Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 16:32 Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana léku í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð og mættu meðal annars Manchester United. vísir/getty Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. Eins og fram hefur komið mun Ísland missa eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum félagsliða karla, fari svo að KR tapi gegn Flora í Eistlandi í dag. Þá yrði nefnilega Wales komið upp fyrir Ísland á styrkleikalista UEFA, og Ísland komið niður í 51. sæti af 55 þjóðum Evrópu. Með sigri Buducnost er Svartfjallaland sömuleiðis komið upp fyrir Ísland sem þar með er í 52. sæti. Aðeins Eistland, Andorra og San Marínó eru neðar. Það er því allt undir hjá KR-ingum í Eistlandi en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport í opinni dagskrá. KR getur með sigri á Flora mögulega komið Íslandi upp fyrir bæði Wales og Svartfjallaland, en tapi liðið fær Ísland aðeins þrjú sæti í Evrópukeppni leiktíðina 2022-23. Það þýðir að aðeins Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og liðið í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á næstu leiktíð fengju Evrópusæti. Íslandsmeistararnir þyrftu auk þess að fara í sérstaka forkeppni fyrir Meistaradeildina, sem ein fjögurra neðstu þjóða Evrópu. Rúnar, sem missti af landsleikjum Íslands fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, lék allan leikinn í dag. Astana hefur komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða Meistaradeildarinnar á síðustu fimm leiktíðum, og einu sinni komist í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eða árið 2018. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Leikur KR og Flora Tallin sýndur beint Viðureign Flora Tallin og KR í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 eSport. 17. september 2020 13:49 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. Eins og fram hefur komið mun Ísland missa eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum félagsliða karla, fari svo að KR tapi gegn Flora í Eistlandi í dag. Þá yrði nefnilega Wales komið upp fyrir Ísland á styrkleikalista UEFA, og Ísland komið niður í 51. sæti af 55 þjóðum Evrópu. Með sigri Buducnost er Svartfjallaland sömuleiðis komið upp fyrir Ísland sem þar með er í 52. sæti. Aðeins Eistland, Andorra og San Marínó eru neðar. Það er því allt undir hjá KR-ingum í Eistlandi en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport í opinni dagskrá. KR getur með sigri á Flora mögulega komið Íslandi upp fyrir bæði Wales og Svartfjallaland, en tapi liðið fær Ísland aðeins þrjú sæti í Evrópukeppni leiktíðina 2022-23. Það þýðir að aðeins Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og liðið í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á næstu leiktíð fengju Evrópusæti. Íslandsmeistararnir þyrftu auk þess að fara í sérstaka forkeppni fyrir Meistaradeildina, sem ein fjögurra neðstu þjóða Evrópu. Rúnar, sem missti af landsleikjum Íslands fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, lék allan leikinn í dag. Astana hefur komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða Meistaradeildarinnar á síðustu fimm leiktíðum, og einu sinni komist í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eða árið 2018.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Leikur KR og Flora Tallin sýndur beint Viðureign Flora Tallin og KR í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 eSport. 17. september 2020 13:49 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30
Leikur KR og Flora Tallin sýndur beint Viðureign Flora Tallin og KR í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 eSport. 17. september 2020 13:49