Solskjær sagði að Greenwood hefði aldrei átt að fara til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2020 10:00 Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi. VÍSIR/GETTY Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Mason Greenwood í dag í fyrsta sinn eftir að Greenwood var sendur heim frá Íslandi fyrir að brjóta reglur um sóttkví. Greenwood og Phil Foden, leikmaður Manchester City, fengu íslenskar stelpur í heimsókn á hótel enska landsliðsins eftir 1-0 sigurinn á Íslandi í Þjóðadeildinni fyrir tveimur vikum. Solskjær sagði að Greenwood, sem er aðeins 18 ára, hefði þurft á hvíld að halda í stað þess að ferðast með enska landsliðinu í leikinn. Ný leiktíð hefst hjá United á morgun þegar liðið mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en síðustu leiktíð United lauk 16. ágúst. „Auðvitað er ég búinn að tala við Mason,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í dag. „Það sem við ræðum er bara á milli okkar tveggja. Strákurinn átti stórkostlega leiktíð, er nýkominn fram á sjónarsviðið, og bæði ég og allt starfsfólk félagsins höfum lagt hart að okkur til að hugsa um hann; hvenær við gefum Mason tíma á vellinum, hvenær hann tali við fjölmiðla… Þegar tímabilinu lauk svo og við höfðum innan við tvær vikur í frí var hann kallaður í landsliðið,“ sagði Solskjær, og virtist óánægður með Gareth Southgate landsliðsþjálfara. „Ég verð að segja eins og er að ég reyndi að gefa honum [Greenwood] hvíld yfir sumarið. Við hjá félaginu bentum sérstaklega á að hann þyrfti á hvíld að halda. Hann þarf hana bæði fyrir líkamann og andlegu hliðina eftir þessa leiktíð sem hann átti, en það fyrsta sem gerist er að hann er kallaður í landsliðið og það næsta er að hann lendir í fjölmiðlunum,“ sagði Solskjær. „Við höfum gert það sem við getum til að vernda hann og ég mun halda áfram að hjálpa honum. Ég veit að nú þegar hann kemur aftur í daglegu rútínuna hjá félaginu þá verður hann í góðu lagi,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Tengdar fréttir Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Manchester-strákarnir sem gerðu allt vitlaust á Íslandi eru meðal þeirra sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu 2020. 16. september 2020 11:30 Segja að Foden og Greenwood hafi einnig tekið fullt af myndum Lára Clausen og Nadía Sif Líndal eru umtöluðustu manneskjur Íslands, eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden upp á hótelherbergi á Hótel Sögu. 14. september 2020 12:29 Vesen á Greenwood sem heldur áfram að koma sér á forsíðurnar Mason Greenwood, framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur aftur komið sér á forsíður ensku dagblaðanna. 13. september 2020 10:30 Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59 Greenwood búinn að eyða Twitter aðgangi sínum eftir fjaðrafokið Mason Greenwood, framherji enska landsliðsins og Manchester United, hefur eytt Twitter aðgangi sínum eftir allt fjaðrafokið síðasta sólarhringinn. 8. september 2020 10:00 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Mason Greenwood í dag í fyrsta sinn eftir að Greenwood var sendur heim frá Íslandi fyrir að brjóta reglur um sóttkví. Greenwood og Phil Foden, leikmaður Manchester City, fengu íslenskar stelpur í heimsókn á hótel enska landsliðsins eftir 1-0 sigurinn á Íslandi í Þjóðadeildinni fyrir tveimur vikum. Solskjær sagði að Greenwood, sem er aðeins 18 ára, hefði þurft á hvíld að halda í stað þess að ferðast með enska landsliðinu í leikinn. Ný leiktíð hefst hjá United á morgun þegar liðið mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en síðustu leiktíð United lauk 16. ágúst. „Auðvitað er ég búinn að tala við Mason,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í dag. „Það sem við ræðum er bara á milli okkar tveggja. Strákurinn átti stórkostlega leiktíð, er nýkominn fram á sjónarsviðið, og bæði ég og allt starfsfólk félagsins höfum lagt hart að okkur til að hugsa um hann; hvenær við gefum Mason tíma á vellinum, hvenær hann tali við fjölmiðla… Þegar tímabilinu lauk svo og við höfðum innan við tvær vikur í frí var hann kallaður í landsliðið,“ sagði Solskjær, og virtist óánægður með Gareth Southgate landsliðsþjálfara. „Ég verð að segja eins og er að ég reyndi að gefa honum [Greenwood] hvíld yfir sumarið. Við hjá félaginu bentum sérstaklega á að hann þyrfti á hvíld að halda. Hann þarf hana bæði fyrir líkamann og andlegu hliðina eftir þessa leiktíð sem hann átti, en það fyrsta sem gerist er að hann er kallaður í landsliðið og það næsta er að hann lendir í fjölmiðlunum,“ sagði Solskjær. „Við höfum gert það sem við getum til að vernda hann og ég mun halda áfram að hjálpa honum. Ég veit að nú þegar hann kemur aftur í daglegu rútínuna hjá félaginu þá verður hann í góðu lagi,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Manchester-strákarnir sem gerðu allt vitlaust á Íslandi eru meðal þeirra sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu 2020. 16. september 2020 11:30 Segja að Foden og Greenwood hafi einnig tekið fullt af myndum Lára Clausen og Nadía Sif Líndal eru umtöluðustu manneskjur Íslands, eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden upp á hótelherbergi á Hótel Sögu. 14. september 2020 12:29 Vesen á Greenwood sem heldur áfram að koma sér á forsíðurnar Mason Greenwood, framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur aftur komið sér á forsíður ensku dagblaðanna. 13. september 2020 10:30 Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59 Greenwood búinn að eyða Twitter aðgangi sínum eftir fjaðrafokið Mason Greenwood, framherji enska landsliðsins og Manchester United, hefur eytt Twitter aðgangi sínum eftir allt fjaðrafokið síðasta sólarhringinn. 8. september 2020 10:00 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira
Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Manchester-strákarnir sem gerðu allt vitlaust á Íslandi eru meðal þeirra sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu 2020. 16. september 2020 11:30
Segja að Foden og Greenwood hafi einnig tekið fullt af myndum Lára Clausen og Nadía Sif Líndal eru umtöluðustu manneskjur Íslands, eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden upp á hótelherbergi á Hótel Sögu. 14. september 2020 12:29
Vesen á Greenwood sem heldur áfram að koma sér á forsíðurnar Mason Greenwood, framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur aftur komið sér á forsíður ensku dagblaðanna. 13. september 2020 10:30
Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59
Greenwood búinn að eyða Twitter aðgangi sínum eftir fjaðrafokið Mason Greenwood, framherji enska landsliðsins og Manchester United, hefur eytt Twitter aðgangi sínum eftir allt fjaðrafokið síðasta sólarhringinn. 8. september 2020 10:00
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59