðar margar skemmtilegar myndir úr Íslanskri náttúru og frá íslenskum veiðimönnum og konum. Veiðilíf 2020 er frítt og sendir Flugubúllan öllum sem óska eftir eintak hvert á land sem er. Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði
Flugubúllan sem er ein nýjasta verslunin í flóru veiðibúða var að gefa út bækling þar sem vörur þeirra eru kynntar í bland við skemmtilegar veiðigreinar. Veiðilíf 2020 kom út 1. apríl síðastliðinn, en Veiðilíf 2020 er vöru- og upplýsingabæklingur Flugubúllunnar fyrir árið 2020 og hafa starfsmenn Flugubúllunnar verið sveittir við senda viðskiptavinum eintök um land allt. Það er langur vetur að baki og án efa margir farnir að setja sig í gírinn að hefja skemmtilegt veiðitímabil. Það hefur verið kalt veður í kortunum í upphafi þessa tímabils, en ört víkur kaldur veturinn og við tekur fallegt sumar eins og þau gerast best á Íslandi. Efnisinnihald og umgjörð Veiðilífs er einstaklega vandað, en þar er að finna upplýsingar um flestar vörur sem verða í boði hjá Flugubúllunni árið 2020. En einnig eru þarna ýmsar smágreinar s.s. veiði í Alaska, veiði í Mexíkó, Árni Kristinn segir frá hvernig hann nælir í stóru urriðana á Þingvöllum, og fleira. Öll hönnun og umbrot þessa vandaða bæklings er í höndum starfsmanna Flugubúllunnar sjálfra og eru notaðar margar skemmtilegar myndir úr Íslanskri náttúru og frá íslenskum veiðimönnum og konum. Veiðilíf 2020 er frítt og sendir Flugubúllan öllum sem óska eftir eintak hvert á land sem er.
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði