Nýtt tímabil byrjaði ekki alltof vel fyrir Virgil van Dijk í gær þegar hann þurfti að fara blóðugur af velli í seinni hálfleik.
Virgil van Dijk fékk skurð á andlitið í 2-2 jafnteflisleik á móti Salzburg og fór blóðugur af velli á 55. mínútu. Liverpool lenti 2-0 undir snemma leiks en Rhian Brewster skoraði tvisvar í seinni hálfleik.
Það er ekki algengt að sjá Virgil van Dijk yfirgefa völlinn hjá Liverpool eins og sést vel á tölfræði síðasta tímabils. Sem betur fer lítur út fyrir að þetta hafi bara verið skurður en að hann hafi sloppið með önnur meiðsli á andlitinu
Jürgen Klopp has confirmed that @VirgilvDijk is not expected to suffer any lasting effects after coming off against @RedBullSalzburg.
— Liverpool FC (@LFC) August 25, 2020
Virgil van Dijk spilaði allar 3420 mínúturnar sem voru í boði í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og Jürgen Klopp tók hann aldrei af velli í 50 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni.
Stuðningsmenn Liverpool höfðu því smá áhyggjur að sjá miðvörðinn öfluga fara blóðugan af velli.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hafði þó ekki miklar áhyggjur af meiðslunum eftir leik.
„Virg lítur út fyrir hafa verið á fá sér lokk og sé nú með plástur yfir honum. Þetta ætti að vera og er ekkert vandamál,“ sagði Jürgen Klopp við heimasíðu Liverpool eftir leikinn.
„Þetta er ekki flott akkúrat núna en þetta verður ekkert til að hafa áhyggjur af,“ sagði Klopp.