Birna fór á kostum í sigri ÍBV Atli Freyr Arason skrifar 19. september 2020 18:04 Birna var frábær í dag. vísir/vilhelm Birna Berg Haraldsdóttir skoraði tíu mörk er ÍBV vann fjögurra marka sigur á HK, 25-21, er liðin mættust í 2. umferð Olís-deildar kvenna í dag. ÍBV var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12, og hélt forystunni allan síðari hálfleikinn þrátt fyrir áhlaup heimastúlkna. Birna Berg var markahæst hjá ÍBV með tíu mörk og Marta Wawrzykowska var með rúmlega 41% markvörslu í markinu. Sunna Jónsdóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir skoruðu fimm mörk hvor. Sigríður Hauksdóttir skoraði níu mörk fyrir HK og þær Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor. ÍBV er því með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en HK er enn án stiga. Olís-deild kvenna ÍBV HK
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði tíu mörk er ÍBV vann fjögurra marka sigur á HK, 25-21, er liðin mættust í 2. umferð Olís-deildar kvenna í dag. ÍBV var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12, og hélt forystunni allan síðari hálfleikinn þrátt fyrir áhlaup heimastúlkna. Birna Berg var markahæst hjá ÍBV með tíu mörk og Marta Wawrzykowska var með rúmlega 41% markvörslu í markinu. Sunna Jónsdóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir skoruðu fimm mörk hvor. Sigríður Hauksdóttir skoraði níu mörk fyrir HK og þær Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor. ÍBV er því með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en HK er enn án stiga.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti