Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað.
Guðmundur Benediktsson, fjölmiðlamaður, greinir frá þessu í kvöld.
Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, og Daníel Hafsteinsson, miðjumaður FH, hafa þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa því kallað á þá Valgeir Lunddal Friðriksson úr Val og Valgeir Valgeirsson úr HK inn í hópinn.
HK-Valgeir er einungis sautján ára gamall en hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum í Pepsi Max deildinni.
Vals-Valgeir hefur brotist inn í Valsliðið í sumar og skorað þrjú mörk í tíu leikjum í Pepsi Max deildinni.
Ísland mætir Svíum á föstudaginn í Víkinni. Ísland er með níu stig eftir fimm leiki en Svíarnir með sex eftir fjóra leiki.
Valgeir Valgeirsson HK sömuleiðis kallaður inn.
— Gummi Ben (@GummiBen) August 31, 2020
Finnur Tómas & Daníel Hafsteins draga sig út vegna meiðsla.