Harpa auglýsir eftir rekstraraðilum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 22:03 Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu. Vísir/Vilhelm/Aðsend Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Þar er markmiðið sagt vera að veitingastaðir, verslanir og önnur þjónusta endurspegli sérstöðu Hörpu sem einstaks listaverks og áfangastaðar sem upplifun sé að heimsækja. Þá kemur fram að undanfarið hafi starfsfólk og stjórnendur Hörpu unnið að stefnumörkun um framtíð hússins í samráði við helstu haghafa. Markmiðið sé að efla hörpu sem „opið félagsheimili þjóðarinnar.“ Í tilkynningunni er þá haft eftir Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, að mikilvægt sé að Harpa þróist í takt við þær breytingar sem eigi sér stað í nánasta umhverfi hennar í miðborg Reykjavíkur. Breytingarnar feli í sér spennandi tækifæri og vilji til að slá nýjan og ferskan tón sé fyrir hendi. „Staðan er óneitanlega þung um þessar mundir vegna Covid-19 faraldursins en þeir erfiðleikar taka enda og við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við munum halda ótrauð áfram að skapa verðmæti fyrir samfélagið. Ég er sannfærð um að það er fullt af öflugu og hugmyndaríku fólki sem sér sinn rekstur eiga heima í húsi á heimsmælikvarða. Við byrjum strax á morgun að auglýsa eftir tillögum og vonum að sem flestir staldri við og sendi okkur hugmyndir um það hvernig Harpa, sem er sameign okkar allra, getur orðið enn betri til framtíðar,“ er einnig haft eftir Svanhildi. Reykjavík Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Þar er markmiðið sagt vera að veitingastaðir, verslanir og önnur þjónusta endurspegli sérstöðu Hörpu sem einstaks listaverks og áfangastaðar sem upplifun sé að heimsækja. Þá kemur fram að undanfarið hafi starfsfólk og stjórnendur Hörpu unnið að stefnumörkun um framtíð hússins í samráði við helstu haghafa. Markmiðið sé að efla hörpu sem „opið félagsheimili þjóðarinnar.“ Í tilkynningunni er þá haft eftir Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, að mikilvægt sé að Harpa þróist í takt við þær breytingar sem eigi sér stað í nánasta umhverfi hennar í miðborg Reykjavíkur. Breytingarnar feli í sér spennandi tækifæri og vilji til að slá nýjan og ferskan tón sé fyrir hendi. „Staðan er óneitanlega þung um þessar mundir vegna Covid-19 faraldursins en þeir erfiðleikar taka enda og við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við munum halda ótrauð áfram að skapa verðmæti fyrir samfélagið. Ég er sannfærð um að það er fullt af öflugu og hugmyndaríku fólki sem sér sinn rekstur eiga heima í húsi á heimsmælikvarða. Við byrjum strax á morgun að auglýsa eftir tillögum og vonum að sem flestir staldri við og sendi okkur hugmyndir um það hvernig Harpa, sem er sameign okkar allra, getur orðið enn betri til framtíðar,“ er einnig haft eftir Svanhildi.
Reykjavík Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp