Sárafátækt eykst meira meðal kvenna en karla vegna heimsfaraldurs Heimsljós 3. september 2020 10:56 Ljósmynd frá Úganda gunnisal Talið er að konum í hópi sárafátækra fjölgi um 47 milljónir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og afleiðinga hans. Að sögn Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) snýr þetta við áratugalangri þróun við að uppræta sárustu fátækt samkvæmt skýrslu frá UN Women og UNDP, Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu fjölgar konum í sárafátæk um 9,1 prósent en fyrri spár, gerðar áður en heimsfaraldurinn hófst, gerðu ráð fyrir að hlutfall kvenna myndi lækka um 2,7% frá árinu 2019 til 2021. Vakin er sérstök athygli á því að þótt faraldurinn auki almennt fátækt í heiminum verði konur hlutfallslega harðar úti en karlar, einkum konur á barneignaaldri. „Frá og með 2021 er því spáð að fyrir hverja 100 karla á aldrinum 25 til 34 ára sem búa við örbirgð (lifa á 1.90 Bandaríkjadal á dag eða minna) verði 118 konur. Búist er við að þetta bil breikki enn og 121 kona verði á hverja 100 karla árið 2030,“ segir í frétt UNRIC. Skýrslan nefnist – From Insight to Action: Gender Equality in the wake of COVID-19. Þar er bent á að 96 milljónir einstaklinga falli niður í hóp sárafátækra fyrir árið 2021, þar af 47 milljónir kvenna og stúlkna. Heimsmarkmiðin í hættu Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastýra UN Women telur að fjölgun kvenna í fátækasta hópnum sé „til marks um djúpstæðann vanda” við uppbyggingu samfélags okkar og hagkerfis. „Við vitum að konur axla mesta ábyrgð við sinna fjölskyldunni; þær hafa lægri tekjur, leggja minna til hliðar og gegna óöruggustu störfunum. Konur eiga 19 prósent meira á hættu að missa vinnu en karlar,“ segir hún. Í frétt UNRIC segir að heimsfaraldurinn stefni í hættu fyrirætlunum um upprætingu sárustu fátæktar sem stefnt sé að í Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir 2030. „Ástæða er til að óttast að í raun verði ástandið enn verra því í þessari nýju spá er eingöngu gengið út frá þróun þjóðarframleiðslu en aðrir þættir ekki teknir með í reikninginn, eins og að konur neyðist til að yfirgefa vinnumarkaðinn til að taka að sér umsjón barna,“ segir í frétt UNRIC. Achim Steiner forstjóri Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) telur að 100 milljónir kvenna geti brotið af sér hlekki fátæktar ef ríkisstjórnir auka aðgang þeirra að menntun og fjölskyldustýringu, og sanngjörnum og jöfnum launum. „Konur bera þyngstu byrðarnar af völdum COVID-19 því meiri líkur eru á að þær missi lífsviðurværi sit og minni líkur á að þær njóti félagslegrar verndar,“ segir Steiner. „Fjárfestingar í jafnrétti kynjanna er ekki aðeins skynsamar og viðráðanlegur heldur brýnn valkostur ríkisstjórna ef þær vilja snúa við áhrifum faraldursins á baráttuna gegn fátækt.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent
Talið er að konum í hópi sárafátækra fjölgi um 47 milljónir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og afleiðinga hans. Að sögn Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) snýr þetta við áratugalangri þróun við að uppræta sárustu fátækt samkvæmt skýrslu frá UN Women og UNDP, Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu fjölgar konum í sárafátæk um 9,1 prósent en fyrri spár, gerðar áður en heimsfaraldurinn hófst, gerðu ráð fyrir að hlutfall kvenna myndi lækka um 2,7% frá árinu 2019 til 2021. Vakin er sérstök athygli á því að þótt faraldurinn auki almennt fátækt í heiminum verði konur hlutfallslega harðar úti en karlar, einkum konur á barneignaaldri. „Frá og með 2021 er því spáð að fyrir hverja 100 karla á aldrinum 25 til 34 ára sem búa við örbirgð (lifa á 1.90 Bandaríkjadal á dag eða minna) verði 118 konur. Búist er við að þetta bil breikki enn og 121 kona verði á hverja 100 karla árið 2030,“ segir í frétt UNRIC. Skýrslan nefnist – From Insight to Action: Gender Equality in the wake of COVID-19. Þar er bent á að 96 milljónir einstaklinga falli niður í hóp sárafátækra fyrir árið 2021, þar af 47 milljónir kvenna og stúlkna. Heimsmarkmiðin í hættu Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastýra UN Women telur að fjölgun kvenna í fátækasta hópnum sé „til marks um djúpstæðann vanda” við uppbyggingu samfélags okkar og hagkerfis. „Við vitum að konur axla mesta ábyrgð við sinna fjölskyldunni; þær hafa lægri tekjur, leggja minna til hliðar og gegna óöruggustu störfunum. Konur eiga 19 prósent meira á hættu að missa vinnu en karlar,“ segir hún. Í frétt UNRIC segir að heimsfaraldurinn stefni í hættu fyrirætlunum um upprætingu sárustu fátæktar sem stefnt sé að í Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir 2030. „Ástæða er til að óttast að í raun verði ástandið enn verra því í þessari nýju spá er eingöngu gengið út frá þróun þjóðarframleiðslu en aðrir þættir ekki teknir með í reikninginn, eins og að konur neyðist til að yfirgefa vinnumarkaðinn til að taka að sér umsjón barna,“ segir í frétt UNRIC. Achim Steiner forstjóri Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) telur að 100 milljónir kvenna geti brotið af sér hlekki fátæktar ef ríkisstjórnir auka aðgang þeirra að menntun og fjölskyldustýringu, og sanngjörnum og jöfnum launum. „Konur bera þyngstu byrðarnar af völdum COVID-19 því meiri líkur eru á að þær missi lífsviðurværi sit og minni líkur á að þær njóti félagslegrar verndar,“ segir Steiner. „Fjárfestingar í jafnrétti kynjanna er ekki aðeins skynsamar og viðráðanlegur heldur brýnn valkostur ríkisstjórna ef þær vilja snúa við áhrifum faraldursins á baráttuna gegn fátækt.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent