„Æfum líklega Counter-Strike meira en CrossFit“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2020 09:00 Gísli Geir Gíslason, eða Triple G, var maður leiksins þegar XY vann Exile í gær. mynd/vodafone deildin Eftir brösuga byrjun á tímabilinu sigraði XY Exile, 16-11, í Vodafone-deildinni í fyrradag. Gísli Geir Gíslason (Triple G) var valinn maður leiksins. „Þetta var langþráður sigur því við eigum að vera komnir með þrjá sigra núna. Við töpuðum þessum Þórsleik þannig það var gott að fá þennan sigur,“ sagði Gísli í samtali við Vísi í gær. „Við mættum ákveðnari en við höfum gert hingað til. Við vorum tilbúnir. Leikplanið var ekkert öðruvísi en áður en meira gekk upp hjá okkur sem einstaklingum.“ XY nýtti sér heimavallaréttinn vel í fyrradag en hann er nýlunda í Vodafone-deildinni. „Við vorum með heimavallarétt og fengum að spila kort sem okkur finnst þægilegt. Og þetta fór vel,“ sagði Gísli sem var ekki hrifinn af þessari breytingu, allavega fyrst í stað. „Ég var ekki hrifinn af þessu til að byrja með en var tilbúinn að gefa þessu séns. Svo sjáum við hvernig fer eftir tímabilið, hvort maður sé sáttur með þetta eða ekki.“ XY er í 6. sæti Vodafone-deildarinnar en Gísli og félagar stefna hærra. „Við ætlum okkur topp fjögur sæti. Það er nóg eftir af tímabilinu og allt getur gerst,“ sagði hann. XY er samstarfi við samnefnda CrossFit stöð og samnýta aðstöðu með henni. „Æfingaaðstaðan okkar er þar. Ég þjálfa krakka þar og akademíuliðið okkar,“ sagði Gísli. En hvort eru Gísli og félagar hans duglegri að kíkja á Counter-Strike-æfingu eða CrossFit-æfingu? „Við æfum líklega Counter-Strike meira en CrossFit,“ svaraði Gísli hlæjandi. Hann segir að krakkarnir sem hann þjálfar séu duglegir að stunda CrossFit. „Það eru tíu krakkar í Counter-Strike hóp og tíu krakkar í Fortnite hóp sem ég þjálfa tvisvar í viku. Þau fara svo tvisvar í viku á CrossFit æfingu,“ sagði Gísli að lokum. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn
Eftir brösuga byrjun á tímabilinu sigraði XY Exile, 16-11, í Vodafone-deildinni í fyrradag. Gísli Geir Gíslason (Triple G) var valinn maður leiksins. „Þetta var langþráður sigur því við eigum að vera komnir með þrjá sigra núna. Við töpuðum þessum Þórsleik þannig það var gott að fá þennan sigur,“ sagði Gísli í samtali við Vísi í gær. „Við mættum ákveðnari en við höfum gert hingað til. Við vorum tilbúnir. Leikplanið var ekkert öðruvísi en áður en meira gekk upp hjá okkur sem einstaklingum.“ XY nýtti sér heimavallaréttinn vel í fyrradag en hann er nýlunda í Vodafone-deildinni. „Við vorum með heimavallarétt og fengum að spila kort sem okkur finnst þægilegt. Og þetta fór vel,“ sagði Gísli sem var ekki hrifinn af þessari breytingu, allavega fyrst í stað. „Ég var ekki hrifinn af þessu til að byrja með en var tilbúinn að gefa þessu séns. Svo sjáum við hvernig fer eftir tímabilið, hvort maður sé sáttur með þetta eða ekki.“ XY er í 6. sæti Vodafone-deildarinnar en Gísli og félagar stefna hærra. „Við ætlum okkur topp fjögur sæti. Það er nóg eftir af tímabilinu og allt getur gerst,“ sagði hann. XY er samstarfi við samnefnda CrossFit stöð og samnýta aðstöðu með henni. „Æfingaaðstaðan okkar er þar. Ég þjálfa krakka þar og akademíuliðið okkar,“ sagði Gísli. En hvort eru Gísli og félagar hans duglegri að kíkja á Counter-Strike-æfingu eða CrossFit-æfingu? „Við æfum líklega Counter-Strike meira en CrossFit,“ svaraði Gísli hlæjandi. Hann segir að krakkarnir sem hann þjálfar séu duglegir að stunda CrossFit. „Það eru tíu krakkar í Counter-Strike hóp og tíu krakkar í Fortnite hóp sem ég þjálfa tvisvar í viku. Þau fara svo tvisvar í viku á CrossFit æfingu,“ sagði Gísli að lokum.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn