Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2020 23:00 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur ekki tapað alvöru leik í eitt og hálft ár. vísir/getty Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. Sara kom inn á sem varamaður í kvöld, á 49. mínútu, í 3-0 útisigri Lyon gegn Reims í 2. umferð frönsku 1. deildarinnar. Nakita Parris og Janice Cayman skoruðu fyrir Lyon og eitt markið var sjálfsmark. Sara hefur þar með unnið alla tíu leikina sem hún hefur spilað síðan að kórónuveirufaraldurinn setti mótahald úr skorðum í mars. Á þeim tíma hefur hún orðið Þýskalandsmeistari, þýskur bikarmeistari og Evrópumeistari. Raunar hefur Sara ekki tapað alvöru leik, hvorki með landsliði né félagsliði, í eitt og hálft ár. Það er að segja ef vináttulandsleikir eru undanskildir, en Ísland tapaði gegn Frökkum í október í fyrra. Ef sá leikur, sem og sigrar í vináttulandsleikjum, eru ekki taldir með hefur Sara samkvæmt Soccerway leikið 39 leiki án taps, og þar af er aðeins eitt jafntefli, síðan hún tapaði gegn sínu núverandi liði Lyon í Meistaradeildinni í mars 2019. Hvert stig dýrmætt í undankeppni EM Með þetta í farteskinu heldur Sara nú til Íslands vegna hinna gríðarlega mikilvægu leikja við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM sem fram undan eru á Laugardalsvelli. Íslendingar mæta Lettum næsta fimmtudag og svo Svíum, efsta liði riðilsins, 22. september. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og berjast því um að komast beint á EM í Englandi með því að ná efsta sætinu. Svíar eru með fimm mörkum betri markatölu. Liðin mætast einnig í Svíþjóð 27. október. Hvert stig er mikilvægt því að þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast einnig beint á EM. Hin sex fara í umspil um þrjú laus sæti. Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Sara Björk í byrjunarliðinu er Lyon hóf titilvörnina á sigri Frakklannds- og Evrópumeistarar Lyon hófu titilvörn sína með öruggum 4-0 sigri á Paris FC í dag. 6. september 2020 16:50 Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Evrópumeistarar Lyon byrjuðu aftur að æfa í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 3. september 2020 13:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira
Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. Sara kom inn á sem varamaður í kvöld, á 49. mínútu, í 3-0 útisigri Lyon gegn Reims í 2. umferð frönsku 1. deildarinnar. Nakita Parris og Janice Cayman skoruðu fyrir Lyon og eitt markið var sjálfsmark. Sara hefur þar með unnið alla tíu leikina sem hún hefur spilað síðan að kórónuveirufaraldurinn setti mótahald úr skorðum í mars. Á þeim tíma hefur hún orðið Þýskalandsmeistari, þýskur bikarmeistari og Evrópumeistari. Raunar hefur Sara ekki tapað alvöru leik, hvorki með landsliði né félagsliði, í eitt og hálft ár. Það er að segja ef vináttulandsleikir eru undanskildir, en Ísland tapaði gegn Frökkum í október í fyrra. Ef sá leikur, sem og sigrar í vináttulandsleikjum, eru ekki taldir með hefur Sara samkvæmt Soccerway leikið 39 leiki án taps, og þar af er aðeins eitt jafntefli, síðan hún tapaði gegn sínu núverandi liði Lyon í Meistaradeildinni í mars 2019. Hvert stig dýrmætt í undankeppni EM Með þetta í farteskinu heldur Sara nú til Íslands vegna hinna gríðarlega mikilvægu leikja við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM sem fram undan eru á Laugardalsvelli. Íslendingar mæta Lettum næsta fimmtudag og svo Svíum, efsta liði riðilsins, 22. september. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og berjast því um að komast beint á EM í Englandi með því að ná efsta sætinu. Svíar eru með fimm mörkum betri markatölu. Liðin mætast einnig í Svíþjóð 27. október. Hvert stig er mikilvægt því að þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast einnig beint á EM. Hin sex fara í umspil um þrjú laus sæti.
Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Sara Björk í byrjunarliðinu er Lyon hóf titilvörnina á sigri Frakklannds- og Evrópumeistarar Lyon hófu titilvörn sína með öruggum 4-0 sigri á Paris FC í dag. 6. september 2020 16:50 Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Evrópumeistarar Lyon byrjuðu aftur að æfa í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 3. september 2020 13:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Sara Björk í byrjunarliðinu er Lyon hóf titilvörnina á sigri Frakklannds- og Evrópumeistarar Lyon hófu titilvörn sína með öruggum 4-0 sigri á Paris FC í dag. 6. september 2020 16:50
Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Evrópumeistarar Lyon byrjuðu aftur að æfa í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 3. september 2020 13:00
„Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30
Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55