Heita því að flýta ekki bóluefni um of Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2020 14:47 Rússar nefndu bóluefni sitt „Spútnik“ í höfuðið á fyrsta gervitungli mannkynsins sem Sovétmenn skutu upp. Vísir/EPA Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun þess á kostnað gæða. Gríðarleg eftirvænting er eftir bóluefni vegna Covid-19 og eru fjölmörf fyrirtæki og vísindastofnanir að vinna hörðum höndum að því að þróa bóluefni sem virkar gegn Covid-19 en sé á sama tíma öruggt að nota, þannig að það skapi ekki fleiri vandamál en það á að leysa. Fyrirtækin sem um ræðir eru á meðal stærstu lyfjaframleiðenda heims en þau eru Pfizer, GlaxoSmithKline, AstraZeneca, Johnson & Johnson, Merck & Co, Moderna, Novavax, Sanofi og BioNTech. Talsmenn fyrirtækjana segja samkomulagið sögulegt en því hefur verið velt upp að sum fyrirtæki, stofnanir og ríki geti freistast til þess að gefa út bóluefni án þess að gengið sé úr skugga um það sé nægjanlega öruggt, svo hægt sé að leysa heimsbyggðina úr viðjum kórónuveirunnar. Ekkert af þeim bóluefnum sem nú eru í þróun hafa verið prófuð á stórum skala en Rússar hafa heimilað notkun á bóluefni sem þróað var þar í landi, þó að vestrænir vísindamenn hafi efast um gagnsemi þess. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir „Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú“ Kvensjúkdómalæknir mælir með að ungar stúlkur séu bólusettar við HPV-veirunni, því bólusetningin geti veitt þeim nánast fullkomna vörn. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana. 6. september 2020 11:44 Vill ekki draga of víðtækar ályktanir af tilraun Rússa með bóluefni Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. 5. september 2020 12:56 Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun þess á kostnað gæða. Gríðarleg eftirvænting er eftir bóluefni vegna Covid-19 og eru fjölmörf fyrirtæki og vísindastofnanir að vinna hörðum höndum að því að þróa bóluefni sem virkar gegn Covid-19 en sé á sama tíma öruggt að nota, þannig að það skapi ekki fleiri vandamál en það á að leysa. Fyrirtækin sem um ræðir eru á meðal stærstu lyfjaframleiðenda heims en þau eru Pfizer, GlaxoSmithKline, AstraZeneca, Johnson & Johnson, Merck & Co, Moderna, Novavax, Sanofi og BioNTech. Talsmenn fyrirtækjana segja samkomulagið sögulegt en því hefur verið velt upp að sum fyrirtæki, stofnanir og ríki geti freistast til þess að gefa út bóluefni án þess að gengið sé úr skugga um það sé nægjanlega öruggt, svo hægt sé að leysa heimsbyggðina úr viðjum kórónuveirunnar. Ekkert af þeim bóluefnum sem nú eru í þróun hafa verið prófuð á stórum skala en Rússar hafa heimilað notkun á bóluefni sem þróað var þar í landi, þó að vestrænir vísindamenn hafi efast um gagnsemi þess.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir „Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú“ Kvensjúkdómalæknir mælir með að ungar stúlkur séu bólusettar við HPV-veirunni, því bólusetningin geti veitt þeim nánast fullkomna vörn. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana. 6. september 2020 11:44 Vill ekki draga of víðtækar ályktanir af tilraun Rússa með bóluefni Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. 5. september 2020 12:56 Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú“ Kvensjúkdómalæknir mælir með að ungar stúlkur séu bólusettar við HPV-veirunni, því bólusetningin geti veitt þeim nánast fullkomna vörn. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana. 6. september 2020 11:44
Vill ekki draga of víðtækar ályktanir af tilraun Rússa með bóluefni Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. 5. september 2020 12:56
Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13