Reikna með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. september 2020 19:54 Reiknað er með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum eftir að sex mánaða samkomulag um að þeir haldi sig til hlés í slíkum fjárfestingum rennur út í næstu viku. Sjóðirnir hafa úr gífurlegum fjármunum að spila. Að frumkvæði Seðlabankans hvöttu Landssamtök lífeyrissjóða til þess hinn 18. mars að sjóðirnir drægju sig í hlé frá fjárfestingum í útlöndum í þrjá mánuði. Í samkomulagi við Seðlabankann framlengdu sjóðirnir svo þetta hlé í aðra þrjá mánuði sem ekki stendur til að framlengja þegar það rennur út á fimmtudag í næstu viku. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir þetta ekki verða framlengt. „Það hefur ekkert samtal átt sér stað við seðlabankastjóra. hann hefur ekki óskað eftir því að landssamtökin hvetji sjóðina til að halda að sér höndum varðandi gjaldeyriskaup,“ segir Þórey. Það er til marks um fjárhagslegan styrk lífeyrissjóðanna að þegar það var 172 milljarða afgangur á viðskiptum við útlönd í fyrra tóku lífeyrissjóðirnir út 120 milljarða í gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum. Fyrstu sex mánuði þessa árs var afgangurinn á viðskiptum við útlönd hins vegar aðeins tuttugu og fjórir milljarðar. Á síðustu sex mánuðum má áætla að sjóðirnir hafi frestað fjárfestingum í útlöndum um allt að 60 milljarða. Þórey segir mikla óvissu hafa ríkt um efnahagsmál í marsmánuði og sameiginlegt mat þeirra sem standi að lífeyrissjóðakerfinu að þeir stæðu saman og sæju hvert stefndi. „Og líta á það sem sína samfélagslegu ábyrgð. Við erum að fjárfesta fyrir eigur almennings. Það er partur af því, hvaða áhrif hafa þessar stóru eignir sjóðanna og hvernig þeir haga sér á hagkerfið í heild,“ segir Þórey. Óvissan sé vissulega enn mikil og vitað að hún gangi ekki yfir á næstu þremur til sex mánuðum. Það þyki hins vegar ekki eðlilegt að lífeyrissjóðirnir standi einir að því að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum. „En ég á ekki von á að þeir fari í stórum stíl út núna um miðjan mánuðinn. Þeir eru ábyrgir í sínum gjörðum. Huga vel að því hvaða áhrif þeirra fjárfesting hefur á þjóðfélagið og sína sjóðfélaga til langs tíma,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Smyrja markaðinn Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði Seðlabankann vilja liðka til fyrir markaðnum. Setja gjaldeyri á markaðinn með reglulegum hætti til að tryggja góða verðmyndun, svo krónan gefi ekki smátt og smátt eftir. Í raun sé verið að smyrja markaðinn. Ásgeir sagði Seðlabankanna búa yfir 970 milljarða gjaldeyrisvaraforða. Hann væri stærri en þegar heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst og staðan væri mjög góð til að bregðast við þegar þörf væri á. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Sjá meira
Reiknað er með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum eftir að sex mánaða samkomulag um að þeir haldi sig til hlés í slíkum fjárfestingum rennur út í næstu viku. Sjóðirnir hafa úr gífurlegum fjármunum að spila. Að frumkvæði Seðlabankans hvöttu Landssamtök lífeyrissjóða til þess hinn 18. mars að sjóðirnir drægju sig í hlé frá fjárfestingum í útlöndum í þrjá mánuði. Í samkomulagi við Seðlabankann framlengdu sjóðirnir svo þetta hlé í aðra þrjá mánuði sem ekki stendur til að framlengja þegar það rennur út á fimmtudag í næstu viku. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir þetta ekki verða framlengt. „Það hefur ekkert samtal átt sér stað við seðlabankastjóra. hann hefur ekki óskað eftir því að landssamtökin hvetji sjóðina til að halda að sér höndum varðandi gjaldeyriskaup,“ segir Þórey. Það er til marks um fjárhagslegan styrk lífeyrissjóðanna að þegar það var 172 milljarða afgangur á viðskiptum við útlönd í fyrra tóku lífeyrissjóðirnir út 120 milljarða í gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum. Fyrstu sex mánuði þessa árs var afgangurinn á viðskiptum við útlönd hins vegar aðeins tuttugu og fjórir milljarðar. Á síðustu sex mánuðum má áætla að sjóðirnir hafi frestað fjárfestingum í útlöndum um allt að 60 milljarða. Þórey segir mikla óvissu hafa ríkt um efnahagsmál í marsmánuði og sameiginlegt mat þeirra sem standi að lífeyrissjóðakerfinu að þeir stæðu saman og sæju hvert stefndi. „Og líta á það sem sína samfélagslegu ábyrgð. Við erum að fjárfesta fyrir eigur almennings. Það er partur af því, hvaða áhrif hafa þessar stóru eignir sjóðanna og hvernig þeir haga sér á hagkerfið í heild,“ segir Þórey. Óvissan sé vissulega enn mikil og vitað að hún gangi ekki yfir á næstu þremur til sex mánuðum. Það þyki hins vegar ekki eðlilegt að lífeyrissjóðirnir standi einir að því að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum. „En ég á ekki von á að þeir fari í stórum stíl út núna um miðjan mánuðinn. Þeir eru ábyrgir í sínum gjörðum. Huga vel að því hvaða áhrif þeirra fjárfesting hefur á þjóðfélagið og sína sjóðfélaga til langs tíma,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Smyrja markaðinn Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði Seðlabankann vilja liðka til fyrir markaðnum. Setja gjaldeyri á markaðinn með reglulegum hætti til að tryggja góða verðmyndun, svo krónan gefi ekki smátt og smátt eftir. Í raun sé verið að smyrja markaðinn. Ásgeir sagði Seðlabankanna búa yfir 970 milljarða gjaldeyrisvaraforða. Hann væri stærri en þegar heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst og staðan væri mjög góð til að bregðast við þegar þörf væri á.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Sjá meira