YouTube keppir við TikTok með forritinu Shorts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 19:39 YouTube hefur kynnt til sögunnar Shorts, sem hefur í raun sömu virknu og TikTok. Getty/Avishek Das/Mateusz Slodkowski Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Frumgerð forritsins, sem ber nafnið Shorts, verður sett á markað á Indlandi á næstu dögum. Samkvæmt yfirlýsingu frá YouTube verður forritið aðgengilegt í fleiri löndum með tímanum en á sama tíma verður unnið að því að bæta forritið. Á forritinu verður fólki gert kleift að taka upp „stutt og grípandi myndbönd með því að nota aðeins farsíma.“ Hægt verður að klippa saman nokkrar klippur, bæta tónlist við myndböndin, nota niðurteljara og tímastilli til að taka myndböndin upp handfrjálst. Allt þetta stendur þegar til boða á TikTok. Samkvæmt frétt CNN er það engin tilviljun að forritið verði fyrst kynnt á Indlandi en í júní var TikTok bannað þar í landi auk nokkurra annarra kínverskra forrita sem nutu mikilla vinsælda. Indland heldur því fram að kínversku forritin „ógni fullveldi og rættmæti“ Indlands. Indverskir TikTok notendur hafa síðan þá leitað allra leiða til að koma efni frá sér á svipuðum miðli. YouTube er ekki fyrsti samfélagsmiðlarisinn sem hefur kynnt forrit með svipaða virkni og TikTok. Í síðasta mánuði kynnti Instagram Reels til sögunnar, sem er í raun alveg eins og TikTok. Samfélagsmiðlar Indland TikTok Google Tengdar fréttir Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Frumgerð forritsins, sem ber nafnið Shorts, verður sett á markað á Indlandi á næstu dögum. Samkvæmt yfirlýsingu frá YouTube verður forritið aðgengilegt í fleiri löndum með tímanum en á sama tíma verður unnið að því að bæta forritið. Á forritinu verður fólki gert kleift að taka upp „stutt og grípandi myndbönd með því að nota aðeins farsíma.“ Hægt verður að klippa saman nokkrar klippur, bæta tónlist við myndböndin, nota niðurteljara og tímastilli til að taka myndböndin upp handfrjálst. Allt þetta stendur þegar til boða á TikTok. Samkvæmt frétt CNN er það engin tilviljun að forritið verði fyrst kynnt á Indlandi en í júní var TikTok bannað þar í landi auk nokkurra annarra kínverskra forrita sem nutu mikilla vinsælda. Indland heldur því fram að kínversku forritin „ógni fullveldi og rættmæti“ Indlands. Indverskir TikTok notendur hafa síðan þá leitað allra leiða til að koma efni frá sér á svipuðum miðli. YouTube er ekki fyrsti samfélagsmiðlarisinn sem hefur kynnt forrit með svipaða virkni og TikTok. Í síðasta mánuði kynnti Instagram Reels til sögunnar, sem er í raun alveg eins og TikTok.
Samfélagsmiðlar Indland TikTok Google Tengdar fréttir Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34
TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42