Frábær byrjun í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2020 08:14 Þær eru fallegar bleikjurnar úr Hlíðarvatni við Selvog. Mynd: María Petrína Ingólfsdóttir Eitt af vinsælustu silungsvötnum á suðvesturhorni landsins er Hlíðarvatn en fyrsti veiðidagurinn í vatninu var í gær 1. maí. Það var heldur hvasst framan af degi við vatnið og aðstæður heldur erfiðar en samkvæmt okkar heimildum kviknaði heldur betur í tökunni þegar það fór að lægja þegar leið á daginn. Það var töluvert af uppítöku og bleikjan að taka. Flestar bleikjurnar komu á Krókinn og Taylor sem eru líklega einhverjar bestu flugur til að nota snemmsumars í bleikju enda líkja þær vel eftir því æti sem fiskurinn er að taka á þessum árstíma. Bleikjurnar sem voru að veiðast í gær voru mest á bilinu 40-50 sm eða tveggja til þriggja punda en vel haldnar. Heildarveiðin úr vatninu í gær náði hátt í 100 bleikjur sem verður að teljast fín veiði miðað við að stærstan part af deginum var illa veiðanlegt vegna veðurs. Besti tíminn í vatninu er framundan svo það verður spennandi að fylgjast með veiðitölum þar á næstunni. Stangveiði Mest lesið Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Rigningar næstu daga kæta laxveiðimenn Veiði Laxinn mættur í Ytri-Rangá? Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiði Laxar og hnúðlaxar í Ásgarði Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði
Eitt af vinsælustu silungsvötnum á suðvesturhorni landsins er Hlíðarvatn en fyrsti veiðidagurinn í vatninu var í gær 1. maí. Það var heldur hvasst framan af degi við vatnið og aðstæður heldur erfiðar en samkvæmt okkar heimildum kviknaði heldur betur í tökunni þegar það fór að lægja þegar leið á daginn. Það var töluvert af uppítöku og bleikjan að taka. Flestar bleikjurnar komu á Krókinn og Taylor sem eru líklega einhverjar bestu flugur til að nota snemmsumars í bleikju enda líkja þær vel eftir því æti sem fiskurinn er að taka á þessum árstíma. Bleikjurnar sem voru að veiðast í gær voru mest á bilinu 40-50 sm eða tveggja til þriggja punda en vel haldnar. Heildarveiðin úr vatninu í gær náði hátt í 100 bleikjur sem verður að teljast fín veiði miðað við að stærstan part af deginum var illa veiðanlegt vegna veðurs. Besti tíminn í vatninu er framundan svo það verður spennandi að fylgjast með veiðitölum þar á næstunni.
Stangveiði Mest lesið Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Rigningar næstu daga kæta laxveiðimenn Veiði Laxinn mættur í Ytri-Rangá? Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiði Laxar og hnúðlaxar í Ásgarði Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði