Halda áfram ferðalaginu á EM í Englandi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 16:45 Alexandra Jóhannsdóttir og Hlín Eiríksdóttir eru tvítugar en voru báðar í byrjunarliði Íslands í síðasta mótsleik, sem var einmitt einnig gegn Lettum fyrir tæpu ári síðan. Þá vann Ísland 6-0 sigur. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur komist á þrjú Evrópumót í röð. Leiðin á fjórða mótið, í Englandi sumarið 2022, heldur áfram í kvöld þegar liðið mætir Lettlandi. Leikur Ísland og Lettlands hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni, á heimavelli gegn Ungverjum (4-1) og Slóvökum (1-0), og á útivelli gegn Lettum (6-0). Svíþjóð vann einnig fyrstu þrjá leiki sína og er með fimm mörkum betri markatölu, á toppi F-riðilsins. Leikirnir sem Ísland á eftir 17. september: ÍSLAND – Lettland 22. september: ÍSLAND – Svíþjóð 27. október: Svíþjóð – ÍSLAND 26. nóvember: Slóvakía – ÍSLAND 1. desember: Ungverjaland –ÍSLAND Aðeins það lið sem endar efst í riðlinum er öruggt um farseðilinn til Englands, þar sem meðal annars verður leikið á leikvöngum á borð við Wembley og Old Trafford. Ísland þarf að slá við Svíþjóð, bronsliði HM í fyrra, til að það takist en það yrði án vafa eitt mesta afrek í sögu landsliðsins. Næstefsta sæti tryggir umspil eða farseðil til Englands Ísland á góða möguleika á að ná 2. sæti og þar með væri öruggt að liðið færi í umspil eða beint á EM. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti á EM, en sex lið fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin. Áætlað er að umspilið fari fram 5.-13. apríl á næsta ári. Ísland er sem stendur með fjórða besta árangurinn af liðum í 2. sæti, þremur mörkum verri markatölu en Danmörk í B-riðli, en mikið vatn á eftir að renna til sjávar. Það eina sem íslenska liðið getur gert er að sækja til sigurs í kvöld, og hafa í huga að hvert einasta mark getur á endanum hjálpað til við að koma liðinu á EM. Ísland tvisvar verið meðal átta bestu í Evrópu Lokakeppni EM hefði átt að fara fram næsta sumar en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þá verða fimm ár liðin síðan að Ísland lék á EM í Hollandi 2017, þar sem liðið varð að sætta sig við að falla úr leik án stiga. Besti árangur Íslands á EM náðist árið 2013 þegar liðið fór í 8-liða úrslit á EM í Svíþjóð, en steinlá þar gegn heimakonum – liðinu sem Ísland mætir í toppslag næsta þriðjudag. Í fyrst lokakeppni EM sem Ísland tók þátt í, árið 2009, féll liðið úr leik í riðlakeppninni án stiga. Þá, líkt og 2013, voru aðeins 12 lið í keppninni en þeim var fjölgað í 16 fyrir EM 2017. Í undankeppni EM 1995 komst Ísland á lokastigið, þar sem 8 lið tóku þátt, en féll þar úr leik gegn Englandi, samanlagt 4-2. Aðeins fjögur lið tóku svo þátt í lokakeppninni. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarinn fylgist með stelpunum í stúkunni gegn Lettum Jón Þór Hauksson tekur út leikbann í leiknum gegn Lettlandi í undankeppni EM í kvöld. Ian Jeffs stýrir liðinu í hans stað. 17. september 2020 12:00 Fyrsti landsleikur Söru eftir titilinn: Ekki búin að grobba mig of mikið Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu annað kvöld gegn Lettlandi á Laugardalsvelli, í sínum fyrsta landsleik eftir að hafa orðið Evrópumeistari með Lyon fyrir hálfum mánuði. 16. september 2020 19:00 Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. 16. september 2020 16:00 Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00 Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00 Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. 14. september 2020 14:00 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur komist á þrjú Evrópumót í röð. Leiðin á fjórða mótið, í Englandi sumarið 2022, heldur áfram í kvöld þegar liðið mætir Lettlandi. Leikur Ísland og Lettlands hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni, á heimavelli gegn Ungverjum (4-1) og Slóvökum (1-0), og á útivelli gegn Lettum (6-0). Svíþjóð vann einnig fyrstu þrjá leiki sína og er með fimm mörkum betri markatölu, á toppi F-riðilsins. Leikirnir sem Ísland á eftir 17. september: ÍSLAND – Lettland 22. september: ÍSLAND – Svíþjóð 27. október: Svíþjóð – ÍSLAND 26. nóvember: Slóvakía – ÍSLAND 1. desember: Ungverjaland –ÍSLAND Aðeins það lið sem endar efst í riðlinum er öruggt um farseðilinn til Englands, þar sem meðal annars verður leikið á leikvöngum á borð við Wembley og Old Trafford. Ísland þarf að slá við Svíþjóð, bronsliði HM í fyrra, til að það takist en það yrði án vafa eitt mesta afrek í sögu landsliðsins. Næstefsta sæti tryggir umspil eða farseðil til Englands Ísland á góða möguleika á að ná 2. sæti og þar með væri öruggt að liðið færi í umspil eða beint á EM. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti á EM, en sex lið fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin. Áætlað er að umspilið fari fram 5.-13. apríl á næsta ári. Ísland er sem stendur með fjórða besta árangurinn af liðum í 2. sæti, þremur mörkum verri markatölu en Danmörk í B-riðli, en mikið vatn á eftir að renna til sjávar. Það eina sem íslenska liðið getur gert er að sækja til sigurs í kvöld, og hafa í huga að hvert einasta mark getur á endanum hjálpað til við að koma liðinu á EM. Ísland tvisvar verið meðal átta bestu í Evrópu Lokakeppni EM hefði átt að fara fram næsta sumar en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þá verða fimm ár liðin síðan að Ísland lék á EM í Hollandi 2017, þar sem liðið varð að sætta sig við að falla úr leik án stiga. Besti árangur Íslands á EM náðist árið 2013 þegar liðið fór í 8-liða úrslit á EM í Svíþjóð, en steinlá þar gegn heimakonum – liðinu sem Ísland mætir í toppslag næsta þriðjudag. Í fyrst lokakeppni EM sem Ísland tók þátt í, árið 2009, féll liðið úr leik í riðlakeppninni án stiga. Þá, líkt og 2013, voru aðeins 12 lið í keppninni en þeim var fjölgað í 16 fyrir EM 2017. Í undankeppni EM 1995 komst Ísland á lokastigið, þar sem 8 lið tóku þátt, en féll þar úr leik gegn Englandi, samanlagt 4-2. Aðeins fjögur lið tóku svo þátt í lokakeppninni.
Leikirnir sem Ísland á eftir 17. september: ÍSLAND – Lettland 22. september: ÍSLAND – Svíþjóð 27. október: Svíþjóð – ÍSLAND 26. nóvember: Slóvakía – ÍSLAND 1. desember: Ungverjaland –ÍSLAND
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarinn fylgist með stelpunum í stúkunni gegn Lettum Jón Þór Hauksson tekur út leikbann í leiknum gegn Lettlandi í undankeppni EM í kvöld. Ian Jeffs stýrir liðinu í hans stað. 17. september 2020 12:00 Fyrsti landsleikur Söru eftir titilinn: Ekki búin að grobba mig of mikið Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu annað kvöld gegn Lettlandi á Laugardalsvelli, í sínum fyrsta landsleik eftir að hafa orðið Evrópumeistari með Lyon fyrir hálfum mánuði. 16. september 2020 19:00 Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. 16. september 2020 16:00 Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00 Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00 Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. 14. september 2020 14:00 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn fylgist með stelpunum í stúkunni gegn Lettum Jón Þór Hauksson tekur út leikbann í leiknum gegn Lettlandi í undankeppni EM í kvöld. Ian Jeffs stýrir liðinu í hans stað. 17. september 2020 12:00
Fyrsti landsleikur Söru eftir titilinn: Ekki búin að grobba mig of mikið Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu annað kvöld gegn Lettlandi á Laugardalsvelli, í sínum fyrsta landsleik eftir að hafa orðið Evrópumeistari með Lyon fyrir hálfum mánuði. 16. september 2020 19:00
Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. 16. september 2020 16:00
Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30
Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00
Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00
Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. 14. september 2020 14:00
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn