Sveindís, Alexandra og Karólína allar í byrjunarliðinu gegn Lettum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2020 17:18 Sveindís Jane Jónsdóttir leikur sinn fyrsta landsleik gegn Lettlandi í kvöld. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Sveindís Jane Jónsdóttir er í byrjunarliðinu og leikur sinn fyrsta landsleik. Samherjar hennar í Breiðabliki, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, eru einnig í byrjunarliðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Karólína byrjar keppnisleik með landsliðinu. Sveindís, Alexandra og Karólína eru allar tuttugu ára eða yngri. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er hægri bakvörður, Hallbera Gísladóttir er á sínum stað í stöðu vinstri bakvarðar og Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir miðverðir. Sandra Sigurðardóttir er í markinu. Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra eru á miðjunni, Sveindís og Karólína á köntunum og Elín Metta Jensen fremst. Sara leikur sinn 132. landsleik í dag en hún jafnar væntanlega leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu þegar Ísland tekur á móti Svíþjóð á þriðjudaginn. Byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi!Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.Our starting lineup for our game against Latvia in the @WEUROEngland22 qualifiers.#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/92p0Na182R— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 17, 2020 Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni. Fyrri leik Íslands og Lettlands lauk með 0-6 sigri Íslendinga. Leikur Íslands og Lettlands er í beinni textalýsingu á Vísi sem má finna hér. EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Jón Þór Hauksson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Sveindís Jane Jónsdóttir er í byrjunarliðinu og leikur sinn fyrsta landsleik. Samherjar hennar í Breiðabliki, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, eru einnig í byrjunarliðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Karólína byrjar keppnisleik með landsliðinu. Sveindís, Alexandra og Karólína eru allar tuttugu ára eða yngri. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er hægri bakvörður, Hallbera Gísladóttir er á sínum stað í stöðu vinstri bakvarðar og Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir miðverðir. Sandra Sigurðardóttir er í markinu. Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra eru á miðjunni, Sveindís og Karólína á köntunum og Elín Metta Jensen fremst. Sara leikur sinn 132. landsleik í dag en hún jafnar væntanlega leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu þegar Ísland tekur á móti Svíþjóð á þriðjudaginn. Byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi!Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.Our starting lineup for our game against Latvia in the @WEUROEngland22 qualifiers.#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/92p0Na182R— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 17, 2020 Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni. Fyrri leik Íslands og Lettlands lauk með 0-6 sigri Íslendinga. Leikur Íslands og Lettlands er í beinni textalýsingu á Vísi sem má finna hér.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki