Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íþróttadeild skrifar 8. september 2020 20:59 Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar marki sínu í kvöld með fyrirliðanum Ara Frey Skúlasyni. AP/Francisco Seco B-lið Íslands átti litla möguleika í eitt besta lið heims í Brussel í kvöld. Belgar unnu 5-1 stórsigur og héldu því sigurgöngu sinni áfram. Það er alveg ljóst að verkefnið í kvöld var alltof stórt fyrir alltof marta leikmenn íslenska liðsins. Íslenska landsliðið komst óvænt yfir á móti Belgum en Belgarnir voru fljótir að snúa því við og skoruðu á endanum fimm sinnum hjá íslenska liðinu í kvöld. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands og kom liðinu í 1-0 strax á tíundu mínútu en það var úr mun verra færi en hann fékk fimm mínútum fyrr þegar hann skallaði yfir úr dauðafæri. Fyrsti tíu mínúturnar voru ágætar hjá íslenska liðinu og liðið gerði sig líklegt til að búa eitthvað til. Eftir þessa byrjun þá tóku Belgarnir hins vegar öll völd á vellinum. Hólmbert Aron var besti maður íslenska liðsins en margir aðrir leikmenn náðu ekki að nýta tækifærið og sýna sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Birkir Bjarnason lagði upp bæði færin fyrir Hólmbert í leiknum og er einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem hægt er að hrósa eitthvað. Varnarlínan átti í miklum vandræðum með fríska heimsklassaleikmenn í belgíska liðinu og miðjumennirnir okkar voru flestir í eltingarleik.Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Belgíu: Byrjunarliðið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 4 Hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu vel og engin breyting varð á því í leiknum í kvöld. Hefði kannski átt að gera betur í öðru markinu og skot Mertens í því þriðja virtist koma honum á óvart. Varði vel frá Mertens undir lok fyrri hálfleiks og frá Witsel um miðjan seinni hálfleik. Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 3 Fékk á sig aukaspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom úr og var langt út úr stöðu í fimmta markinu. Tók sama og engan þátt í sókninni enda tækifærin til þess fá. Er ekki framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Gerði engin afgerandi mistök en átti alls ekki góðan leik og var ekki sannfærandi. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Gerði hvað hann gat til að bjarga fyrra marki Belga en án árangurs. Var of langt frá Batshuayi í fjórða marki belgíska liðsins. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik. Því miður lék Ari ekki vel í þessum leik og átti í miklum vandræðum með Mertens Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 3 Vonbrigðaframmistaða hjá Skagamanninum. Hafði lítil áhrif á leikinn og var lítið í boltanum. Getur miklu betur en hann sýndi í kvöld. Andri Fannar Baldursson, miðjumaður 5 Var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landleik og lék rúmar 50 mínútur. Sást lítið og átti ekki mikið í belgísku miðjumennina. En strákurinn er efnilegur, það vantar ekkert upp á það. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 4 Lét ekki jafn mikið til sín taka og gegn Englendingum og var í eltingarleik nánast allan tímann. Tókst ekki að stöðva Mertens í þriðja marki Belga. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Lagði upp mark Íslands fyrir Hólmbert. Fimm mínútum áður hafði hann lagt upp dauðafæri fyrir sama mann með frábærri fyrirgjöf. Dró af Birki eftir því sem leið á leikinn eftir mikil hlaup. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður 5 Átti ágætis spretti, reyndi að búa eitthvað til og kom sér í tvö hálffæri í seinni hálfleik. En við bíðum enn eftir að fá meira frá honum. Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji 6 Byrjaði leikinn af miklum krafti og kom Íslandi yfir með skrautlegu marki á 10. mínútu. Fimm mínútum áður hafði hann klúðrað dauðafæri. Getur verið mjög sáttur með fyrri hálfelikinn en sást lítið í þeim seinni. Varamenn: Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Andra Fannar Baldursson á 53. Mínútu 4 Var í eltingarleik síðustu 37 mínúturnar og komst ekki í neinn takt við leikinn. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson á 70. Mínútu 4 Sást sama og ekkert þær 20 mínútur sem hann spilaði. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
B-lið Íslands átti litla möguleika í eitt besta lið heims í Brussel í kvöld. Belgar unnu 5-1 stórsigur og héldu því sigurgöngu sinni áfram. Það er alveg ljóst að verkefnið í kvöld var alltof stórt fyrir alltof marta leikmenn íslenska liðsins. Íslenska landsliðið komst óvænt yfir á móti Belgum en Belgarnir voru fljótir að snúa því við og skoruðu á endanum fimm sinnum hjá íslenska liðinu í kvöld. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands og kom liðinu í 1-0 strax á tíundu mínútu en það var úr mun verra færi en hann fékk fimm mínútum fyrr þegar hann skallaði yfir úr dauðafæri. Fyrsti tíu mínúturnar voru ágætar hjá íslenska liðinu og liðið gerði sig líklegt til að búa eitthvað til. Eftir þessa byrjun þá tóku Belgarnir hins vegar öll völd á vellinum. Hólmbert Aron var besti maður íslenska liðsins en margir aðrir leikmenn náðu ekki að nýta tækifærið og sýna sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Birkir Bjarnason lagði upp bæði færin fyrir Hólmbert í leiknum og er einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem hægt er að hrósa eitthvað. Varnarlínan átti í miklum vandræðum með fríska heimsklassaleikmenn í belgíska liðinu og miðjumennirnir okkar voru flestir í eltingarleik.Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Belgíu: Byrjunarliðið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 4 Hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu vel og engin breyting varð á því í leiknum í kvöld. Hefði kannski átt að gera betur í öðru markinu og skot Mertens í því þriðja virtist koma honum á óvart. Varði vel frá Mertens undir lok fyrri hálfleiks og frá Witsel um miðjan seinni hálfleik. Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 3 Fékk á sig aukaspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom úr og var langt út úr stöðu í fimmta markinu. Tók sama og engan þátt í sókninni enda tækifærin til þess fá. Er ekki framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Gerði engin afgerandi mistök en átti alls ekki góðan leik og var ekki sannfærandi. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Gerði hvað hann gat til að bjarga fyrra marki Belga en án árangurs. Var of langt frá Batshuayi í fjórða marki belgíska liðsins. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik. Því miður lék Ari ekki vel í þessum leik og átti í miklum vandræðum með Mertens Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 3 Vonbrigðaframmistaða hjá Skagamanninum. Hafði lítil áhrif á leikinn og var lítið í boltanum. Getur miklu betur en hann sýndi í kvöld. Andri Fannar Baldursson, miðjumaður 5 Var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landleik og lék rúmar 50 mínútur. Sást lítið og átti ekki mikið í belgísku miðjumennina. En strákurinn er efnilegur, það vantar ekkert upp á það. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 4 Lét ekki jafn mikið til sín taka og gegn Englendingum og var í eltingarleik nánast allan tímann. Tókst ekki að stöðva Mertens í þriðja marki Belga. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Lagði upp mark Íslands fyrir Hólmbert. Fimm mínútum áður hafði hann lagt upp dauðafæri fyrir sama mann með frábærri fyrirgjöf. Dró af Birki eftir því sem leið á leikinn eftir mikil hlaup. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður 5 Átti ágætis spretti, reyndi að búa eitthvað til og kom sér í tvö hálffæri í seinni hálfleik. En við bíðum enn eftir að fá meira frá honum. Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji 6 Byrjaði leikinn af miklum krafti og kom Íslandi yfir með skrautlegu marki á 10. mínútu. Fimm mínútum áður hafði hann klúðrað dauðafæri. Getur verið mjög sáttur með fyrri hálfelikinn en sást lítið í þeim seinni. Varamenn: Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Andra Fannar Baldursson á 53. Mínútu 4 Var í eltingarleik síðustu 37 mínúturnar og komst ekki í neinn takt við leikinn. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson á 70. Mínútu 4 Sást sama og ekkert þær 20 mínútur sem hann spilaði. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira