Fjárfestadagur Startup SuperNova í beinni útsendingu á Vísi Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 10:00 Lyuba Kharitonova, einn þátttakenda Startup SuperNova 2020. Aðsend mynd Á morgun föstudag verður bein útsending á Vísi þar sem tíu sprotafyrirtæki sem taka þátt í fjárfestadegi viðskiptahraðals Startup SuperNova kynna viðskiptahugmyndir sínar. Þetta er í fyrsta sinn sem fjárfestiviðburður sem þessi er sýndur beint á netinu en útsendingin hefst klukkan 13. Fjárfestadagurinn hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti viðburður ársins í sprotaumhverfinu en hann hefur fram til þessa eingöngu verið opinn boðsgestum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunar opnar viðburðinn. Sigurlína Ingvarsdóttir, einn fremsti leiðtogi í leikjaiðnaði á heimsvísu, heldur erindi en Sigurlína hefur m.a. stýrt framleiðslu á FIFA og Star WARS Battlefront. Fundarstjóri er Bergur Ebbi Benediktsson. „Við viljum grípa tækifærið og gera nýsköpun hærra undir höfði. Okkar draumur er sá að viðburðurinn muni kveikja neista í hjörtum næstu kynslóðar frumkvöðla og hjá þeim fjölmörgu sérfræðingum sem misst hafa vinnuna í kjölfar kórónaveirufaraldursins og standa nú á tímamótum,“ er haft eftir Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóra Icelandic Startups í tilkynningu. Sprotafyrirtækin tíu voru valin úr hópi 120 umsókna en við val þeirra var sérstaklega horft til viðskiptahugmynda sem ætluð eru á alþjóðamarkað. Fyrirtækin hljóta fjárstyrk að upphæð ein milljón króna auk þess að fá fullbúna vinnuaðstöðu í hugmyndahúsinu Grósku í Vísindagörðum, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum auk stuðnings við að koma viðskiptahugmynd sinni á framfæri og efla tengslanetið. Þannig hafa hátt í hundrað manns komið að verkefninu í sumar, margir hverjir árangursríkir frumkvöðlar. Startup SuperNova er flaggskip Icelandic Startups sem hefur undanfarna tvo áratugi hjálpað frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á borð við Meniga, Genki Instruments, Pay Analytics, Key Natura, Taktikal, Kaptio og Controlant með góðum árangri. Markmið þeirra fyrirtækja sem kynna munu viðskiptatækifæri sín eru meðal annars að auka skilvirkni við gagnagreiningu, fækka spítalasýkingum og draga úr óskilvirkni á vinnustöðum. Nánari upplýsingar um fyrirtækin sem kynna munu starfsemi sína má finna á vefsíðu Startup SuperNova. Nýsköpun Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Á morgun föstudag verður bein útsending á Vísi þar sem tíu sprotafyrirtæki sem taka þátt í fjárfestadegi viðskiptahraðals Startup SuperNova kynna viðskiptahugmyndir sínar. Þetta er í fyrsta sinn sem fjárfestiviðburður sem þessi er sýndur beint á netinu en útsendingin hefst klukkan 13. Fjárfestadagurinn hefur fest sig í sessi sem einn vinsælasti viðburður ársins í sprotaumhverfinu en hann hefur fram til þessa eingöngu verið opinn boðsgestum. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunar opnar viðburðinn. Sigurlína Ingvarsdóttir, einn fremsti leiðtogi í leikjaiðnaði á heimsvísu, heldur erindi en Sigurlína hefur m.a. stýrt framleiðslu á FIFA og Star WARS Battlefront. Fundarstjóri er Bergur Ebbi Benediktsson. „Við viljum grípa tækifærið og gera nýsköpun hærra undir höfði. Okkar draumur er sá að viðburðurinn muni kveikja neista í hjörtum næstu kynslóðar frumkvöðla og hjá þeim fjölmörgu sérfræðingum sem misst hafa vinnuna í kjölfar kórónaveirufaraldursins og standa nú á tímamótum,“ er haft eftir Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóra Icelandic Startups í tilkynningu. Sprotafyrirtækin tíu voru valin úr hópi 120 umsókna en við val þeirra var sérstaklega horft til viðskiptahugmynda sem ætluð eru á alþjóðamarkað. Fyrirtækin hljóta fjárstyrk að upphæð ein milljón króna auk þess að fá fullbúna vinnuaðstöðu í hugmyndahúsinu Grósku í Vísindagörðum, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum auk stuðnings við að koma viðskiptahugmynd sinni á framfæri og efla tengslanetið. Þannig hafa hátt í hundrað manns komið að verkefninu í sumar, margir hverjir árangursríkir frumkvöðlar. Startup SuperNova er flaggskip Icelandic Startups sem hefur undanfarna tvo áratugi hjálpað frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á borð við Meniga, Genki Instruments, Pay Analytics, Key Natura, Taktikal, Kaptio og Controlant með góðum árangri. Markmið þeirra fyrirtækja sem kynna munu viðskiptatækifæri sín eru meðal annars að auka skilvirkni við gagnagreiningu, fækka spítalasýkingum og draga úr óskilvirkni á vinnustöðum. Nánari upplýsingar um fyrirtækin sem kynna munu starfsemi sína má finna á vefsíðu Startup SuperNova.
Nýsköpun Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira