Ræða um að greiða milljarða til að láta FIFA-sakir hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2020 10:18 Merki Julius Bär í Zürich í Sviss. Einn fyrrverandi starfsmaður var sakfelldur fyrir aðild að FIFA-spillingarmálinu árið 2017. Vísir/EPA Svissneski bankinn Julius Bär gæti greitt bandarískum yfirvöldum jafnvirði milljarða íslenskra króna í sátt til að losna undan ásökunum um aðild að spillingarmáli Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Bankinn er sagður hafa hunsað hættu á peningaþvætti sem fólst í greiðslum tengdum FIFA. Reuters-fréttastofan segir að viðræður bankans við bandaríska dómsmálaráðuneytisins um sátt séu langt komnar. Í yfirlýsingu Julius Bär segir að bankinn hafi unnið með rannsakendum meints peningaþvættis og spillingar starfsmanna FIFA, aðildarfélaga sambandsins og fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja. Upphæðin sem bankinn gæti þurft að greiða til að ná sátt í málinu er talin hlaupa á tugum milljóna dollara, jafnvirði milljarða íslenskra króna. Svissneska fjármálaeftirlitið sakaði Julius Bär um að hunsa vísbendingar um peningaþvætti í greiðslum sem tengdust FIFA. Þá var fyrrverandi starfsmaður bankans sakfelldur í Bandaríkjunum fyrir samsæri um greiðslur frá forstjóra íþróttamarkaðsfyrirtækis til forseta argentínska knattspyrnusambandsins árið 2017. Bandaríska dómsmálaráðuneytið afhjúpaði stórfellda spillingu innan FIFA árið 2015. Hún fólst í mörgum tilfellum í mútugreiðslum fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja til ráðamanna innan FIFA og landssambanda í kringum samninga um útsendingarétt á knattspyrnumótum. Fjöldi háttsettra FIFA-liða var handtekinn og leiddi málið að lokum til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, hrökklaðist frá völdum. FIFA Sviss Bandaríkin Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Svissneski bankinn Julius Bär gæti greitt bandarískum yfirvöldum jafnvirði milljarða íslenskra króna í sátt til að losna undan ásökunum um aðild að spillingarmáli Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Bankinn er sagður hafa hunsað hættu á peningaþvætti sem fólst í greiðslum tengdum FIFA. Reuters-fréttastofan segir að viðræður bankans við bandaríska dómsmálaráðuneytisins um sátt séu langt komnar. Í yfirlýsingu Julius Bär segir að bankinn hafi unnið með rannsakendum meints peningaþvættis og spillingar starfsmanna FIFA, aðildarfélaga sambandsins og fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja. Upphæðin sem bankinn gæti þurft að greiða til að ná sátt í málinu er talin hlaupa á tugum milljóna dollara, jafnvirði milljarða íslenskra króna. Svissneska fjármálaeftirlitið sakaði Julius Bär um að hunsa vísbendingar um peningaþvætti í greiðslum sem tengdust FIFA. Þá var fyrrverandi starfsmaður bankans sakfelldur í Bandaríkjunum fyrir samsæri um greiðslur frá forstjóra íþróttamarkaðsfyrirtækis til forseta argentínska knattspyrnusambandsins árið 2017. Bandaríska dómsmálaráðuneytið afhjúpaði stórfellda spillingu innan FIFA árið 2015. Hún fólst í mörgum tilfellum í mútugreiðslum fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja til ráðamanna innan FIFA og landssambanda í kringum samninga um útsendingarétt á knattspyrnumótum. Fjöldi háttsettra FIFA-liða var handtekinn og leiddi málið að lokum til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, hrökklaðist frá völdum.
FIFA Sviss Bandaríkin Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira