Mikið líf við Elliðavatn Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2020 07:54 58 sm urriði úr Elliðavatni. Mynd: Valdimar Hilmarsson Elliðavatn byrjar yfirleitt að fara vel í gang upp úr miðjum maí og það er auðvelt að sjá hvenær fiskurinn fer að taka vel. Undirritaður hefur veitt í Elliðavatni frá barnsaldri og þeir sem ég lærði af við vatnið sögðu alltaf að fiskurinn byrjaði að taka þegar toppflugan fer að klekjast út. Síðustu daga hefur nákvæmlega þetta verið að gerast og vakirnar á vatninu verða sífellt fleiri og veiðin helst í hendur við það. Á þessum árstíma er langsamlega mest að veiðast af urriða sem hefur fjölgað sér mikið í vatninu og síðustu daga hefur veiðin verið virkilega fín. Það eru sífellt fleiri að ná góðum tökum á vatninu og það sést líklega best á veiðimyndum sem veiðimenn eru duglegir að pósta á samfélagsmiðlum. Við höfum líka frétt beint frá nokkrum sem hafa sent Veiðivísi línu þar sem gert er grein fyrir góðum aflabrögðum. Fiskurinn er farinn að taka flugur veiðimanna af nokkurri ákefð og það eru púpurnar sem hafa verið að gefa vel. Ef aðstæður við vatnið verða aftur á móti á þann veg að það lægir þá fer hann að taka þurrflugu vel líka. Mest er að veiðast af 1-2 punda urriða en inn á milli eru vænni fiskar eins og þessi 58 sm á meðfylgjandi mynd sem Valdimar Hilmarsson veiddi í fyrradag við vatnið. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði
Elliðavatn byrjar yfirleitt að fara vel í gang upp úr miðjum maí og það er auðvelt að sjá hvenær fiskurinn fer að taka vel. Undirritaður hefur veitt í Elliðavatni frá barnsaldri og þeir sem ég lærði af við vatnið sögðu alltaf að fiskurinn byrjaði að taka þegar toppflugan fer að klekjast út. Síðustu daga hefur nákvæmlega þetta verið að gerast og vakirnar á vatninu verða sífellt fleiri og veiðin helst í hendur við það. Á þessum árstíma er langsamlega mest að veiðast af urriða sem hefur fjölgað sér mikið í vatninu og síðustu daga hefur veiðin verið virkilega fín. Það eru sífellt fleiri að ná góðum tökum á vatninu og það sést líklega best á veiðimyndum sem veiðimenn eru duglegir að pósta á samfélagsmiðlum. Við höfum líka frétt beint frá nokkrum sem hafa sent Veiðivísi línu þar sem gert er grein fyrir góðum aflabrögðum. Fiskurinn er farinn að taka flugur veiðimanna af nokkurri ákefð og það eru púpurnar sem hafa verið að gefa vel. Ef aðstæður við vatnið verða aftur á móti á þann veg að það lægir þá fer hann að taka þurrflugu vel líka. Mest er að veiðast af 1-2 punda urriða en inn á milli eru vænni fiskar eins og þessi 58 sm á meðfylgjandi mynd sem Valdimar Hilmarsson veiddi í fyrradag við vatnið.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði