Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íþróttadeild skrifar 17. september 2020 21:05 Dagný Brynjarsdóttir þurfti aðeins fyrri hálfleikinn til að skora þrennu. vísir/vilhelm Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, í undankeppni EM í kvöld. Íslendingar hafa unnið alla leiki sína í undankeppninni. Eins og tölurnar gefa til kynna var íslenska liðið miklu sterkara liðið. Ísland var 6-0 yfir í hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu, sína fyrstu fyrir íslenska landsliðið, í fyrri hálfleik og lék afar vel. Ungu Blikarnir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skínandi góðan leik. Sú síðastnefnda skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Barbára Sól Gísladóttir kom inn á í hálfleik í sínum fyrsta landsleik og lagði upp tvö mörk. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan. Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6Best staðsetti áhorfandinn á vellinum. Hafði ekkert að gera. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 8Lagði upp annað og sjötta markið. Fékk mikinn tíma á hægri kantinum í fyrri hálfleik og nýtti hann til að koma með hættulegar fyrirgjafir inn á teiginn. Lék á miðjunni í seinni hálfleik og fórst það vel úr hendi eins og búast mátti við. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Frábærar sendingar og gríðarlega mikilvæg í uppspili íslenska liðsins. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Átti náðugan dag í vörninni. Var minna í boltanum en Glódís. Fór meidd af velli í upphafi seinni hálfleiks. Verður vonandi orðinn klár fyrir leikinn gegn Svíum á þriðjudaginn. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7Hafði ekkert að gera í vörninni en fyrirgjafir Skagakonunnar voru hættulegar að venju. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Fyrirliðinn stjórnaði umferðinni á miðjunni af öryggi og lét boltann ganga vel. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8Lagði upp fjórða markið með frábærri fyrirgjöf eftir skemmtilega gabbhreyfingu. Átti skot í slá þegar tíu mínútur voru til leiksloka og skoraði áttunda mark Íslands með nákvæmu skoti eftir gott hlaup inn á teiginn. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 9 - Maður leiksins Skoraði þrennu í fyrri hálfleik, sína fyrstu fyrir landsliðið. Gríðarlega ógnandi og tók góð hlaup inn í teiginn. Frábær í loftinu og skoraði tvö mörk með skalla. Var tekin af velli í hálfleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 8Virkilega góð í fyrsta keppnisleiknum með landsliðinu. Átti frábærar fyrirgjafir sem sköpuðu fyrsta og þriðja markið og skoraði svo níunda markið. Kórónaði þar með frábæran leik sinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Skoraði tvisvar sinnum í sínum fyrsta landsleik. Fyrstu landsliðsmörkin af mörgum. Var óstöðvandi í fyrri hálfleik en aðeins rólegri í þeim seinni. Gerir tilkall til að byrja leikinn gegn Svíþjóð á þriðjudaginn. Elín Metta Jensen, framherji 7Hélt upp á 50. landsleikinn sinn með því að koma Íslandi yfir eftir 28 sekúndur með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Hefur verið meira áberandi í leikjum í þessari undankeppni en í kvöld. Varamenn: Barbára Sól Gísladóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 46. mínútu) 7 Kom inn á í hálfleik og lék sinn fyrsta landsleik í stöðu hægri bakvarðar. Lagði upp sjöunda og áttunda mark Íslands með góðum fyrirgjöfum. Guðný Árnadóttir - (Kom inn á fyrir Ingibjörgu á 55. mínútu) 6Sýndi nokkrum sinnum þann ótrúlega mikla hraða sem hún býr yfir. Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Söru Björk á 69. mínútu) 6 Lagði upp níunda markið með góðri fyrirgjöf. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, í undankeppni EM í kvöld. Íslendingar hafa unnið alla leiki sína í undankeppninni. Eins og tölurnar gefa til kynna var íslenska liðið miklu sterkara liðið. Ísland var 6-0 yfir í hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu, sína fyrstu fyrir íslenska landsliðið, í fyrri hálfleik og lék afar vel. Ungu Blikarnir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skínandi góðan leik. Sú síðastnefnda skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Barbára Sól Gísladóttir kom inn á í hálfleik í sínum fyrsta landsleik og lagði upp tvö mörk. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan. Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6Best staðsetti áhorfandinn á vellinum. Hafði ekkert að gera. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 8Lagði upp annað og sjötta markið. Fékk mikinn tíma á hægri kantinum í fyrri hálfleik og nýtti hann til að koma með hættulegar fyrirgjafir inn á teiginn. Lék á miðjunni í seinni hálfleik og fórst það vel úr hendi eins og búast mátti við. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Frábærar sendingar og gríðarlega mikilvæg í uppspili íslenska liðsins. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Átti náðugan dag í vörninni. Var minna í boltanum en Glódís. Fór meidd af velli í upphafi seinni hálfleiks. Verður vonandi orðinn klár fyrir leikinn gegn Svíum á þriðjudaginn. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7Hafði ekkert að gera í vörninni en fyrirgjafir Skagakonunnar voru hættulegar að venju. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Fyrirliðinn stjórnaði umferðinni á miðjunni af öryggi og lét boltann ganga vel. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 8Lagði upp fjórða markið með frábærri fyrirgjöf eftir skemmtilega gabbhreyfingu. Átti skot í slá þegar tíu mínútur voru til leiksloka og skoraði áttunda mark Íslands með nákvæmu skoti eftir gott hlaup inn á teiginn. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 9 - Maður leiksins Skoraði þrennu í fyrri hálfleik, sína fyrstu fyrir landsliðið. Gríðarlega ógnandi og tók góð hlaup inn í teiginn. Frábær í loftinu og skoraði tvö mörk með skalla. Var tekin af velli í hálfleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 8Virkilega góð í fyrsta keppnisleiknum með landsliðinu. Átti frábærar fyrirgjafir sem sköpuðu fyrsta og þriðja markið og skoraði svo níunda markið. Kórónaði þar með frábæran leik sinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Skoraði tvisvar sinnum í sínum fyrsta landsleik. Fyrstu landsliðsmörkin af mörgum. Var óstöðvandi í fyrri hálfleik en aðeins rólegri í þeim seinni. Gerir tilkall til að byrja leikinn gegn Svíþjóð á þriðjudaginn. Elín Metta Jensen, framherji 7Hélt upp á 50. landsleikinn sinn með því að koma Íslandi yfir eftir 28 sekúndur með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Hefur verið meira áberandi í leikjum í þessari undankeppni en í kvöld. Varamenn: Barbára Sól Gísladóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 46. mínútu) 7 Kom inn á í hálfleik og lék sinn fyrsta landsleik í stöðu hægri bakvarðar. Lagði upp sjöunda og áttunda mark Íslands með góðum fyrirgjöfum. Guðný Árnadóttir - (Kom inn á fyrir Ingibjörgu á 55. mínútu) 6Sýndi nokkrum sinnum þann ótrúlega mikla hraða sem hún býr yfir. Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Söru Björk á 69. mínútu) 6 Lagði upp níunda markið með góðri fyrirgjöf.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn