Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2020 11:29 Bakarí Jóa Fel nutu mikilla vinsælda um árabil en undanfarin ár virðist hafa farið að halla undan fæti. Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. Eins og fram hefur komið hefur Lífeyrissjóður verslunarmanna lagt fram kröfu um gjaldþrot fyrirtækisins vegna vangoldinna iðgjalda. Þá segjast fyrrverandi starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf eftir að laun voru ekki greidd samkvæmt kjarasamningi. Útburðarmál vegna ógreiddrar leigu Bakarí Jóa Fel í Holtagörðum, þar sem öll framleiðsla fer fram, og Spönginni eru enn opin samkvæmt upplýsingum úr símsvörun bakaríanna. Bakaríunum við JL-húsið, í Smáralind, Garðabæ og Borgartúni hefur verið lokað. Morgunblaðið greindi frá því í ágúst að eigandi húsnæðis í Borgartúni sem Jói Fel hafði á leigu hefði ákveðið að höfða útburðarmál vegna vangoldinnar leigu. Bakaríinu var lokað um það leyti og svo hinum áðurnefndu í kjölfarið. Jói Fel hefur ekki svarað ítrekuðu símtölum frá fréttastofu undanfarnar vikur. Allt óljóst Bakarinn er fámáll í samtölum við DV og Mannlíf í morgun þar sem hann segist hreinlega ekki vita stöðu mála. Eitthvað gæti gerst í vikunni en það sé óljóst. „Ég er bara á fundum alla vikuna, allt er í vinnslu og ég veit ekkert.“ Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot. Engar færslur hafa verið á heimasíðu Jóa Fel eða Facebook-síðu undanfarnar fjórar vikur. Gjaldþrot Reykjavík Bakarí Tengdar fréttir LIVE krefst gjaldþrotaskipta Jóa Fel Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. 22. ágúst 2020 08:08 Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. Eins og fram hefur komið hefur Lífeyrissjóður verslunarmanna lagt fram kröfu um gjaldþrot fyrirtækisins vegna vangoldinna iðgjalda. Þá segjast fyrrverandi starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf eftir að laun voru ekki greidd samkvæmt kjarasamningi. Útburðarmál vegna ógreiddrar leigu Bakarí Jóa Fel í Holtagörðum, þar sem öll framleiðsla fer fram, og Spönginni eru enn opin samkvæmt upplýsingum úr símsvörun bakaríanna. Bakaríunum við JL-húsið, í Smáralind, Garðabæ og Borgartúni hefur verið lokað. Morgunblaðið greindi frá því í ágúst að eigandi húsnæðis í Borgartúni sem Jói Fel hafði á leigu hefði ákveðið að höfða útburðarmál vegna vangoldinnar leigu. Bakaríinu var lokað um það leyti og svo hinum áðurnefndu í kjölfarið. Jói Fel hefur ekki svarað ítrekuðu símtölum frá fréttastofu undanfarnar vikur. Allt óljóst Bakarinn er fámáll í samtölum við DV og Mannlíf í morgun þar sem hann segist hreinlega ekki vita stöðu mála. Eitthvað gæti gerst í vikunni en það sé óljóst. „Ég er bara á fundum alla vikuna, allt er í vinnslu og ég veit ekkert.“ Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot. Engar færslur hafa verið á heimasíðu Jóa Fel eða Facebook-síðu undanfarnar fjórar vikur.
Gjaldþrot Reykjavík Bakarí Tengdar fréttir LIVE krefst gjaldþrotaskipta Jóa Fel Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. 22. ágúst 2020 08:08 Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
LIVE krefst gjaldþrotaskipta Jóa Fel Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. 22. ágúst 2020 08:08
Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50