Bára um Söru: „Hún rís alltaf upp í mótlæti“ Anton Ingi Leifsson skrifar 31. ágúst 2020 23:00 Sara Björk fyrir leikinn í gær. vísir/getty Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sparkspekingur, segir að Evrópusigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær lýsi henni afar vel. Sara Björk varð í gær annar Íslendingurinn til þess að næla sér í gullverðlaun í Meistaradeild Evrópu en Eiður Smári Guðjohnsen varð Evrópumeistari með Barcelona tímabilið 2008/2009. Helena Ólafsdóttir, Bára og Margrét Lára Viðarsdóttir greindu leikinn niður í þaula eftir leikinn í gær og þær glöddust eðlilega með Hafnfirðingnum. „Þetta er hennar saga. Hún rís alltaf upp í mótlæti og alls staðar sem hún hefur fengið séns þá grípur hún hann,“ sagði Bára. „Hún kemur sextán ára inn í A-landsliðið. Hún hefur alltaf fest sig í sessi mjög fljótlega,“ bætti Margrét Lára við og hélt áfram. „Ég held að hún hafi verið einn eða tvo leiki á varamannabekknum hjá íslenska landsliðinu áður en hún vann sér sæti í byrjunarliðinu.“ Margrét Lára segir að þó að þetta sé frábært afrek sé Sara Björk einfaldlega þannig að hún muni finna sér ný og háleitari markmið eftir því sem dögunum líður. „Hún mun lifa vel og lengi með þessu. Maður veit þó hvernig hún virkar og hún vaknar eftir tvo til þrjá daga og fer að finna sér ný markmið. Hún er bara þannig. Finnur sér næstu áskorun og vill meira. Hún vill alltaf meira.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Söru Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn Sara Björk Gunnarsdóttir er best þegar mest á reynir. Þetta segir Margrét Lára Viðarsdóttir. 31. ágúst 2020 15:00 Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20. 31. ágúst 2020 14:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30 Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sparkspekingur, segir að Evrópusigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær lýsi henni afar vel. Sara Björk varð í gær annar Íslendingurinn til þess að næla sér í gullverðlaun í Meistaradeild Evrópu en Eiður Smári Guðjohnsen varð Evrópumeistari með Barcelona tímabilið 2008/2009. Helena Ólafsdóttir, Bára og Margrét Lára Viðarsdóttir greindu leikinn niður í þaula eftir leikinn í gær og þær glöddust eðlilega með Hafnfirðingnum. „Þetta er hennar saga. Hún rís alltaf upp í mótlæti og alls staðar sem hún hefur fengið séns þá grípur hún hann,“ sagði Bára. „Hún kemur sextán ára inn í A-landsliðið. Hún hefur alltaf fest sig í sessi mjög fljótlega,“ bætti Margrét Lára við og hélt áfram. „Ég held að hún hafi verið einn eða tvo leiki á varamannabekknum hjá íslenska landsliðinu áður en hún vann sér sæti í byrjunarliðinu.“ Margrét Lára segir að þó að þetta sé frábært afrek sé Sara Björk einfaldlega þannig að hún muni finna sér ný og háleitari markmið eftir því sem dögunum líður. „Hún mun lifa vel og lengi með þessu. Maður veit þó hvernig hún virkar og hún vaknar eftir tvo til þrjá daga og fer að finna sér ný markmið. Hún er bara þannig. Finnur sér næstu áskorun og vill meira. Hún vill alltaf meira.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Söru
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn Sara Björk Gunnarsdóttir er best þegar mest á reynir. Þetta segir Margrét Lára Viðarsdóttir. 31. ágúst 2020 15:00 Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20. 31. ágúst 2020 14:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30 Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sjá meira
Margrét Lára: Sara gaf líf og sál í leikinn Sara Björk Gunnarsdóttir er best þegar mest á reynir. Þetta segir Margrét Lára Viðarsdóttir. 31. ágúst 2020 15:00
Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20. 31. ágúst 2020 14:00
„Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30
Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg. 31. ágúst 2020 09:30
Forsætisráðherra sendi Söru hamingjuóskir: „Mögnuð íþróttakona og sannkallað afrek“ Forsætisráðherra Íslands var meðal þeirra fjölmörgu sem sendu Söru Björk Gunnarsdóttur hamingjuóskir eftir að hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna Meistaradeild Evrópu. 31. ágúst 2020 08:00