Flekkudalsá til SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 6. september 2020 09:59 Flekkudalsá er ein af skemmtilegri veiðiám í dölunum Mynd: KL Samstarfssamningur um vatnasvæði Flekkudalsár milli Veiðifélags Fellsstrandar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur var undirritaður á miðvikudaginn. Með samningnum hefur SVFR tryggt sér eina eftirsóknarverðustu sjálfsmennskuá á Vesturlandi. „Flekkan er frábær laxveiðiá og fellur mjög vel að þörfum félagsmanna SVFR. Hún er allt í senn; frábær laxveiðiá, sérlega falleg og tilkomumikil og fjölskylduvæn. Samstarfssamningurinn tekur ennfremur mið af þeim aðstæðum sem nú eru uppi og er hagfelldur fyrir báða aðila eins og allir samningar eiga að vera. “ segir Jón Þór Ólason, formaður SVFR. „Við leggjum áherslu á gott samstarf við landeigendur, enda teljum við ótvírætt að hagsmunir leigusala og leigutaka fari saman.“ Flekkudalsá er þriggja stanga, 20 km löng dragá, sem á efstu upptök sín á hálendinu í Klofningsfjallgarði. Hún fellur til sjávar í Hvammsfjörð vestan við bæinn Ytra Fell á Fellsströnd eftir að hafa runnið frá upptökum sínum í gegnum stórbrotið umhverfi í skógi vöxnum Flekkudal. Er það mat margra að Flekkan sé ein fallegasta laxveiðiá á Íslandi. Nær vatnasvæðið yfir Flekkudalsá, Kjarlaksstaðaá og Tunguá. „Flekkan á sér marga aðdáendur og við hlökkum til að gefa félagsmönnum SVFR kost á að veiða í henni. Fastagesti árinnar bjóðum við að sjálfsögðu velkomna í félagið,“ segir Jón Þór. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði
Samstarfssamningur um vatnasvæði Flekkudalsár milli Veiðifélags Fellsstrandar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur var undirritaður á miðvikudaginn. Með samningnum hefur SVFR tryggt sér eina eftirsóknarverðustu sjálfsmennskuá á Vesturlandi. „Flekkan er frábær laxveiðiá og fellur mjög vel að þörfum félagsmanna SVFR. Hún er allt í senn; frábær laxveiðiá, sérlega falleg og tilkomumikil og fjölskylduvæn. Samstarfssamningurinn tekur ennfremur mið af þeim aðstæðum sem nú eru uppi og er hagfelldur fyrir báða aðila eins og allir samningar eiga að vera. “ segir Jón Þór Ólason, formaður SVFR. „Við leggjum áherslu á gott samstarf við landeigendur, enda teljum við ótvírætt að hagsmunir leigusala og leigutaka fari saman.“ Flekkudalsá er þriggja stanga, 20 km löng dragá, sem á efstu upptök sín á hálendinu í Klofningsfjallgarði. Hún fellur til sjávar í Hvammsfjörð vestan við bæinn Ytra Fell á Fellsströnd eftir að hafa runnið frá upptökum sínum í gegnum stórbrotið umhverfi í skógi vöxnum Flekkudal. Er það mat margra að Flekkan sé ein fallegasta laxveiðiá á Íslandi. Nær vatnasvæðið yfir Flekkudalsá, Kjarlaksstaðaá og Tunguá. „Flekkan á sér marga aðdáendur og við hlökkum til að gefa félagsmönnum SVFR kost á að veiða í henni. Fastagesti árinnar bjóðum við að sjálfsögðu velkomna í félagið,“ segir Jón Þór.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði