Fatan hans Marcelo Bielsa var frumsýnd á Anfield og vakti furðu margra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 10:00 Marcelo Bielsa, knattspyrnusjóri Leeds United, situr hér á fötunni sinni á Anfield um helgina. EPA-EFE/Paul Ellis Frábær frammistaða nýliða Leeds United á Anfield var ekki það eina sam vakti athygli í leik Liverpool og Leeds í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Margir voru að velta því fyrir sér á hverju knattspyrnustjóri Leeds sat í þessum leik. Marcelo Bielsa stýrði liði í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn um helgina þegar Leeds United tapaði 4-3 á móti Englandsmeisturum Liverpool. Leeds liðið stóð sig frábærlega og úr varð sjö marka leikur þar sem meistararnir máttu þakka fyrir að taka öll þrjú stigin. Marcelo Bielsa er á sínu þriðja tímabili með Leeds og er búinn að setja saman skemmtilegt lið sem er óhrætt við að spila fótbolta á stöðum eins og heimavelli Englandsmeistaranna. Augu margra voru hins vegar á Bielsa sjálfum og menn voru að velta því fyrir sér á hverju hann sat stærsta hluta leiksins. Bielsa nýtti sér nefnilega ekki sætin á varamannabekknum eins og knattspyrnustjórarnir gera vanalega heldur sat á sérstakri fötu í þjálfaraboxinu við hliðarlínuna. Why Leeds United manager Marcelo Bielsa sits on a bucket during games. https://t.co/qOpp5FVtSh pic.twitter.com/yVAEOoOBTF— SPORTbible (@sportbible) September 13, 2020 Fyrir þá sem þekkja til Marcelo Bielsa þá kom það ekki mikið á óvart að sjá hann á fötunni á Anfield enda er þetta ekkert nýtt hjá honum. Guillem Balague, blaðamaður BBC, komst að því við gerð heimildarmyndar um Leeds á síðasta ári af hverju „El Loco“ eins og hann er kallaður situr á þessari fötu. „Hann gengur rúma sex kílómetra frá heimili sínu og á æfingavöllinn. Hann labbar líka mikið í leikjunum sjálfum og ástæðan fyrir því að hann sest niður á þessa fötu er að hann er glíma við mikinn bakverk sem hefur fylgt honum síðan hann var að spila sjálfur,“ sagði Guillem Balague í heimildarmyndinni. Bielsa byrjaði á því að setjast niður á kælibox þegar hann var hjá Marseille en Leeds reddaði honum fötu með sæti á og fengu meðal annars fyrirtæki til að kaupa auglýsingu á hana. Það er síðan mjúkt sæti efst til að gera setuna enn þægilegri fyrir Bielsa. Það er almennt talið að hinn 65 ára gamli Bielsa vilji líka vera á fötunni í stað þess að sitja í varamannaskýlinu á Elland Road sem er grafið niður. „Viltu að ég segi eitthvað meira en hvað þetta er? Þetta er bara fata. Ég hef engu við það að bæta nema að þetta er þægileg fata, sagði Marcelo Bielsa þegar hann var spurður út í fötuna sína. Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Frábær frammistaða nýliða Leeds United á Anfield var ekki það eina sam vakti athygli í leik Liverpool og Leeds í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Margir voru að velta því fyrir sér á hverju knattspyrnustjóri Leeds sat í þessum leik. Marcelo Bielsa stýrði liði í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn um helgina þegar Leeds United tapaði 4-3 á móti Englandsmeisturum Liverpool. Leeds liðið stóð sig frábærlega og úr varð sjö marka leikur þar sem meistararnir máttu þakka fyrir að taka öll þrjú stigin. Marcelo Bielsa er á sínu þriðja tímabili með Leeds og er búinn að setja saman skemmtilegt lið sem er óhrætt við að spila fótbolta á stöðum eins og heimavelli Englandsmeistaranna. Augu margra voru hins vegar á Bielsa sjálfum og menn voru að velta því fyrir sér á hverju hann sat stærsta hluta leiksins. Bielsa nýtti sér nefnilega ekki sætin á varamannabekknum eins og knattspyrnustjórarnir gera vanalega heldur sat á sérstakri fötu í þjálfaraboxinu við hliðarlínuna. Why Leeds United manager Marcelo Bielsa sits on a bucket during games. https://t.co/qOpp5FVtSh pic.twitter.com/yVAEOoOBTF— SPORTbible (@sportbible) September 13, 2020 Fyrir þá sem þekkja til Marcelo Bielsa þá kom það ekki mikið á óvart að sjá hann á fötunni á Anfield enda er þetta ekkert nýtt hjá honum. Guillem Balague, blaðamaður BBC, komst að því við gerð heimildarmyndar um Leeds á síðasta ári af hverju „El Loco“ eins og hann er kallaður situr á þessari fötu. „Hann gengur rúma sex kílómetra frá heimili sínu og á æfingavöllinn. Hann labbar líka mikið í leikjunum sjálfum og ástæðan fyrir því að hann sest niður á þessa fötu er að hann er glíma við mikinn bakverk sem hefur fylgt honum síðan hann var að spila sjálfur,“ sagði Guillem Balague í heimildarmyndinni. Bielsa byrjaði á því að setjast niður á kælibox þegar hann var hjá Marseille en Leeds reddaði honum fötu með sæti á og fengu meðal annars fyrirtæki til að kaupa auglýsingu á hana. Það er síðan mjúkt sæti efst til að gera setuna enn þægilegri fyrir Bielsa. Það er almennt talið að hinn 65 ára gamli Bielsa vilji líka vera á fötunni í stað þess að sitja í varamannaskýlinu á Elland Road sem er grafið niður. „Viltu að ég segi eitthvað meira en hvað þetta er? Þetta er bara fata. Ég hef engu við það að bæta nema að þetta er þægileg fata, sagði Marcelo Bielsa þegar hann var spurður út í fötuna sína.
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira