Besta byrjun knattspyrnukonu með íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 11:00 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði A-landsliðsferill sinn frábærlega með því að skora tvö mörk í sínum fyrsta landsleik í 9-0 sigrinum á Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í gær. Hún er sú fyrsta sem nær því í sögu íslenska kvennalandsliðsins. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði bæði mörkin á fyrstu 32 mínútum sínum með íslenska landsliðinu. Sveindís Jane átti reyndar mögulega á því að skora fleiri mörk í gær en hún var síógnandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hafa vissulega landsliðskonur skorað með sinni fyrstu snertingu eins og þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sandra María Jessen og þá tryggði Olga Færseth íslenska landsliðinu mikilvægan 1-0 útisigur í undankeppni EM í sínum fyrsta leik. Sveindís hefði viljað hafa fjölskylduna sína á staðnum en naut þess að spila fyrsta A-landsleikinn.https://t.co/fTvEsNiEgC— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2020 Þær Bryndís Einarsdóttir og Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir voru þær fyrstu en þær skoruðu báðar í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Af þeim átta sem höfðu opnað markareikninginn sinn í fyrsta A-landsleiknum hafði engum þeirra tekist að skora meira en eitt mark. Sveindís Jane Jónsdóttir er ein af fimm sem skoruðu í fyrsta leik eftir að hafa verið í byrjunarliðinu. Þær Bryndís Einarsdóttir, Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir, Olga Færseth og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir gerðu það líka. Sveindís Jane skoraði sitt fyrsta mark á áttundu mínútu en það gerði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir einnig. Bryndís, Ásta og Olga skoruðu allar í seinni hálfleik í sínum fyrsta leik. Rakel Björk Ögmundsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen skoruðu aftur á móti eftir að hafa komið inn á sem varamenn í fyrsta landsleiknum sínum. Sandra María var aðeins búin að vera inn á í þrjár mínútur og Margrét Lára skoraði fjórum mínútum eftir að hún kom inn á völlinn. Dóra María skoraði fimm mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Rakel kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik en skoraði markið sitt í þeim síðari. Hér fyrir neðan má sjá hvaða knattspyrnukonur hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik. 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur) EM 2021 í Englandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði A-landsliðsferill sinn frábærlega með því að skora tvö mörk í sínum fyrsta landsleik í 9-0 sigrinum á Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í gær. Hún er sú fyrsta sem nær því í sögu íslenska kvennalandsliðsins. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði bæði mörkin á fyrstu 32 mínútum sínum með íslenska landsliðinu. Sveindís Jane átti reyndar mögulega á því að skora fleiri mörk í gær en hún var síógnandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hafa vissulega landsliðskonur skorað með sinni fyrstu snertingu eins og þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sandra María Jessen og þá tryggði Olga Færseth íslenska landsliðinu mikilvægan 1-0 útisigur í undankeppni EM í sínum fyrsta leik. Sveindís hefði viljað hafa fjölskylduna sína á staðnum en naut þess að spila fyrsta A-landsleikinn.https://t.co/fTvEsNiEgC— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2020 Þær Bryndís Einarsdóttir og Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir voru þær fyrstu en þær skoruðu báðar í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Af þeim átta sem höfðu opnað markareikninginn sinn í fyrsta A-landsleiknum hafði engum þeirra tekist að skora meira en eitt mark. Sveindís Jane Jónsdóttir er ein af fimm sem skoruðu í fyrsta leik eftir að hafa verið í byrjunarliðinu. Þær Bryndís Einarsdóttir, Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir, Olga Færseth og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir gerðu það líka. Sveindís Jane skoraði sitt fyrsta mark á áttundu mínútu en það gerði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir einnig. Bryndís, Ásta og Olga skoruðu allar í seinni hálfleik í sínum fyrsta leik. Rakel Björk Ögmundsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen skoruðu aftur á móti eftir að hafa komið inn á sem varamenn í fyrsta landsleiknum sínum. Sandra María var aðeins búin að vera inn á í þrjár mínútur og Margrét Lára skoraði fjórum mínútum eftir að hún kom inn á völlinn. Dóra María skoraði fimm mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Rakel kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik en skoraði markið sitt í þeim síðari. Hér fyrir neðan má sjá hvaða knattspyrnukonur hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik. 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur)
Hér fyrir neðan má sjá hvaða knattspyrnukonur hafa skorað í sínum fyrsta A-landsleik. 1. Bryndís Einarsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 2. Ásta Breiðfjörð Gunnlaugsdóttir - 1981 á móti Skotlandi (2-3 tap) 3. Olga Færseth - 1994 á móti Hollandi (1-0 sigur) 4. Rakel Björk Ögmundsdóttir - 1999 á móti Úkraínu (2-2 jafntefli) 5. Margrét Lára Viðarsdóttir - 2003 á móti Ungverjalandi (4-1 sigur) 6. Dóra María Lárusdóttir - 2003 á móti Póllandi (10-0 sigur) 7. Sandra María Jessen - 2012 á móti Ungverjalandi (3-0 sigur) 8. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir - 2016 á móti Póllandi (1-1 jafntefli) 9. Sveindís Jane Jónsdóttir - 2020 á móti Lettlandi (9-0 sigur)
EM 2021 í Englandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn