Nýliðarnir sjö sem gætu leikið sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2020 16:30 Kalvin Phillips gæti leikið sinn fyrsta landsleik áður en hann leikur í efstu deild á Englandi. getty/James Gill Sjö leikmenn í enska landsliðshópnum gætu leikið sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni á morgun. Til samanburðar er aðeins einn nýliði í íslenska landsliðshópnum; Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna á Ítalíu. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi upphaflega fjóra nýliða í enska hópinn: Dean Henderson, Mason Greenwood, Phil Foden og Kalvin Phillips. Þrír bættust svo við vegna forfalla annarra í hópnum: Ainsley Maitland-Niles, Conor Coady og Jack Grealish. Mason Greenwood er yngstur í enska hópnum en þessi átján ára strákur sló í gegn með Manchester United á síðasta tímabili. Hann er ári yngri en Phil Foden, leikmaður Manchester City. „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins. Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess.“ Dean Henderson er 23 ára markvörður Manchester United. Hann átti góðu gengi að fagna sem lánsmaður hjá Sheffield United en er nú kominn aftur til Manchester United og ætlar að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar liðsins. Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds United, hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera orðinn 24 ára. Það breytist í vetur en Leeds eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið B-deildina á síðasta tímabili. Ainsley Maitland-Niles er 23 ára varnar- og miðjumaður hjá Arsenal. Hann lék sérstaklega vel í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði þar sem Arsenal vann Chelsea, 2-1. Lengi hefur verið beðið eftir því að Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, fái tækifæri með enska landsliðinu og það gæti gerst á Laugardalsvellinum á morgun. Grealish lék með yngri landsliðum Írlands en ákvað svo að spila fyrir hönd Englands. Conor Coady er fyrirliði Wolves og hefur leikið hverja einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Hann er uppalinn hjá Liverpool en lék aðeins tvo leiki fyrir aðallið félagsins. Raheem Sterling er leikjahæstur í enska hópnum með 56 landsleiki. Hann er sá eini í hópnum sem hefur leikið yfir 50 landsleiki. Til samanburðar eru sex leikmenn í íslenska hópnum sem eiga 50 landsleiki eða fleiri á ferilskránni. Reynslan í enska liðinu er ekki mikil. Til að mynda hafa miðjumennirnir sjö í enska hópnum leikið samtals fimmtán landsleiki. Eftir leikinn gegn Íslendingum æfa Englendingar hér á landi áður en þeir mæta svo Dönum á Parken á þriðjudaginn. Enska landsliðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína með markatölunni 17-0. Síðasti leikur þess var gegn Kósovó 17. nóvember á síðasta ári. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Sjö leikmenn í enska landsliðshópnum gætu leikið sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni á morgun. Til samanburðar er aðeins einn nýliði í íslenska landsliðshópnum; Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna á Ítalíu. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi upphaflega fjóra nýliða í enska hópinn: Dean Henderson, Mason Greenwood, Phil Foden og Kalvin Phillips. Þrír bættust svo við vegna forfalla annarra í hópnum: Ainsley Maitland-Niles, Conor Coady og Jack Grealish. Mason Greenwood er yngstur í enska hópnum en þessi átján ára strákur sló í gegn með Manchester United á síðasta tímabili. Hann er ári yngri en Phil Foden, leikmaður Manchester City. „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins. Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess.“ Dean Henderson er 23 ára markvörður Manchester United. Hann átti góðu gengi að fagna sem lánsmaður hjá Sheffield United en er nú kominn aftur til Manchester United og ætlar að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar liðsins. Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds United, hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera orðinn 24 ára. Það breytist í vetur en Leeds eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið B-deildina á síðasta tímabili. Ainsley Maitland-Niles er 23 ára varnar- og miðjumaður hjá Arsenal. Hann lék sérstaklega vel í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði þar sem Arsenal vann Chelsea, 2-1. Lengi hefur verið beðið eftir því að Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, fái tækifæri með enska landsliðinu og það gæti gerst á Laugardalsvellinum á morgun. Grealish lék með yngri landsliðum Írlands en ákvað svo að spila fyrir hönd Englands. Conor Coady er fyrirliði Wolves og hefur leikið hverja einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Hann er uppalinn hjá Liverpool en lék aðeins tvo leiki fyrir aðallið félagsins. Raheem Sterling er leikjahæstur í enska hópnum með 56 landsleiki. Hann er sá eini í hópnum sem hefur leikið yfir 50 landsleiki. Til samanburðar eru sex leikmenn í íslenska hópnum sem eiga 50 landsleiki eða fleiri á ferilskránni. Reynslan í enska liðinu er ekki mikil. Til að mynda hafa miðjumennirnir sjö í enska hópnum leikið samtals fimmtán landsleiki. Eftir leikinn gegn Íslendingum æfa Englendingar hér á landi áður en þeir mæta svo Dönum á Parken á þriðjudaginn. Enska landsliðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína með markatölunni 17-0. Síðasti leikur þess var gegn Kósovó 17. nóvember á síðasta ári. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira