Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2020 13:15 Phil Foden og Mason Greenwood æfðu ekki með enska landsliðinu á Laugardalsvelli í morgun og eru á leið aftur til Englands. getty/Mike Egerton Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Mason Greenwood og Phil Foden hafi verið teknir úr enska landsliðshópnum vegna brots á sóttvarnarreglum. Greenwood og Foden fengu íslenskar stelpur upp á hótelherbergi til sín um helgina, eftir að hafa leikið sinn fyrsta landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Frá þessu var greint á 433.is. Southgate sagði að leikmennirnir hefðu sýnt barnalega hegðun sem ekki væri hægt að afsaka með ungum aldri þeirra. Greenwood er átján ára en Foden tvítugur. „Í morgun var mér greint frá því að strákarnir hefðu brotið sóttvarnarreglur. Við þurftum fljótlega að ákveða að þeir mættu ekki eiga nein samskipti við aðra í liðinu né fara á æfingu,“ sagði Southgate og bætti við að Greenwood og Foden myndu fljúga sér aftur til Englands. Enska liðið heldur hins vegar til Kaupmannahafnar þar sem það mætir Dönum í Þjóðadeildinni annað kvöld. BREAKING: Gareth Southgate reveals Phil Foden and Mason Greenwood have broken Covid guidelines and will be travelling back to England pic.twitter.com/Fnwdq5F3bL— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2020 „Þetta er mjög alvarleg staða og við höfum tekist þannig á við hana. Þeir voru barnalegir og við höfum gripið til viðeigandi ráðstafana. Ég veit að þeir eru ungir en allur heimurinn er að glíma við þennan faraldur og allir bera ábyrgð.“ Southgate vildi ekki fara mikið út í það hvaða áhrif þetta hefði á framtíð þeirra Greenwoods og Fodens með enska landsliðinu. „Það er of snemmt að segja þar til við höfum allar upplýsingar. Ég er sjálfur faðir unglinga og veit að þeir geta gert mistök. Það er ekki afsökun og við þurfum að skoða allt í framhaldinu,“ sagði Southgate. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51 Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Mason Greenwood og Phil Foden hafi verið teknir úr enska landsliðshópnum vegna brots á sóttvarnarreglum. Greenwood og Foden fengu íslenskar stelpur upp á hótelherbergi til sín um helgina, eftir að hafa leikið sinn fyrsta landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Frá þessu var greint á 433.is. Southgate sagði að leikmennirnir hefðu sýnt barnalega hegðun sem ekki væri hægt að afsaka með ungum aldri þeirra. Greenwood er átján ára en Foden tvítugur. „Í morgun var mér greint frá því að strákarnir hefðu brotið sóttvarnarreglur. Við þurftum fljótlega að ákveða að þeir mættu ekki eiga nein samskipti við aðra í liðinu né fara á æfingu,“ sagði Southgate og bætti við að Greenwood og Foden myndu fljúga sér aftur til Englands. Enska liðið heldur hins vegar til Kaupmannahafnar þar sem það mætir Dönum í Þjóðadeildinni annað kvöld. BREAKING: Gareth Southgate reveals Phil Foden and Mason Greenwood have broken Covid guidelines and will be travelling back to England pic.twitter.com/Fnwdq5F3bL— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2020 „Þetta er mjög alvarleg staða og við höfum tekist þannig á við hana. Þeir voru barnalegir og við höfum gripið til viðeigandi ráðstafana. Ég veit að þeir eru ungir en allur heimurinn er að glíma við þennan faraldur og allir bera ábyrgð.“ Southgate vildi ekki fara mikið út í það hvaða áhrif þetta hefði á framtíð þeirra Greenwoods og Fodens með enska landsliðinu. „Það er of snemmt að segja þar til við höfum allar upplýsingar. Ég er sjálfur faðir unglinga og veit að þeir geta gert mistök. Það er ekki afsökun og við þurfum að skoða allt í framhaldinu,“ sagði Southgate.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51 Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51
Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59