Minnast Erick Morillo: „Sorglegt hvernig fór fyrir honum“ Tinni Sveinsson skrifar 11. september 2020 16:15 Tvær goðsagnir í heimi plötusnúða. Erick Morillo og Carl Cox taka sjálfu á kvikmyndahátíð í Los Angeles árið 2017. Getty/Joe Scarnici Danstónlistarþátturinn PartyZone hefur fært sig um set og birtist meðal annars vikulega hér á Vísi. Í þætti vikunnar minnast þáttastjórnendur plötusnúðsins Erick Morillo. Morillo var vel þekktur í heimi danstónlistar þar sem hann vann iðulega verðlaun sem einn besti plötusnúður ársins og gaf út efni undir fjölmörgum nöfnum í gegnum árin. Klippa: Party Zone 11. september Flestir ættu samt að kannast við smellinn I Like To Move It, sem hann samdi undir nafninu Reel 2 Real. Lagið sló í gegn út um allan heim og var gert ódauðlegt í teiknimyndinni Madagascar. PartyZone fékk Morillo til Íslands árið 1997 og kom hann fram á árslistakvöldi í Tunglinu. „Það var alveg troðfullt í Tunglinu. Enda var hann alger spaði og nett stjarna,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. „Þetta heppnaðist svo vel að hann bauð okkur að halda PartyZone kvöld með Strictly Rhythm á Ibiza í kjölfarið. En það er sorglegt hvernig fór fyrir honum,“ segir Helgi en Morillo fannst látinn á heimili sínu í Flórída í byrjun mánaðar. watch on YouTube Morillo hafði síðustu ár barist við fíknisjúkdóm. Hann var fyrr á árinu handtekinn vegna nauðgunarkæru og átti að koma fyrir dómara seinna í mánuðinum. Hægt er að lesa nánar um lífshlaup hans hér á The Guardian. Í þættinum má heyra nokkur lög Morillo. Einnig vel valin ný lög úr heimi danstónlistarinnar. Þá er nýr dagskrárliður kynntur til leiks í þættinum, 70s lagið, sem mun heyrast endrum og sinnum. Þar er eitt gamalt og gott diskó/soul lag spilað. Fleiri PartyZone þætti má nálgast hér á Vísi og á Mixcloud. Morgunblaðið birti myndir af tónleikum Morillo í Tunglinu í janúar 1997.Tímarit.is PartyZone Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Danstónlistarþátturinn PartyZone hefur fært sig um set og birtist meðal annars vikulega hér á Vísi. Í þætti vikunnar minnast þáttastjórnendur plötusnúðsins Erick Morillo. Morillo var vel þekktur í heimi danstónlistar þar sem hann vann iðulega verðlaun sem einn besti plötusnúður ársins og gaf út efni undir fjölmörgum nöfnum í gegnum árin. Klippa: Party Zone 11. september Flestir ættu samt að kannast við smellinn I Like To Move It, sem hann samdi undir nafninu Reel 2 Real. Lagið sló í gegn út um allan heim og var gert ódauðlegt í teiknimyndinni Madagascar. PartyZone fékk Morillo til Íslands árið 1997 og kom hann fram á árslistakvöldi í Tunglinu. „Það var alveg troðfullt í Tunglinu. Enda var hann alger spaði og nett stjarna,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. „Þetta heppnaðist svo vel að hann bauð okkur að halda PartyZone kvöld með Strictly Rhythm á Ibiza í kjölfarið. En það er sorglegt hvernig fór fyrir honum,“ segir Helgi en Morillo fannst látinn á heimili sínu í Flórída í byrjun mánaðar. watch on YouTube Morillo hafði síðustu ár barist við fíknisjúkdóm. Hann var fyrr á árinu handtekinn vegna nauðgunarkæru og átti að koma fyrir dómara seinna í mánuðinum. Hægt er að lesa nánar um lífshlaup hans hér á The Guardian. Í þættinum má heyra nokkur lög Morillo. Einnig vel valin ný lög úr heimi danstónlistarinnar. Þá er nýr dagskrárliður kynntur til leiks í þættinum, 70s lagið, sem mun heyrast endrum og sinnum. Þar er eitt gamalt og gott diskó/soul lag spilað. Fleiri PartyZone þætti má nálgast hér á Vísi og á Mixcloud. Morgunblaðið birti myndir af tónleikum Morillo í Tunglinu í janúar 1997.Tímarit.is
PartyZone Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“