Samkeppnin harðnar gríðarlega hjá Gylfa á næstu dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 17:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu í æfingaleik á móti Blackpool á dögunum. Getty/Nathan Stirk Gylfi Þór Sigurðsson valdi það að æfa með Everton í stað þess að koma til móts við íslenska landsliðið og missir því að leikjunum við England og Belgíu. Gylfi þarf að sýna sig og sanna fyrir knattspyrnustjóranum Carli Ancelotti sem ætlar sér að dæla miðjumönnum inn í leikmannahópinn á næstunni. Það er því ljóst að samkeppnin á miðju Everton liðsins mun líta allt öðruvísi út eftir nokkra daga en hún var á síðustu leiktíð. Gylfi fékk mikið að spila undir stjórn Ancelotti á síðustu leiktíð en ítalski stjórinn færði Gylfa aftur á móti mun aftar á völlinn. Fabrizio Romano, sem er oftast á undan með fréttirnar, segir frá því að Everton sé að vinna að því að fá þrjá leikmenn á næstu dögum. Everton updates. #EFC- The board is planning medicals for Allan [done deal].- Last details completed and green light arrived from Real Madrid for James Rodriguez, confirmed and here-we-go! - Talks progressing with Watford to sign also Doucouré [personal terms agreed].— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2020 Paul Joyce hjá enska blaðinu The Times hefur líka heimildir fyrir því að þessir þrír miðjumenn séu á leiðinni á Goodison Park. Leikmennirnir sem um ræðir eru Abdoulaye Doucouré, sem kemur frá Watford, James Rodríguez sem kemur frá Real Madrid og Allan sem kemur frá Napoli á Ítalíu en þeir eru allir sagði kosta um tuttugu milljónir punda. Frakkinn Abdoulaye Doucouré er 27 ára gamall og hans besta staða er á miðri miðjunni þótt hann geti bæði spilað framar og aftar. Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er 29 ára gamall og spilar sem sóknarmiðjumaður. Hann getur spilað á vængnum en besta staða hans er í holunni. Brasilíumaðurinn Allan er 29 ára gamall og spilar á miðri miðjunni eða sem varnartengiliður. Everton would be willing to accept offers for Gylfi Sigurdsson, Theo Walcott, Bernard, Fabian Delph, Yannick Bolasie, Sandro Ramirez and Muhamed Besic. (Source: The Times)#EFC pic.twitter.com/sokSJVN93L— The Gwladys Street (@TheGwladysSt) September 3, 2020 Everton mun hlusta á tilboð í Gylfa sem hefur verið orðaður við bandarísku deildina. Það er því mikið undir hjá Gylfa í byrjun tímabilsins ætli hann að spila sig inn í hlutverk hjá Everton liðinu. Gylfi er ekki sá eini sem svitnar yfir þessum fréttum frá Paul Joyce. Theo Walcott, Fabian Delph og Bernard eru allir til sölu sem og þeir Mohamed Besic, Sandro Ramírez og Yannick Bolasie sem hafa verið lengi á leiðinni í burtu frá Everton. Carlo Ancelotti spilaði oftast með tvo miðjumenn í leikkerfinu 4-4-2 á síðustu leiktíð og áttu þeir báðir að halda stöðu. Ancelotti gæti skipt í 4-2-3-1 til að koma þriðja miðjumanninum inn en það er ljóst að það verða margir um hituna hjá Everton á komandi leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson valdi það að æfa með Everton í stað þess að koma til móts við íslenska landsliðið og missir því að leikjunum við England og Belgíu. Gylfi þarf að sýna sig og sanna fyrir knattspyrnustjóranum Carli Ancelotti sem ætlar sér að dæla miðjumönnum inn í leikmannahópinn á næstunni. Það er því ljóst að samkeppnin á miðju Everton liðsins mun líta allt öðruvísi út eftir nokkra daga en hún var á síðustu leiktíð. Gylfi fékk mikið að spila undir stjórn Ancelotti á síðustu leiktíð en ítalski stjórinn færði Gylfa aftur á móti mun aftar á völlinn. Fabrizio Romano, sem er oftast á undan með fréttirnar, segir frá því að Everton sé að vinna að því að fá þrjá leikmenn á næstu dögum. Everton updates. #EFC- The board is planning medicals for Allan [done deal].- Last details completed and green light arrived from Real Madrid for James Rodriguez, confirmed and here-we-go! - Talks progressing with Watford to sign also Doucouré [personal terms agreed].— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2020 Paul Joyce hjá enska blaðinu The Times hefur líka heimildir fyrir því að þessir þrír miðjumenn séu á leiðinni á Goodison Park. Leikmennirnir sem um ræðir eru Abdoulaye Doucouré, sem kemur frá Watford, James Rodríguez sem kemur frá Real Madrid og Allan sem kemur frá Napoli á Ítalíu en þeir eru allir sagði kosta um tuttugu milljónir punda. Frakkinn Abdoulaye Doucouré er 27 ára gamall og hans besta staða er á miðri miðjunni þótt hann geti bæði spilað framar og aftar. Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er 29 ára gamall og spilar sem sóknarmiðjumaður. Hann getur spilað á vængnum en besta staða hans er í holunni. Brasilíumaðurinn Allan er 29 ára gamall og spilar á miðri miðjunni eða sem varnartengiliður. Everton would be willing to accept offers for Gylfi Sigurdsson, Theo Walcott, Bernard, Fabian Delph, Yannick Bolasie, Sandro Ramirez and Muhamed Besic. (Source: The Times)#EFC pic.twitter.com/sokSJVN93L— The Gwladys Street (@TheGwladysSt) September 3, 2020 Everton mun hlusta á tilboð í Gylfa sem hefur verið orðaður við bandarísku deildina. Það er því mikið undir hjá Gylfa í byrjun tímabilsins ætli hann að spila sig inn í hlutverk hjá Everton liðinu. Gylfi er ekki sá eini sem svitnar yfir þessum fréttum frá Paul Joyce. Theo Walcott, Fabian Delph og Bernard eru allir til sölu sem og þeir Mohamed Besic, Sandro Ramírez og Yannick Bolasie sem hafa verið lengi á leiðinni í burtu frá Everton. Carlo Ancelotti spilaði oftast með tvo miðjumenn í leikkerfinu 4-4-2 á síðustu leiktíð og áttu þeir báðir að halda stöðu. Ancelotti gæti skipt í 4-2-3-1 til að koma þriðja miðjumanninum inn en það er ljóst að það verða margir um hituna hjá Everton á komandi leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira