Bein útsending: Rökstyðja óbreytta stýrivexti Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 09:47 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. sí Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinn um að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni. Á fundinum mun nefndin jafnframt kynna efni Peningamála, sem kom út í dag samhliða ákvörðuninni. Þar segir meðal annars að útlit sé fyrir að landsframleiðslan hafi dregist saman um tæplega 11 prósent milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Það sé þó minni samdráttur en spáð var í maí og vegi þar þyngst að neysluútgjöld heimila gáfu ekki eins mikið eftir og þá var óttast. „Þótt horfur fyrir seinni hluta ársins séu heldur lakari en spáð var í maí er talið að landsframleiðslan dragist saman um 7,1 prósent á árinu öllu í stað 8 prósent samdráttar sem gert var ráð fyrir í maí,“ segir í Peningamálum. Þar er þess jafnframt getið að atvinnuleysi muni að líkindum aukast eftir því sem líður á árið. Peningastefnunefnd áætlar þannig að það geti orðið um 10 prósent í lok árs. Ekki sé útlit fyrir að landsframleiðslan verði orðin sú sama og í lok síðasta árs fyrr en seint á árinu 2023. „Horfur eru hins vegar afar óvissar og munu ekki síst ráðast af framvindunni í baráttunni við farsóttina en í spá bankans er gert ráð fyrir að ekki verði verulegt bakslag í þróun farsóttarinnar þótt ekki sé útilokað að tímabundin og afmörkuð dæmi aukinna smita komi reglulega upp.“ Hvað verðbólgu varðar telur Peningastefnunefndin að hún verði í kringum þrjú prósent að meðaltali það sem eftir lifir árs. Hún verði kominn í um tvö prósent á síðari hluta árs sökum slaka í þjóðarbúinu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu. „Þetta er meiri verðbólga á fyrri hluta spátímans en spáð var í maí enda upphafsstaðan lakari og slakinn minni nú en áður var talið.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinn um að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni. Á fundinum mun nefndin jafnframt kynna efni Peningamála, sem kom út í dag samhliða ákvörðuninni. Þar segir meðal annars að útlit sé fyrir að landsframleiðslan hafi dregist saman um tæplega 11 prósent milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Það sé þó minni samdráttur en spáð var í maí og vegi þar þyngst að neysluútgjöld heimila gáfu ekki eins mikið eftir og þá var óttast. „Þótt horfur fyrir seinni hluta ársins séu heldur lakari en spáð var í maí er talið að landsframleiðslan dragist saman um 7,1 prósent á árinu öllu í stað 8 prósent samdráttar sem gert var ráð fyrir í maí,“ segir í Peningamálum. Þar er þess jafnframt getið að atvinnuleysi muni að líkindum aukast eftir því sem líður á árið. Peningastefnunefnd áætlar þannig að það geti orðið um 10 prósent í lok árs. Ekki sé útlit fyrir að landsframleiðslan verði orðin sú sama og í lok síðasta árs fyrr en seint á árinu 2023. „Horfur eru hins vegar afar óvissar og munu ekki síst ráðast af framvindunni í baráttunni við farsóttina en í spá bankans er gert ráð fyrir að ekki verði verulegt bakslag í þróun farsóttarinnar þótt ekki sé útilokað að tímabundin og afmörkuð dæmi aukinna smita komi reglulega upp.“ Hvað verðbólgu varðar telur Peningastefnunefndin að hún verði í kringum þrjú prósent að meðaltali það sem eftir lifir árs. Hún verði kominn í um tvö prósent á síðari hluta árs sökum slaka í þjóðarbúinu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu. „Þetta er meiri verðbólga á fyrri hluta spátímans en spáð var í maí enda upphafsstaðan lakari og slakinn minni nú en áður var talið.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira