Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2020 23:00 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur ekki tapað alvöru leik í eitt og hálft ár. vísir/getty Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. Sara kom inn á sem varamaður í kvöld, á 49. mínútu, í 3-0 útisigri Lyon gegn Reims í 2. umferð frönsku 1. deildarinnar. Nakita Parris og Janice Cayman skoruðu fyrir Lyon og eitt markið var sjálfsmark. Sara hefur þar með unnið alla tíu leikina sem hún hefur spilað síðan að kórónuveirufaraldurinn setti mótahald úr skorðum í mars. Á þeim tíma hefur hún orðið Þýskalandsmeistari, þýskur bikarmeistari og Evrópumeistari. Raunar hefur Sara ekki tapað alvöru leik, hvorki með landsliði né félagsliði, í eitt og hálft ár. Það er að segja ef vináttulandsleikir eru undanskildir, en Ísland tapaði gegn Frökkum í október í fyrra. Ef sá leikur, sem og sigrar í vináttulandsleikjum, eru ekki taldir með hefur Sara samkvæmt Soccerway leikið 39 leiki án taps, og þar af er aðeins eitt jafntefli, síðan hún tapaði gegn sínu núverandi liði Lyon í Meistaradeildinni í mars 2019. Hvert stig dýrmætt í undankeppni EM Með þetta í farteskinu heldur Sara nú til Íslands vegna hinna gríðarlega mikilvægu leikja við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM sem fram undan eru á Laugardalsvelli. Íslendingar mæta Lettum næsta fimmtudag og svo Svíum, efsta liði riðilsins, 22. september. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og berjast því um að komast beint á EM í Englandi með því að ná efsta sætinu. Svíar eru með fimm mörkum betri markatölu. Liðin mætast einnig í Svíþjóð 27. október. Hvert stig er mikilvægt því að þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast einnig beint á EM. Hin sex fara í umspil um þrjú laus sæti. Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Sara Björk í byrjunarliðinu er Lyon hóf titilvörnina á sigri Frakklannds- og Evrópumeistarar Lyon hófu titilvörn sína með öruggum 4-0 sigri á Paris FC í dag. 6. september 2020 16:50 Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Evrópumeistarar Lyon byrjuðu aftur að æfa í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 3. september 2020 13:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. Sara kom inn á sem varamaður í kvöld, á 49. mínútu, í 3-0 útisigri Lyon gegn Reims í 2. umferð frönsku 1. deildarinnar. Nakita Parris og Janice Cayman skoruðu fyrir Lyon og eitt markið var sjálfsmark. Sara hefur þar með unnið alla tíu leikina sem hún hefur spilað síðan að kórónuveirufaraldurinn setti mótahald úr skorðum í mars. Á þeim tíma hefur hún orðið Þýskalandsmeistari, þýskur bikarmeistari og Evrópumeistari. Raunar hefur Sara ekki tapað alvöru leik, hvorki með landsliði né félagsliði, í eitt og hálft ár. Það er að segja ef vináttulandsleikir eru undanskildir, en Ísland tapaði gegn Frökkum í október í fyrra. Ef sá leikur, sem og sigrar í vináttulandsleikjum, eru ekki taldir með hefur Sara samkvæmt Soccerway leikið 39 leiki án taps, og þar af er aðeins eitt jafntefli, síðan hún tapaði gegn sínu núverandi liði Lyon í Meistaradeildinni í mars 2019. Hvert stig dýrmætt í undankeppni EM Með þetta í farteskinu heldur Sara nú til Íslands vegna hinna gríðarlega mikilvægu leikja við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM sem fram undan eru á Laugardalsvelli. Íslendingar mæta Lettum næsta fimmtudag og svo Svíum, efsta liði riðilsins, 22. september. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og berjast því um að komast beint á EM í Englandi með því að ná efsta sætinu. Svíar eru með fimm mörkum betri markatölu. Liðin mætast einnig í Svíþjóð 27. október. Hvert stig er mikilvægt því að þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast einnig beint á EM. Hin sex fara í umspil um þrjú laus sæti.
Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Sara Björk í byrjunarliðinu er Lyon hóf titilvörnina á sigri Frakklannds- og Evrópumeistarar Lyon hófu titilvörn sína með öruggum 4-0 sigri á Paris FC í dag. 6. september 2020 16:50 Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Evrópumeistarar Lyon byrjuðu aftur að æfa í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 3. september 2020 13:00 „Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30 Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Sara Björk í byrjunarliðinu er Lyon hóf titilvörnina á sigri Frakklannds- og Evrópumeistarar Lyon hófu titilvörn sína með öruggum 4-0 sigri á Paris FC í dag. 6. september 2020 16:50
Engin miskunn hjá Lyon sem æfir fjórum dögum eftir að hafa orðið Evrópumeistari Evrópumeistarar Lyon byrjuðu aftur að æfa í dag, aðeins fjórum dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 3. september 2020 13:00
„Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“ „Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta. 31. ágúst 2020 10:30
Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum. 30. ágúst 2020 19:55