Enski landsliðsmaðurinn Dele Alli, sem allan sinn feril hefur spilað fyrir Tottenham, gæti verið á förum frá félaginu. Dele er ekki í leikmannahópi Tottenham í dag sem eru þessa stundina að spila við Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Einn helst sérfræðingur Evrópu í félagsskiptum í knattspyrnu, Fabrizio Romano, segir á Twitter reikningnum sínum að Tottenham vilji losa sig við leikmanninn eftir endurkomu Gareth Bale til liðsins. Tottenham hafi meðal annars boðið Real Madrid að taka Dele Alli á láni sem hluta af samningnum um Bale.
Þá segir hann PSG og önnur lið vera í viðræðum um leikmanninn.
Dele Alli has been offered to many clubs on last few days. #THFC want him out after signing Gareth Bale. Real Madrid refused to get him on loan as part of the deal. PSG are in talks with his agents and considering him [as per @JBurtTelegraph]. Other clubs also in the race. 🚨
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 20, 2020