María Birta hefur þurft að fara á spítala eftir leiksýningar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. september 2020 10:29 María Birta er búsett í Las Vegas en hefur undanfarnar vikur verið hér á landi. Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur búið undanfarin ár í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni. Sem stendur er hún búsett í Las Vegas og tekur þátt í sýningu þar í borg tíu sinnum í viku. María Birta var á sínum tíma verslunareigandi í Reykjavík og gekk reksturinn vel og þegar best var velti búðin tíu milljónum á mánuði. Hún átti tískufataverslunina Maníu. María er er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta meðal annars um nýjasta verkefnið og líkamlegu átökin eru ekkert grín. Hlutverkið stækkaði og stækkaði „Mér er sagt að ég sé nunna í þessu showi, svo fannst þeim allt í einu frábær hugmynd að allir myndu berja nunnuna og ég hef ekki tölu á því hvað ég hef verið kýld oft í andlitið og svo er brotin flaska á hausnum á mér í sýningunni og hlutverkið mitt stækkar alltaf og núna er ég í 70 mínútur af 100 mínútum á sviðinu,“ segir María. „Ég hef alveg þrisvar sinnum þurft að fara á spítala og farið í röntgenmyndatökur eftir sýningarnar og alls konar. Það er til dæmis brotinn stóll á bakinu á mér í hverri sýningu og af því að hver einasti stóll kostar talsverðan pening þá er hann límdur saman og það fer eftir því hversu mikið lím er notað hversu harður hann verður og líka hver er að brjóta hann á mér. Ég hef nokkrum sinnum farið úr lið á hendinni og verið með svarta marbletti á mjöðminni og fleira. Ég veit að þetta hljómar furðulega, en þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni.” Sýningin er nú í tímabundnu hléi vegna heimsfaraldursins, sem var vægast sagt sérstakur fyrir Maríu Birtu og Ella Egilsson, eiginmann hennar. „Ég og Elli tókum bara strax þá ákvörðun að við myndum ekki hitta neinn, þannig að frá 16. mars og alveg þangað til við komum til Íslands í ágúst hittum við eina stelpu. Annars vorum við bara saman í einangrun í 5 mánuði. Við fórum ekki út úr húsi í tvö mánuði, ekki einu sinni í labbitúr. Svo fórum við í fyrsta göngutúrinn í maí og Elli tekur krúttlega selfie af okkur og ég sé myndina og ég hugsaði: „hver er þetta?” af því að ég var búin að fitna svo mikið. Ég hef aldrei í mínu lífi fitnað en þarna var ég búin að fitna um 11 kíló á tveimur mánuðum af því að ég hreyfði mig ekki neitt. Ég var bara orðin eins og helíum blaðra.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta líka um menninguna í leiklistinni bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og hvað hefur breyst eftir metoo byltinguna. Metoo breytti miklu „Það hafa alveg verið moment á Íslandi þar sem mér leið ekki vel á setti. Fyrir mig breyttist andrúmsloftið mikið hérna heima í leiklistinni eftir metoo byltinguna og mér fannst gott að senda inn mína sögu og klára mitt mál. Ég lék nýlega í nektarsenu úti og þá fann maður vel breytinguna. Það var svo vel passað upp á að allt væri í lagi og að mér liði vel að það var næstum því hlægilegt. Það hefði aldrei verið svona áður en metoo átti sér stað. En það er rétt að taka það fram að þessi sena var klippt út og fór ekki neitt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta um adrenalínfíknina, löngunina til að vera alltaf að læra eitthvað nýtt, ferilinn í leiklistinni og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira
Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur búið undanfarin ár í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni. Sem stendur er hún búsett í Las Vegas og tekur þátt í sýningu þar í borg tíu sinnum í viku. María Birta var á sínum tíma verslunareigandi í Reykjavík og gekk reksturinn vel og þegar best var velti búðin tíu milljónum á mánuði. Hún átti tískufataverslunina Maníu. María er er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta meðal annars um nýjasta verkefnið og líkamlegu átökin eru ekkert grín. Hlutverkið stækkaði og stækkaði „Mér er sagt að ég sé nunna í þessu showi, svo fannst þeim allt í einu frábær hugmynd að allir myndu berja nunnuna og ég hef ekki tölu á því hvað ég hef verið kýld oft í andlitið og svo er brotin flaska á hausnum á mér í sýningunni og hlutverkið mitt stækkar alltaf og núna er ég í 70 mínútur af 100 mínútum á sviðinu,“ segir María. „Ég hef alveg þrisvar sinnum þurft að fara á spítala og farið í röntgenmyndatökur eftir sýningarnar og alls konar. Það er til dæmis brotinn stóll á bakinu á mér í hverri sýningu og af því að hver einasti stóll kostar talsverðan pening þá er hann límdur saman og það fer eftir því hversu mikið lím er notað hversu harður hann verður og líka hver er að brjóta hann á mér. Ég hef nokkrum sinnum farið úr lið á hendinni og verið með svarta marbletti á mjöðminni og fleira. Ég veit að þetta hljómar furðulega, en þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni.” Sýningin er nú í tímabundnu hléi vegna heimsfaraldursins, sem var vægast sagt sérstakur fyrir Maríu Birtu og Ella Egilsson, eiginmann hennar. „Ég og Elli tókum bara strax þá ákvörðun að við myndum ekki hitta neinn, þannig að frá 16. mars og alveg þangað til við komum til Íslands í ágúst hittum við eina stelpu. Annars vorum við bara saman í einangrun í 5 mánuði. Við fórum ekki út úr húsi í tvö mánuði, ekki einu sinni í labbitúr. Svo fórum við í fyrsta göngutúrinn í maí og Elli tekur krúttlega selfie af okkur og ég sé myndina og ég hugsaði: „hver er þetta?” af því að ég var búin að fitna svo mikið. Ég hef aldrei í mínu lífi fitnað en þarna var ég búin að fitna um 11 kíló á tveimur mánuðum af því að ég hreyfði mig ekki neitt. Ég var bara orðin eins og helíum blaðra.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta líka um menninguna í leiklistinni bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og hvað hefur breyst eftir metoo byltinguna. Metoo breytti miklu „Það hafa alveg verið moment á Íslandi þar sem mér leið ekki vel á setti. Fyrir mig breyttist andrúmsloftið mikið hérna heima í leiklistinni eftir metoo byltinguna og mér fannst gott að senda inn mína sögu og klára mitt mál. Ég lék nýlega í nektarsenu úti og þá fann maður vel breytinguna. Það var svo vel passað upp á að allt væri í lagi og að mér liði vel að það var næstum því hlægilegt. Það hefði aldrei verið svona áður en metoo átti sér stað. En það er rétt að taka það fram að þessi sena var klippt út og fór ekki neitt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta um adrenalínfíknina, löngunina til að vera alltaf að læra eitthvað nýtt, ferilinn í leiklistinni og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira