Fúlt að ná ekki að dekka allt landið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. september 2020 15:00 Eva Laufey segir að það hafi verið magnað að skoða matvælaframleiðsluna hér á landi. Mynd/Eva Laufey Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ferðaðist í sumar um landið með matarvagn og kynntist í leiðinni matarmenningu Íslendinga. Sýnt verður frá ævintýrinu í þáttunum Matarbíll Evu sem fara af stað á Stöð 2 í kvöld. Samkomubannið hafði áhrif á tökurnar fyrir þættina og Eva náði ekki að klára heimsóknirnar. „Við heimsóttum nokkur bæjarfélög, kynntumst hráefninu á hverjum stað og bjuggum til samloku með því hráefni, sem við buðum upp á í matarvagninum. Hugmyndin kom bara til mín einn daginn þegar ég var fyrir austan að taka upp innslag fyrir Ísland í dag, þá var ég að skoða matvælaframleiðslu á Djúpavogi og ég hugsaði að ég ætti að gera meira af þessu, að skoða hvað það er mikil nýsköpun og gróska í matvælaframleiðslu um allt land.“ Eva náði að heimsækja Þorlákshöfn, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir og Húsavík áður en heimsfaraldurinn breytti þeirra tökuáætlun. „Ég var heppin að fá frábært tökulið með mér, framleiðandi þáttanna, tökumaður, hljóðmaður og svo vinkona mín hún Sandra sem var mér til halds og trausts. Við skiptum ferðinni upp, tókum okkur frí í júlí og ætluðum svo að leggja í hann í byrjun ágúst en þá skall seinni bylgjan af kórónuveirunni á og samkomutakmarkanir í leiðinni. Þetta setti strik í reikninginn þar sem okkar markmið var að búa til matarhátíð á hverjum stað og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur. Því var ljóst að við gætum ekki farið af stað með sama hætti í byrjun ágúst og þá áttum við eftir Vestfirði og Vesturland. Það var fúlt að ná ekki að dekka allt landið en svona er þetta bara.“ Eva naut sín á ferðalaginu í sumar.Mynd/Eva Laufey Eva segir að tökurnar hafi annars gengið mjög vel, þetta hafi verið mikil keyrsla en vel þess virði. „Við vorum í tvo daga á hverjum stað, hittum ótrúlega skemmtilegt fólk og svo var undirbúningurinn fyrir matarhátíðina og matarhátíðin sjálf. Við höfðum ekki marga klukkutíma en við náðum að skipuleggja okkur vel og þetta heppnaðist sem betur fer. Við fengum ótrúlega viðtökur, bæði voru allir tilbúnir að hjálpa okkur og svo voru heimamenn mjög duglegir að mæta. Ég hélt í alvörunni í smá stund, bara smá ,að ég myndi standa ein í vagninum og enginn myndi mæta en blessunarlega hafði ég rangt fyrir mér og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur á hverjum stað og þetta fór fram úr mínum björtustu vonum.“ Skemmtilegast fannst Evu að hitta framleiðendur um allt land. Tökurnar fóru fram víða um landið í sumar.Mynd/Eva Laufey „Það er svo margt spennandi í gangi, að fá tækifæri til þess að kynnast landinu betur og prófa allskyns skemmtilega afþreyingu og fá að skapa matarhátíð sem var alveg geggjað.“ Eva segir að fjölbreytnin og framleiðslan í landinu hafi komið á óvart og hversu mikið er lagt í matvælaframleiðsluna hjá öllu duglega fólkinu sem þar starfar. „Það er ekkert grín að fara út í rekstur og framleiðslu en ég hitti fólk sem er með svo mikla ástríðu fyrir því sem þau eru að gera og það er magnað hvað þau ná að skapa. Ég ber mikla virðingu fyrir viðmælendunum mínum og vörunum þeirra. Algjör snillingar,“ segir Eva að lokum. Matur Eva Laufey Matvælaframleiðsla Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ferðaðist í sumar um landið með matarvagn og kynntist í leiðinni matarmenningu Íslendinga. Sýnt verður frá ævintýrinu í þáttunum Matarbíll Evu sem fara af stað á Stöð 2 í kvöld. Samkomubannið hafði áhrif á tökurnar fyrir þættina og Eva náði ekki að klára heimsóknirnar. „Við heimsóttum nokkur bæjarfélög, kynntumst hráefninu á hverjum stað og bjuggum til samloku með því hráefni, sem við buðum upp á í matarvagninum. Hugmyndin kom bara til mín einn daginn þegar ég var fyrir austan að taka upp innslag fyrir Ísland í dag, þá var ég að skoða matvælaframleiðslu á Djúpavogi og ég hugsaði að ég ætti að gera meira af þessu, að skoða hvað það er mikil nýsköpun og gróska í matvælaframleiðslu um allt land.“ Eva náði að heimsækja Þorlákshöfn, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir og Húsavík áður en heimsfaraldurinn breytti þeirra tökuáætlun. „Ég var heppin að fá frábært tökulið með mér, framleiðandi þáttanna, tökumaður, hljóðmaður og svo vinkona mín hún Sandra sem var mér til halds og trausts. Við skiptum ferðinni upp, tókum okkur frí í júlí og ætluðum svo að leggja í hann í byrjun ágúst en þá skall seinni bylgjan af kórónuveirunni á og samkomutakmarkanir í leiðinni. Þetta setti strik í reikninginn þar sem okkar markmið var að búa til matarhátíð á hverjum stað og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur. Því var ljóst að við gætum ekki farið af stað með sama hætti í byrjun ágúst og þá áttum við eftir Vestfirði og Vesturland. Það var fúlt að ná ekki að dekka allt landið en svona er þetta bara.“ Eva naut sín á ferðalaginu í sumar.Mynd/Eva Laufey Eva segir að tökurnar hafi annars gengið mjög vel, þetta hafi verið mikil keyrsla en vel þess virði. „Við vorum í tvo daga á hverjum stað, hittum ótrúlega skemmtilegt fólk og svo var undirbúningurinn fyrir matarhátíðina og matarhátíðin sjálf. Við höfðum ekki marga klukkutíma en við náðum að skipuleggja okkur vel og þetta heppnaðist sem betur fer. Við fengum ótrúlega viðtökur, bæði voru allir tilbúnir að hjálpa okkur og svo voru heimamenn mjög duglegir að mæta. Ég hélt í alvörunni í smá stund, bara smá ,að ég myndi standa ein í vagninum og enginn myndi mæta en blessunarlega hafði ég rangt fyrir mér og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur á hverjum stað og þetta fór fram úr mínum björtustu vonum.“ Skemmtilegast fannst Evu að hitta framleiðendur um allt land. Tökurnar fóru fram víða um landið í sumar.Mynd/Eva Laufey „Það er svo margt spennandi í gangi, að fá tækifæri til þess að kynnast landinu betur og prófa allskyns skemmtilega afþreyingu og fá að skapa matarhátíð sem var alveg geggjað.“ Eva segir að fjölbreytnin og framleiðslan í landinu hafi komið á óvart og hversu mikið er lagt í matvælaframleiðsluna hjá öllu duglega fólkinu sem þar starfar. „Það er ekkert grín að fara út í rekstur og framleiðslu en ég hitti fólk sem er með svo mikla ástríðu fyrir því sem þau eru að gera og það er magnað hvað þau ná að skapa. Ég ber mikla virðingu fyrir viðmælendunum mínum og vörunum þeirra. Algjör snillingar,“ segir Eva að lokum.
Matur Eva Laufey Matvælaframleiðsla Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira