„Hélt að ég myndi ekki vakna aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2020 11:29 Pálmi fer um víðan völl í viðtalinu við Sölva. Hann segist vera heppinn að vera á lífi eftir áralanga drykkju. Pálmi Gunnarsson segist stálheppinn að vera enn á lífi eftir áralanga ofneyslu á áfengi. Tónlistarmaðurinn greinir frá þessu í podcasti Sölva Tryggvasonar. Pálmi, sem er einn þekktasti tónlistarmaður Íslandssögunnar, segir í viðtalinu við Sölva meðal annars frá baráttunni við að reyna að hætta að drekka og dópa og hve margar tilraunir hann þurfti að gera. „Það voru ótal skipti þar sem skynsami strákurinn inni í manni sagði: Nú er þetta búið. Aldrei aftur, og korteri seinna var maður kominn út á bar. Þetta lýsir stjórnleysinu. Svo sannarlega vildi maður út úr þessu helvíti. Löngu löngu áður en það slökknaði á lönguninni hjá mér. En mig langaði svo mikið að komast út úr þessari stöðu, en ég réði bara ekkert við þetta,“ segir Pálmi og heldur áfram: „Maður var svo klikkaður. Ég var orðinn svo óhuggulega steiktur þegar ég loksins hætti. Ég fór út af Staðafelli og það var engin löngun og ég botnaði ekkert í því. Og þegar leið á fannst mér þetta svo furðulegt að ég pantaði mér tíma hjá ráðgjafa hjá SÁÁ og sagði honum að það væri alveg að fara með hausinn á mér að ég fyndi ekki löngun í neitt. Gæinn horfði á mig og benti mér á dyrnar bara og sagði mér að vera feginn, en ég var svo hræddur við að þetta kæmi aftur að ég keyrði fram hjá húsinu hjá gamla dópdílernum mínum bara til að tékka á hvort að löngunin kæmi. En það var bara allt búið og mig hefur aldrei langað í neitt af þessu frá þessum degi, 8. mars, 1995.” Drukku í sólahring í viðbót Pálmi þakkar fyrir að vera enn á lífi eftir áralanga ofneyslu á áfengi. Hann rifjar upp augnablikið þegar hann fór að vera þakklátur fyrir að vakna lifandi á morgnana. „Ég held að það hafi verið þegar ég hélt að ég myndi ekki vakna aftur lifandi, þegar ég var að drekka mig í hel. Ég segi stundum að ég hafi verið rosalega heppinn að sleppa á lífi undan þessu,” segir Pálmi. „Ég þoldi alveg hrikalega mikið áfengi og eftir fyrstu skiptin varð ekkert aftur snúið. ,Buzzið sem ég fékk var þess eðlis að það var eitthvað sem ég vildi gera meira af. Stjórnleysið kom rosalega snemma í þessu og þá meina ég að það var ekkert ég sem var við stjórnvölinn þegar drykkjan byrjaði.Ég var alltaf síðasti kallinn út úr partý-inu.“ Pálmi tekur eitt dæmi af því hve mikið hann þoldi þegar kom að drykkju. „Mig minnir að það hafi verið fimmtugsafmælið hans Ragga heitins Bjarna, sem þoldi vel, en hann hætti síðan að drekka eins og allir almennilegir menn. Við vorum einir eftir í afmælisveislunni að drekka þegar hann segir við mig: „Já helvítis Austfirðingarnir, þeir þola þetta vel eins og ég“. Og við drukkum í heilan sólahring í viðbót. Þetta var svolítið ég á þessum tíma. Svo byrjaði maður að bæta við flóruna og fór að taka fleiri efni. Það var eðlilegt framhald á minni neyslu. Þess vegna segi ég að ég hafi verið heppinn, af því að ég var að nota allan djöfulinn.” Pálmi segir sögur af því þegar löggan var að elta hann og aðra tónlistarmenn vegna þess að þeir voru að nota alls konar efni. „Við vorum hundeltir af löggunni. Við vorum eltir út um allt og á Brunaliðsárunum þá var einn úr fíkniefnalögreglunni sem elti okkur á Einni með Öllu og við sáum í rassgatið á honum þar sem hann var að kafa ofan í töskunum. Við fengum engan afslátt þó við værum tónlistarmenn og ef eitthvað var, þá var gefið í gagnvart okkur.“ Í viðtalinu ræða Pálmi og Sölvi um stórmerkilegan feril, Gleðibankann og Eurovision mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, drykkju, dóp og fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Pálmi Gunnarsson segist stálheppinn að vera enn á lífi eftir áralanga ofneyslu á áfengi. Tónlistarmaðurinn greinir frá þessu í podcasti Sölva Tryggvasonar. Pálmi, sem er einn þekktasti tónlistarmaður Íslandssögunnar, segir í viðtalinu við Sölva meðal annars frá baráttunni við að reyna að hætta að drekka og dópa og hve margar tilraunir hann þurfti að gera. „Það voru ótal skipti þar sem skynsami strákurinn inni í manni sagði: Nú er þetta búið. Aldrei aftur, og korteri seinna var maður kominn út á bar. Þetta lýsir stjórnleysinu. Svo sannarlega vildi maður út úr þessu helvíti. Löngu löngu áður en það slökknaði á lönguninni hjá mér. En mig langaði svo mikið að komast út úr þessari stöðu, en ég réði bara ekkert við þetta,“ segir Pálmi og heldur áfram: „Maður var svo klikkaður. Ég var orðinn svo óhuggulega steiktur þegar ég loksins hætti. Ég fór út af Staðafelli og það var engin löngun og ég botnaði ekkert í því. Og þegar leið á fannst mér þetta svo furðulegt að ég pantaði mér tíma hjá ráðgjafa hjá SÁÁ og sagði honum að það væri alveg að fara með hausinn á mér að ég fyndi ekki löngun í neitt. Gæinn horfði á mig og benti mér á dyrnar bara og sagði mér að vera feginn, en ég var svo hræddur við að þetta kæmi aftur að ég keyrði fram hjá húsinu hjá gamla dópdílernum mínum bara til að tékka á hvort að löngunin kæmi. En það var bara allt búið og mig hefur aldrei langað í neitt af þessu frá þessum degi, 8. mars, 1995.” Drukku í sólahring í viðbót Pálmi þakkar fyrir að vera enn á lífi eftir áralanga ofneyslu á áfengi. Hann rifjar upp augnablikið þegar hann fór að vera þakklátur fyrir að vakna lifandi á morgnana. „Ég held að það hafi verið þegar ég hélt að ég myndi ekki vakna aftur lifandi, þegar ég var að drekka mig í hel. Ég segi stundum að ég hafi verið rosalega heppinn að sleppa á lífi undan þessu,” segir Pálmi. „Ég þoldi alveg hrikalega mikið áfengi og eftir fyrstu skiptin varð ekkert aftur snúið. ,Buzzið sem ég fékk var þess eðlis að það var eitthvað sem ég vildi gera meira af. Stjórnleysið kom rosalega snemma í þessu og þá meina ég að það var ekkert ég sem var við stjórnvölinn þegar drykkjan byrjaði.Ég var alltaf síðasti kallinn út úr partý-inu.“ Pálmi tekur eitt dæmi af því hve mikið hann þoldi þegar kom að drykkju. „Mig minnir að það hafi verið fimmtugsafmælið hans Ragga heitins Bjarna, sem þoldi vel, en hann hætti síðan að drekka eins og allir almennilegir menn. Við vorum einir eftir í afmælisveislunni að drekka þegar hann segir við mig: „Já helvítis Austfirðingarnir, þeir þola þetta vel eins og ég“. Og við drukkum í heilan sólahring í viðbót. Þetta var svolítið ég á þessum tíma. Svo byrjaði maður að bæta við flóruna og fór að taka fleiri efni. Það var eðlilegt framhald á minni neyslu. Þess vegna segi ég að ég hafi verið heppinn, af því að ég var að nota allan djöfulinn.” Pálmi segir sögur af því þegar löggan var að elta hann og aðra tónlistarmenn vegna þess að þeir voru að nota alls konar efni. „Við vorum hundeltir af löggunni. Við vorum eltir út um allt og á Brunaliðsárunum þá var einn úr fíkniefnalögreglunni sem elti okkur á Einni með Öllu og við sáum í rassgatið á honum þar sem hann var að kafa ofan í töskunum. Við fengum engan afslátt þó við værum tónlistarmenn og ef eitthvað var, þá var gefið í gagnvart okkur.“ Í viðtalinu ræða Pálmi og Sölvi um stórmerkilegan feril, Gleðibankann og Eurovision mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, drykkju, dóp og fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira