Reikna með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. september 2020 19:54 Reiknað er með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum eftir að sex mánaða samkomulag um að þeir haldi sig til hlés í slíkum fjárfestingum rennur út í næstu viku. Sjóðirnir hafa úr gífurlegum fjármunum að spila. Að frumkvæði Seðlabankans hvöttu Landssamtök lífeyrissjóða til þess hinn 18. mars að sjóðirnir drægju sig í hlé frá fjárfestingum í útlöndum í þrjá mánuði. Í samkomulagi við Seðlabankann framlengdu sjóðirnir svo þetta hlé í aðra þrjá mánuði sem ekki stendur til að framlengja þegar það rennur út á fimmtudag í næstu viku. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir þetta ekki verða framlengt. „Það hefur ekkert samtal átt sér stað við seðlabankastjóra. hann hefur ekki óskað eftir því að landssamtökin hvetji sjóðina til að halda að sér höndum varðandi gjaldeyriskaup,“ segir Þórey. Það er til marks um fjárhagslegan styrk lífeyrissjóðanna að þegar það var 172 milljarða afgangur á viðskiptum við útlönd í fyrra tóku lífeyrissjóðirnir út 120 milljarða í gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum. Fyrstu sex mánuði þessa árs var afgangurinn á viðskiptum við útlönd hins vegar aðeins tuttugu og fjórir milljarðar. Á síðustu sex mánuðum má áætla að sjóðirnir hafi frestað fjárfestingum í útlöndum um allt að 60 milljarða. Þórey segir mikla óvissu hafa ríkt um efnahagsmál í marsmánuði og sameiginlegt mat þeirra sem standi að lífeyrissjóðakerfinu að þeir stæðu saman og sæju hvert stefndi. „Og líta á það sem sína samfélagslegu ábyrgð. Við erum að fjárfesta fyrir eigur almennings. Það er partur af því, hvaða áhrif hafa þessar stóru eignir sjóðanna og hvernig þeir haga sér á hagkerfið í heild,“ segir Þórey. Óvissan sé vissulega enn mikil og vitað að hún gangi ekki yfir á næstu þremur til sex mánuðum. Það þyki hins vegar ekki eðlilegt að lífeyrissjóðirnir standi einir að því að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum. „En ég á ekki von á að þeir fari í stórum stíl út núna um miðjan mánuðinn. Þeir eru ábyrgir í sínum gjörðum. Huga vel að því hvaða áhrif þeirra fjárfesting hefur á þjóðfélagið og sína sjóðfélaga til langs tíma,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Smyrja markaðinn Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði Seðlabankann vilja liðka til fyrir markaðnum. Setja gjaldeyri á markaðinn með reglulegum hætti til að tryggja góða verðmyndun, svo krónan gefi ekki smátt og smátt eftir. Í raun sé verið að smyrja markaðinn. Ásgeir sagði Seðlabankanna búa yfir 970 milljarða gjaldeyrisvaraforða. Hann væri stærri en þegar heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst og staðan væri mjög góð til að bregðast við þegar þörf væri á. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Reiknað er með að lífeyrissjóðirnir fari hægt af stað í fjárfestingum í útlöndum eftir að sex mánaða samkomulag um að þeir haldi sig til hlés í slíkum fjárfestingum rennur út í næstu viku. Sjóðirnir hafa úr gífurlegum fjármunum að spila. Að frumkvæði Seðlabankans hvöttu Landssamtök lífeyrissjóða til þess hinn 18. mars að sjóðirnir drægju sig í hlé frá fjárfestingum í útlöndum í þrjá mánuði. Í samkomulagi við Seðlabankann framlengdu sjóðirnir svo þetta hlé í aðra þrjá mánuði sem ekki stendur til að framlengja þegar það rennur út á fimmtudag í næstu viku. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segir þetta ekki verða framlengt. „Það hefur ekkert samtal átt sér stað við seðlabankastjóra. hann hefur ekki óskað eftir því að landssamtökin hvetji sjóðina til að halda að sér höndum varðandi gjaldeyriskaup,“ segir Þórey. Það er til marks um fjárhagslegan styrk lífeyrissjóðanna að þegar það var 172 milljarða afgangur á viðskiptum við útlönd í fyrra tóku lífeyrissjóðirnir út 120 milljarða í gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum. Fyrstu sex mánuði þessa árs var afgangurinn á viðskiptum við útlönd hins vegar aðeins tuttugu og fjórir milljarðar. Á síðustu sex mánuðum má áætla að sjóðirnir hafi frestað fjárfestingum í útlöndum um allt að 60 milljarða. Þórey segir mikla óvissu hafa ríkt um efnahagsmál í marsmánuði og sameiginlegt mat þeirra sem standi að lífeyrissjóðakerfinu að þeir stæðu saman og sæju hvert stefndi. „Og líta á það sem sína samfélagslegu ábyrgð. Við erum að fjárfesta fyrir eigur almennings. Það er partur af því, hvaða áhrif hafa þessar stóru eignir sjóðanna og hvernig þeir haga sér á hagkerfið í heild,“ segir Þórey. Óvissan sé vissulega enn mikil og vitað að hún gangi ekki yfir á næstu þremur til sex mánuðum. Það þyki hins vegar ekki eðlilegt að lífeyrissjóðirnir standi einir að því að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum. „En ég á ekki von á að þeir fari í stórum stíl út núna um miðjan mánuðinn. Þeir eru ábyrgir í sínum gjörðum. Huga vel að því hvaða áhrif þeirra fjárfesting hefur á þjóðfélagið og sína sjóðfélaga til langs tíma,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Smyrja markaðinn Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði Seðlabankann vilja liðka til fyrir markaðnum. Setja gjaldeyri á markaðinn með reglulegum hætti til að tryggja góða verðmyndun, svo krónan gefi ekki smátt og smátt eftir. Í raun sé verið að smyrja markaðinn. Ásgeir sagði Seðlabankanna búa yfir 970 milljarða gjaldeyrisvaraforða. Hann væri stærri en þegar heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst og staðan væri mjög góð til að bregðast við þegar þörf væri á.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent