Fótbolti

Kolbeinn spilaði allan leikinn í tapi

Ísak Hallmundarson skrifar
Kolbeinn lék allan leikinn í tapi.
Kolbeinn lék allan leikinn í tapi. getty/Michael Campanella

Kolbeinn Sigþórsson spilaði allar 90 mínúturnar fyrir AIK í 0-1 tapi gegn Hacken í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 

Kolbeinn hefur undanfarnar vikur fest sig aftur í sessi sem byrjunarliðsmaður hjá AIK eftir að hafa verið út úr hóp um tíma.

Eina mark leiksins í dag skoraði Daleho Irandust á 56. mínútu fyrir Hacken. Hacken fer með sigrinum upp í annað sæti en AIK er í bullandi fallhættu í 13. sæti deildarinnar. Óskar Sverrisson er leikmaður Hacken en var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.

Bjarni Antonsson og félagar í Brage töpuðu einnig 0-1 í dag, þegar þeir spiluðu við Umea í næstefstu deild í Svíþjóð. Tapið var frekar óvænt, Brage er um miðja deild í 7. sæti en Umea í fallsæti og var þetta aðeins þriðji sigurleikur þeirra á tímabilinu. Í stöðunni 0-1 misstu Umea mann af velli á 65. mínútu og á 66. mínútu brenndi Leonard Pllana af vítaspyrnu fyrir Brage. Bjarni Antonsson spilaði allan leikinn fyrir Brage.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×