Enn kvarnast úr leikmannahópi KR | Kom ekki til greina að draga liðið úr efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 15:23 Margrét Kara Sturludóttir og Unnur Tara Jónsdóttir hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna. vísir/daníel/bára Tveir reyndustu leikmenn kvennaliðs KR í körfubolta, Unnur Tara Jónsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir, hafa lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. „Þær eru báðar hættar í körfubolta. Þær stóðu sig vel fyrir félagið okkar og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þær. Þær reyndust okkur frábærlega innan vallar sem utan,“ sagði Böðvar. Á síðasta tímabili var Unnur Tara með 4,5 stig og 5,6 stig að meðaltali í leik og Margrét Kara með 5,9 stig og 7,0 fráköst. Mikið hefur kvarnast úr leikmannahópi KR frá síðasta tímabili. Unnur Tara, Margrét Kara og Danielle Rodriguez eru hættar, Sóllilja Bjarnadóttir fór í Breiðablik, Hildur Björg Kjartansdóttir í Val og Sanja Orazovic í Skallagrím. Sex af þeim átta leikmönnum sem spiluðu mest fyrir KR á síðasta tímabili (meira en fimmtán mínútur að meðaltali í leik) eru því farnir frá félaginu. Til að fylla þessi stóru skörð hefur KR fengið hina bandarísku Taryn McCutcheon og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen. Þá verður unglingalandsliðsmiðherjinn Eygló Kristín Óskarsdóttir með KR í vetur en til stóð að hún færi til Bandaríkjanna í háskólanám. Hún lék með Fjölni í 1. deildinni á síðasta tímabili og skilaði 10,4 stigum, 7,3 fráköstum og 2,6 vörðum skotum að meðaltali í leik. Ætlum að standa okkur í efstu deild „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ svaraði Böðvar aðspurður hvort komið hafi til greina að draga liðið úr Domino's deildinni eins og KR gerði fyrir nokkrum árum og Stjarnan gerði fyrir síðasta tímabil. „Einhverjar stelpur hafa bæst við hópinn. Ég kíkti á æfingu í gær og þar var líf og fjör og stemmning í þeim. Við ætlum okkur að spila í efstu deild og standa okkur þar,“ sagði Böðvar. Francisco Garcia er nýr þjálfari KR en hann tók við af Benedikt Guðmundssyni sem þjálfar nú yngri flokka hjá Fjölni samhliða starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins. KR var í 2. sæti Domino's deildar kvenna þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Þá komst KR í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Skallagrími. Dominos-deild kvenna KR Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Tveir reyndustu leikmenn kvennaliðs KR í körfubolta, Unnur Tara Jónsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir, hafa lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. „Þær eru báðar hættar í körfubolta. Þær stóðu sig vel fyrir félagið okkar og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þær. Þær reyndust okkur frábærlega innan vallar sem utan,“ sagði Böðvar. Á síðasta tímabili var Unnur Tara með 4,5 stig og 5,6 stig að meðaltali í leik og Margrét Kara með 5,9 stig og 7,0 fráköst. Mikið hefur kvarnast úr leikmannahópi KR frá síðasta tímabili. Unnur Tara, Margrét Kara og Danielle Rodriguez eru hættar, Sóllilja Bjarnadóttir fór í Breiðablik, Hildur Björg Kjartansdóttir í Val og Sanja Orazovic í Skallagrím. Sex af þeim átta leikmönnum sem spiluðu mest fyrir KR á síðasta tímabili (meira en fimmtán mínútur að meðaltali í leik) eru því farnir frá félaginu. Til að fylla þessi stóru skörð hefur KR fengið hina bandarísku Taryn McCutcheon og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen. Þá verður unglingalandsliðsmiðherjinn Eygló Kristín Óskarsdóttir með KR í vetur en til stóð að hún færi til Bandaríkjanna í háskólanám. Hún lék með Fjölni í 1. deildinni á síðasta tímabili og skilaði 10,4 stigum, 7,3 fráköstum og 2,6 vörðum skotum að meðaltali í leik. Ætlum að standa okkur í efstu deild „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ svaraði Böðvar aðspurður hvort komið hafi til greina að draga liðið úr Domino's deildinni eins og KR gerði fyrir nokkrum árum og Stjarnan gerði fyrir síðasta tímabil. „Einhverjar stelpur hafa bæst við hópinn. Ég kíkti á æfingu í gær og þar var líf og fjör og stemmning í þeim. Við ætlum okkur að spila í efstu deild og standa okkur þar,“ sagði Böðvar. Francisco Garcia er nýr þjálfari KR en hann tók við af Benedikt Guðmundssyni sem þjálfar nú yngri flokka hjá Fjölni samhliða starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins. KR var í 2. sæti Domino's deildar kvenna þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Þá komst KR í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Skallagrími.
Dominos-deild kvenna KR Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira